Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2021
Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson. Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og á því 36 ára afmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007. Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson 🙂 ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour Lesa meira
Jocelyne Bourassa látin
Kanadíski kylfingurinn Jocelyne Bourassa er látin. Hún lést 3. ágúst sl. af fylgikvillum heilabilunar (ens. complications of dementia). Jocelyne fæddist í Shawinigan í Quebec, Kanada 30. maí 1947 og var því 74 ára þegar hún lést. Hún átti frábæran áhugamannaferil vann á unglingamótum í Quebec, 1963, 1964 og 1965 og einnig sigraði hún á Canadian Women´s Amateur. Hún var kanadískur meistari 1971 og gerðist síðan atvinnumaður í golfi fyrir u.þ.b. 40 árum síðan þ.e. 1972. Jocelyne Bourassa. Bourassa nam íþróttafræði við Université de Montréal þar sem hún lagði m.a. stund á og var í blak-, körfubolta- og skíðaliði skólans og að auki í liði skólans í frjálsum. Bourassa spilaði á LPGA á Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Bjarki lauk keppni T-66
Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Vierumäki Finnish Challenge, sem fram fór 5.-8. ágúst 2021: Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson. Aðeins Bjarki komst í gegnum niðurskurðinn. Hann lauk keppni í dag T-66, lék á samtals 3 yfir pari, 291 höggi (73 68 77 73). Daninn Marcus Helligkilde sigraði á 23 undir pari. Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR
Ólympíuleikar 2020: Lydía Ko tileinkar ömmu sinni bronsið
Í gær (7. ágúst 2021) átti hin ný-sjálenska Lýdía Ko glæsileik á Ólympíugolfvellinum í Tókýó og tók bronsið. Þetta eru önnur Ólympíuverðlunin, sem Ko vinnur til, en hún vann silfur í Ríó. Spurningin hvort hún vinni til gulls í París að 3 árum liðnum? Þá verður hún 27 ára. Ko tileinkar látinni ömmu sinni Ólympíubronsið. Hún segist hafa spilað með sorg í hjarta alla vikuna í Tókýó. Ko hefir syrgt fráfall ömmu sinnar og sagði að ef hún hefði ekki verið fulltrúi Nýja-Sjálands á stærsta sviðinu, hefði hún ekki keppt. „Ég var með sorg í hjarta þegar ég kom hingað,“ sagði Ko. „En þetta eru Ólympíuleikarnir og ég er hér, ekki aðeins Lesa meira
LET: Guðrún Brá lauk keppni T-67 á Sotogrande
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfngur úr GK, lék lokahringinn á Aramco Series – Sotogrande á 76 höggum. Mótið fór fram dagana 5.-7. ágúst 2021 á Sotogrande, Andaluciu, Spáni. Samtals lék Guðrún Brá á 9 yfir pari, 225 höggum (72 77 76) og varð T-67. Alison Lee frá Bandaríkjunum hafði yfirburði á mótinu (15 undir pari) – sigraði með 5 högga mismun á næsta keppanda, Asleigh Buhai frá S-Afríku (10 undir pari), sem síðan átti enn 3 högg á hina þýsku Karolin Lampert (7 undir pari), sem varð þriðja. Sjá má lokastöðuna á Aramco Series – Sotogrande mótinu með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi (32/2021)
Einn, sem segja verður á ensku: „Why couldn’t Cinderella play golf?“ Answer: „Because she always runs away from the ball!“
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 23 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kolbrún Sævarsdóttir, 7. ágúst 1964 (hefði orðið 57 ára) d. 9. september 2020; Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (52 ára – spilaði á LPGA); Esther Choe, 7. ágúst 1989 (32 ára – bandarísk spilar á LET); Rósirnar Heilsurækt ….. og ….. Golf 1 óskar Lesa meira
Ólympíuleikarnir 2020: Nelly Korda gullverðlaunahafi!!!
Nú rétt í þessu var að ljúka golfkeppni kvenna á Ólympíuleikunum 2020 í Tokýó. Sigurvegari og gullverðlaunahafi er Nelly Korda frá Bandaríkjunum. Hún hélt haus á hring, sem var eins og rússíbanareið fyrir hana – þar sem hún sá m.a. 3 högga forystu sem hún hafði fyrir lokahringinn fuðra upp. En hún hafði stáltaugar, hélt út og sigraði á samtals 17 undir pari, 267 höggum (67 62 69 69). Í öðru sæti voru jafnar heimakonan Mone Inami og Lydia Ko ; báðar á 16 undir pari og urðu þær því að fara í bráðabana til þess að knýja fram úrslit. Par-4 18. holan var spiluð á ný og þar hafði Inami Lesa meira
Íslandsmótið 2021: Aron Snær og Hulda Clara efst e. 2. dag
Það eru GKG-ingarnir Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir sem leiða á Íslandsmótinu í höggleik. Mótið fer að þessu sinni fram á Jaðrinum á Akureyri, dagana 5.-8. ágúst 2021. Aron Snær hefir spilað á 5 undir pari, 137 höggum (70 67) – Forystumaður 1. dags, Hlynur Bergsson er í 2. sæti á samtals 138 höggum (66 72), Í þriðja sæti sem stendur hjá körlunum eru klúbbmeistarar GK og GOS Daníel Ísak Steinarsson, GK og Aron Emil Gunnarsson; báðir á 1 undir pari, 141 höggi. Hjá konunum leiðir Hulda Clara enn, eins og segir hér að framan – hún hefir spilað á samtals 3 undir pari, 139 höggum (70 69). Lesa meira
Ólympíuleikar 2020: Hörkuspennandi keppni – Ko og Ashok búnar að jafna við Korda á 7. braut
Nelly Korda frá Bandaríkjunum er búin að vera í forystu alla 3 fyrstu keppnisdaga í kvennagolfinu á Ólympíuleikunum í Tokyo. Fyrir lokahringinn átti hún 3 högg á Aditi Ashok frá Indlandi og 4 högg á Lydiu Ko frá Nýja-Sjálandi. Nú í nőtt fer fram æsispennandi lokahringur og eru þær báðar Ko og Ashok búnar að jafna við Nelly Korda á 7. braut. Allar nú á 15. undir pari á 8. braut. Það að Ashok og Ko hefir tekist að jafna skrifast á tvöfaldan skolla sem Korda fékk á par-3 7. braut Olympíugolfvallarins auk þess sem þær Ashok og Ko hafa spilað frábært golf. Ashok er búin að fá 3 fugla Lesa meira










