Afmæliskylfingar dagsins: María Elana Astrologes Combs og Martin Quinney – 10. ágúst 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir María Elana Astrologes Combs og Martin Quinney. María Astrologes eins og hún hét þegar hún spilaði á LPGA, og áður en hún giftist 1979 er fædd 10. ágúst 1951 í Valparaiso, Indiana og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Hún lék á LPGA á árunum 1972-1979. Hún sigraði í 1 móti á LPGA í umspili við ekki síðri kylfinga en Jo Anne Carner og Judy Rankin, þ.e. á Birmingham Classic, 4. maí 1975. Martin Quinney er fæddur 10. ágúst 1971. Hann er frá Quesnel í Kanada og spilaði á kanadíska PGA. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst Lesa meira
Ástæður deilu DeChambeau og Koepka (1/2)
Margir miðlar hafa velt fyrir sér upphafi og ástæðum fyrir deilu tveggja bestu bandarísku kylfinga á PGA Tour: Brooks Koepka og Bryson DeChambeau. Hún er nú komin á það stig að áhangendur eru farnir að skipa sér í lið eftir hvorum kylfingnum þeir fylgja og áreita síðan fjandmann sinn; s.s. sást glögglega á Fedex St. Jude Invitational, þar sem hróp og köll áhangenda Koepka að DeChambeau hafa eflaust valdið því að hann spilaði illa lokahringinn; missti af tækifæri á sigri enda T-2 fyrir lokahringinn og lauk keppni T-8. Koepka á að hafa lofað 50 fyrstu sem hrópuðu „Brooksy“ að DeChambeau bjór frá Michelob bjórframleiðandanum, sem er einn styrktaraðila Koepka, fyrr Lesa meira
WGC: Si Woo Kim setti nýtt met – 13 högg á 1 holu á Fedex St. Jude Inv.!
Si Woo Kim setti met á PGA mótaröðinni, sunnudaginn 8. ágúst sl., þegar hann var með 13 högg á par-3 11. holuna á TPC Southwind í Memphis, á lokadegi WGC-FedEx St Jude Invitational. Kim fór við það úr samtals 5 yfir pari, í 15 yfir par á aðeins 1 holu. Bolti hans fór 5 sinnum í vatn og hann fékk vítahögg í hvert sinn fyrir og þurfti síðan 3 högg á flöt til þess að koma boltanum niður. Hann setti met, því þetta skor hans er það hæsta á par-3 holu á PGA mótaröðinni frá a.m.k. 1983, þegar farið var að halda um svona tölfræði. Kim lauk við hringinn á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2021
Afmæliskylfingur dagins er Erna Elíasdóttir. Erna er fædd 9. ágúst 1949 og á því 72 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Erna Elíasdóttir Erna Elíasdóttir – 72 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón Svavar Úlfljótsson, 9. ágúst 1954 (67 ára); Sven Strüver, 9. ágúst 1967 (54 ára); Patrick Sheehan, 9. ágúst 1969 (52 ára); Virginie Rocques, (frönsk- spilar á LET Access) 9. ágúst 1971 (50 ára ára STÓRAFMÆLI!!!); Guðmundur Hannesson, GR, 9. ágúst 1973 (48 ára); Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, 9. ágúst 1977 (44 Lesa meira
WGC: DeChambeau áreittur á Fedex St. Jude Inv. og átti erfiðan dag
Bryson DeChambeau átti erfiðan lokahring á Fedex St. Jude heimsmótinu, lék á 74 höggum eftir að hafa spilað fyrri 3 keppnisdaga á 65 66 og 63. Erfiðleikarnir mögnuðust vegna áhorfenda, sem áreittu hann stöðugt. Og kannski hafði áreiti áhorfenda einmitt tilætluð áhrif; DeChambeau spilaði illa. Í lokaumferðinni á WGC-FedEx St. Jude var DeChambeau áreittur af áhorfendum, sem hrópuðu stöðugt „Brooksy“ meðan hann spilaði. Á 12. flöt sagði öryggisvörður að hann myndi fylgjast meira með þeim sem hrópuðu og áreittu, en svo virðist sem engum hafi verið vikið af vellinum. DeChambeau vildi ekki tjá sig um atvikið eftir hringinn. Það gerði hins vegar sá sem var í ráshóp með honum, Harris Lesa meira
