Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2021 | 09:00

Patrick Reed með lungnabólgu

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed liggur á sjúkrahúsi og glímir við bólgu í báðum lungum (ens.: bilateral pneumonia).

Reed, 31 árs,  sendi frá sér yfirlýsingu um ástand sitt og stendur frammi fyrir baráttu um að vera klár í Ryder bikarinn í næsta mánuði.

Hann hefir dregið sig úr síðustu 2 mótum á PGA Tour.

Reed sendi frá sér fréttatilkynningu, þar sem m.a. kom fram að hann hefði líka verið meiddur á ökkla.

Ég vil bara upplýsa alla … Fyrst og fremst takk allir fyrir stuðninginn,“ byrjaði Reed.

Góðu fréttirnar eru þær að ökklinn á mér er í lagi. Slæmu fréttirnar eru þær að ég hef verið á sjúkrahúsi með lungnabólgu.

Ég er á batavegi og þegar ég hef fengið grænt ljós frá læknunum – hlakka ég til að koma aftur.