Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson. Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og á því 36 ára afmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007. Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson 🙂 ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2021 | 14:30

Jocelyne Bourassa látin

Kanadíski kylfingurinn Jocelyne Bourassa er látin. Hún lést 3. ágúst sl. af fylgikvillum heilabilunar (ens. complications of dementia). Jocelyne  fæddist  í Shawinigan í Quebec, Kanada 30. maí 1947 og var því 74 ára þegar hún lést. Hún átti frábæran áhugamannaferil vann á unglingamótum í Quebec, 1963, 1964 og 1965 og einnig sigraði hún á Canadian Women´s Amateur. Hún var kanadískur meistari 1971 og gerðist síðan atvinnumaður í golfi fyrir u.þ.b. 40 árum síðan þ.e. 1972. Jocelyne Bourassa. Bourassa nam íþróttafræði við Université de Montréal þar sem hún lagði m.a. stund á og var í blak-, körfubolta- og skíðaliði skólans og að auki í  liði skólans í frjálsum. Bourassa spilaði á LPGA á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2021 | 14:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Bjarki lauk keppni T-66

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Vierumäki Finnish Challenge, sem fram fór 5.-8. ágúst 2021: Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson. Aðeins Bjarki komst í gegnum niðurskurðinn. Hann lauk keppni í dag T-66, lék á samtals 3 yfir pari, 291 höggi (73 68 77 73). Daninn Marcus Helligkilde sigraði á 23 undir pari. Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2021 | 07:00

Ólympíuleikar 2020: Lydía Ko tileinkar ömmu sinni bronsið

Í gær (7. ágúst 2021) átti hin ný-sjálenska Lýdía Ko glæsileik á Ólympíugolfvellinum í Tókýó og tók bronsið. Þetta eru önnur Ólympíuverðlunin, sem Ko vinnur til,  en hún vann silfur í Ríó. Spurningin hvort hún vinni til gulls í París að 3 árum liðnum? Þá verður hún 27 ára. Ko tileinkar látinni ömmu sinni Ólympíubronsið. Hún segist hafa spilað með sorg í hjarta alla vikuna í Tókýó. Ko hefir syrgt fráfall ömmu sinnar og sagði að ef hún hefði ekki verið fulltrúi Nýja-Sjálands á stærsta sviðinu, hefði hún ekki keppt. „Ég var með sorg í hjarta þegar ég kom hingað,“ sagði Ko. „En þetta eru Ólympíuleikarnir og ég er hér, ekki aðeins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2021 | 05:00

LET: Guðrún Brá lauk keppni T-67 á Sotogrande

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfngur úr GK, lék lokahringinn á Aramco Series – Sotogrande á 76 höggum. Mótið fór fram dagana 5.-7. ágúst 2021 á Sotogrande, Andaluciu, Spáni. Samtals lék Guðrún Brá á 9 yfir pari, 225 höggum (72 77 76) og varð T-67. Alison Lee frá Bandaríkjunum hafði yfirburði á mótinu (15 undir pari) – sigraði með 5 högga mismun á næsta keppanda, Asleigh Buhai frá S-Afríku (10 undir pari), sem síðan átti enn 3 högg á hina þýsku Karolin Lampert (7 undir pari), sem varð þriðja. Sjá má lokastöðuna á Aramco Series – Sotogrande mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (32/2021)

Einn, sem segja verður á ensku: „Why couldn’t Cinderella play golf?“ Answer: „Because she always runs away from the ball!“  

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 23 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kolbrún Sævarsdóttir, 7. ágúst 1964 (hefði orðið 57 ára) d. 9. september 2020; Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (52 ára – spilaði á LPGA); Esther Choe, 7. ágúst 1989 (32 ára – bandarísk spilar á LET); Rósirnar Heilsurækt ….. og ….. Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2021 | 05:00

Ólympíuleikarnir 2020: Nelly Korda gullverðlaunahafi!!!

Nú rétt í þessu var að ljúka golfkeppni kvenna á Ólympíuleikunum 2020 í Tokýó. Sigurvegari og gullverðlaunahafi er Nelly Korda frá Bandaríkjunum. Hún hélt haus á hring, sem var eins og rússíbanareið fyrir hana – þar sem hún sá m.a. 3 högga forystu sem hún hafði fyrir lokahringinn fuðra upp. En hún hafði stáltaugar, hélt út og sigraði á samtals 17 undir pari, 267 höggum (67 62 69 69). Í öðru sæti voru jafnar heimakonan Mone Inami og Lydia Ko ; báðar á 16 undir pari og urðu þær því að fara í bráðabana til þess að knýja fram úrslit. Par-4 18. holan var spiluð á ný og þar hafði Inami Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2021 | 02:00

Íslandsmótið 2021: Aron Snær og Hulda Clara efst e. 2. dag

Það eru GKG-ingarnir Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir sem leiða á Íslandsmótinu í höggleik. Mótið fer að þessu sinni fram á Jaðrinum á Akureyri, dagana 5.-8. ágúst 2021. Aron Snær hefir spilað á 5 undir pari, 137 höggum (70 67) – Forystumaður 1. dags, Hlynur Bergsson er í 2. sæti á samtals 138 höggum (66 72), Í þriðja sæti sem stendur hjá körlunum eru klúbbmeistarar GK og GOS Daníel Ísak Steinarsson, GK og Aron Emil Gunnarsson; báðir á 1 undir pari, 141 höggi. Hjá konunum leiðir Hulda Clara enn, eins og segir hér að framan – hún hefir spilað á samtals 3 undir pari, 139 höggum (70 69). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2021 | 01:19

Ólympíuleikar 2020: Hörkuspennandi keppni – Ko og Ashok búnar að jafna við Korda á 7. braut

Nelly Korda frá Bandaríkjunum er búin að vera í forystu alla 3 fyrstu keppnisdaga í kvennagolfinu á Ólympíuleikunum í Tokyo. Fyrir lokahringinn átti hún 3 högg á Aditi Ashok frá Indlandi og 4 högg á Lydiu Ko frá Nýja-Sjálandi. Nú í nőtt fer fram æsispennandi lokahringur og eru þær báðar Ko og Ashok búnar að jafna við Nelly Korda á 7. braut. Allar nú á 15. undir pari á 8. braut. Það að Ashok og Ko hefir tekist að jafna skrifast á tvöfaldan skolla sem Korda fékk á par-3 7. braut Olympíugolfvallarins auk þess sem þær Ashok og Ko hafa spilað frábært golf. Ashok er búin að fá 3 fugla Lesa meira