Evróputúrinn: Grant Forrest sigraði á Hero Open
Mót vikunnar á Evróputúrnum var Hero Open. Mótið fór fram dagana 5.-8. ágúst í Fairmont St Andrews, St Andrews, Fife, Skotlandi. Sigurvegari mótsina var heimamaðurinn Grant Forrest. Forrest lék á samtals 24 undir pari, 264 högg (68 68 62 66). Grant Forrest er fæddur 19. júní 1993 í Livingstone Bretlandi og því 28 ára. Forrest spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of San Diego, þar sem hann sigraði 4 sinnum í einstaklingskeppnum. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2016. Forrest býr í North Berwick í Skotlandi og því var hann á heimavelli þegar hann sigraði í 1. móti sínu á Evróputúrnum. Enski kylfingurinn James Morrisson varð í 2. sæti á samtals 23 undir Lesa meira
Íslandsmótið 2021: 16 ernir
Það er fremur fátítt að hinn almenni kylfingur fái örn, þ.e. spili braut á 2 færri höggum. Oftast koma ernir á par-5 brautir, en þá er brautin spiluð á 3 höggum. Ernir geta líka verið 2 högg á par-4 braut og svo er ás á par-3 alltaf örn líka 🙂 Á nýafstöðnu Íslandsmóti í golfi urðu ernir í mótinu samtals 16. Karlkylfingar voru með samtals 12 erni á milli sín og kvenkylfingar voru með 4 erni. Verður nú greint nánar frá þessum örnum: Karlar Jóhann Frank Halldórsson, GR, var sá eini af karlkylfingunum sem ekki komust gegnum niðurskurð til þess að vera með örn. Reyndar var hann eini kylfingur mótsins Lesa meira
WGC: Ancer sigraði á Fedex St. Jude Classic Inv. e. bráðabana
Það var Abraham Ancer frá Mexíkó, sem stóð uppi sem sigurvegari á St. Jude Classic Invitational, sem er eitt af heimsmótunum Mótið fór fram á TPC Southwind, í Memphis, Tennessee, dagana 5.-8. ágúst. Eftir hefðbundinn leik voru 3 efstir og jafnir á samtals 16 undir pari, en það voru auk Ancer, Hideki Matsuyama og Sam Burns. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra 3 þar sem Anxer ar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína. Sjá má lokastöðuna á St. Jude Classic með því að SMELLA HÉR:
PGA: Van Rooyen sigraði á Barracuda
Það var hinn s-afríski Eric Van Rooyen, sem vann fyrsta PGA Tour titil sinn, á móti vikunnar á PGA Tour, Barracuda meistaramótinu. Mótið fór fram í Truckee, Californíu dagana 5.-8. ágúst 2021. Sigurskor van Rooyen voru 50 stig en keppt var eftir Stableford kerfi þar sem Albatross gaf 8 stig Örn gaf 5 stig Fugl gaf 2 stig Par gaf 0 stig Skolli gaf -1 stig Tvöfaldur skill gaf: -3 stig Eric Van Royen er fæddur 21. febrúar 1990 í Bellville, S-Afríku og því 31 árs. Þetta er 4 atvinnumannssigur hans á ferlinum og eins og segir sá fyrsti á PGA Tour. Fyrir á hann sigra á Sólskinstúrnum, Evróputúrnum og Lesa meira
Íslandsmótið 2021: Hulda Clara og Aron Snær Íslandsmeistarar!!! Sögulegur tvöfaldur sigur GKG!!!
Íslandsmótið í golfi fór fram á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar, dagana 5.-8. ágúst. Þetta var í 18. sinn sem Íslandsmótið fer fram á Jaðarsvelli. Golfsamband Íslands var framkvæmdaraðili mótsins í samvinnu við GA. Keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki. Einnig var keppt um Björgvinsskálina í fyrsta sinn. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Aron Snær Júlíusson, GKG, fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum 2021, en þetta er í fyrsta sinn sem þau sigra á Íslandsmótinu í golfi. Hulda Clara er fyrsti kvenkylfingurinn úr röðum GKG sem fagnar þessum titli. Sigurinn er jafnframt sögulegur fyrir GKG fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem báðir Lesa meira










