Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2021 | 07:00

Opna breska 2021: Oosthuizen í forystu e. 1. dag

Þá er elsta og virtasta risamót golfsins, Opna breska, hafið.

Það er Louis Oosthuizen frá S-Afríku, sem leiðir eftir 1. dag.

Hann lék 1. hring á Royal St. George´s golfvellinum á 6 undir pari.

Tveir deila 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir; þ.e. Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Brian Harman.

Fjórða sætinu deilir síðan hópur 6 kylfinga: Colin Morikawa, Mackenzie Hughes, Dylan Fritelli, Benjamin Herbert, Webb Simpson og Stewart Cink.

Skyldi einhver þessara 9 kylfinga standa uppi sem sigurvegari í mótslok?

Sjá má stöðuna á Opna breska eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: