Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2021 | 08:20

Hver er kylfingurinn: Tony Finau? (2/2)

Hér verður fram haldið kynningunni á Tony Finau, sem sigraði á The Northern Trust sl. helgi og vann þar með 2. titil sinn á PGA Tour.

Við vorum komin þar sem hann hafði sigrað í fyrra skiptið á PGA Tour þ.e. árið 2016 á Puerto Rico Open.

2017-2018

Finau kaus að verja ekki titil sinn á Puerto Rico Open árið 2017, en tók sjénsinn á að spila fremur í heimsmótinu í holukeppni, WGC-Dell Technologies Match Play, en var 2 kylfingum frá því að komast inn á mótið; en einungis 64 efstu menn á heimslistanum eru með þátttökurétt í mótinu

Finau fékk hins vegar þátttökurétt í fyrstu 3 risamótum ársins 2018, þar með talið þátttökurétt í 1. skipti á Mastersmótinu, með því að komast á Tour Championship árið 2017. Hann varð T-10 á Mastersmótinu 2018, þrátt fyrir að hafa slitið ökkla í Par-3 keppninni daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Í júní 2018 endaði Finau í 5. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu; eftir tvöfaldan skolla á 18. holu, sem er besti árangur hansi til þessa á risamóti.

Finau lauk 2018 tímabilinu á PGA mótaröðinn  sjötta sæti á FedEx listanum. Hann vann sér inn 5.600.000 dollara tímabilið 2017–18 var með 11 topp-10 árangra. Besti árangur hans á tímabilinu var 2. sætið á Safeway Open og The Northern Trust. Hann varð einnig T-2 á Genesis Open.

Í september 2018 útnefndi fyrirliði bandaríska liðsins Jim Furyk Finau sem fyrirliða fyrir Ryder bikarinn 2018 á Le Golf National fyrir utan París í Frakklandi. Bandaríkin töpuðu Ryder bikarnum í hendur Evrópumönnum 17 1/2 í 10 1/2. Árangur Finau í Rydernum var glæsilegur 2-1-0 met og hann vann tvímenning sinn gegn Tommy Fleetwood (6 & 4). Fram að því hafði Fleetwood verið 4-0-0 í fjórboltanum og fjórmenningunum (með félaga sínum Francesco Molinari).

2018-2019 keppnistímabilið á PGA Tour

Þann 28. október 2018 tapaði Finau í bráðabana gegn Xander Schauffele í WGC-HSBC Champions. Hann vann sér samt inn yfir $ 1.000.000 með því að enda í öðru sæti.

Í apríl 2019 var Finau í síðasta ráshóp á Masters, ásamt þeim Francesco Molinari og Tiger Woods, þegar sá síðastnefndi sigraði í sínu fimmtánda risamóti. Finau aftur á móti lauk keppni á Masters 2019 T-5.

2019-2020 keppnistímabilið á PGA Tour

Í desember 2019 lék Finau með bandaríska liðinu í Forsetabikarnum 2019 í Royal Melbourne golfklúbbnum, Ástralíu. Bandaríska liðið vann 16–14. Árangur Finau í mótinu var 0–1–3 og hann hélt jöfnu gegn Hideki Matsuyama í sunnudagstvímenningsleik sínum.

Í febrúar 2020 tapaði Finau á Waste Management Phoenix Open fyrir Webb Simpson í bráðabana. Finau, tapaði þegar Simpson fékk fugl á fyrstu holu bráðabanans, en varð með tveggja högga forystu þegar tvær holur voru eftir af hefðbundnu spili, en á þær holur fékk Simpson tvo fugla í röð og knúði fram bráðabanann.

Í júlí á Memorial Tournament var Finau með fjögurra högga forystu 3. keppnisdag, en missti síðan forystunna með því að fá tvo tvöfalda skolla á seinni 9. Hann strögglaði áfram á sunnudag, fékk m.a. þrefaldan skolla á par-4 sjöttu holunni og lauk leik á sex yfir pari  lokahringinn og varð í 8. sæti á samtals 2 undir pari. Viku síðar varð Finau T-3  á 3M Open sem varð til þess að hann setti nokkuð skondið met þ.e. deildi metinu yfir flesta topp-10 árangra yfir 4 ára tímabil án sigurs.

2020-2021 keppnistímabilið á PGA Tour

Á þessu keppnistímabili bætti hann fyrrgreint met sitt. Í fyrstu 4 mótunum sem Finau tók þátt á PGA Tour á 2020-2021 keppnistímailinu varð hann meðal 4 efstu: Hann vara í 4. sæti á The American Express, T-2 á Farmers Insurance Open,T-2 á Saudi International á Evróputúrnum og hann tapaði í bráðabana fyrir Max Homa á the Genesis Invitational í Riviera Country Club í Pacific Palisades, Kaliforníu. Það er bara rétt hægt að ímynda sér létti Finau að sigra loks sl. helgi, en 2. sigur hans á PGA Tour kom eins og áður segir á he Northern Trust þar sem hann hafði betur gegn Cameron Smith í bráðabana.

Örstutt í lokinn um fjölskyldu Tony Finau: 

Fjölskylda Finau er stór; hann ólst upp í 7 systkina hóp og heita systkini hans: Siblings: Gipper Finau, Kelven Finau, Pianola Finau, Kaylene Finau, Heilala Finau og Tevita Finau.

Tony Finau er kvæntur Alaynu og á med henni 3 börn: : Jraice Finau, Nene Finau, Tony Finau Jr.