Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín í bráðabana um 1. sætið á B-NL Challenge Trophy!!!

Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamóti Evrópu B-NL Challenge Trophy sem fram fór í Spijk, Hollandi, dagana 26.-29. ágúst sl.

Spilað var á The Dutch vellinum í Spijk, sem er par-71 og 6.369 metrar að lengd.

Haraldur Franklín var lenti í 4 manna bráðabana um 1. sætið í mótinu, sem er stórkostlegur og besti árangur hans!!!

Því miður hafðist ekki sigur að þessu sinni, en Spánverjinn Alfredo Garcia Heredia, stóð uppi sem sigurvegari, á 7. holu bráðabanans.

Hinir tveir í bráðabananum voru þeir Michael Hoey og Daninn Marcus Helligkilde.

Haraldur, Hoey, Heredia og Helligkilde léku allir á 11 undir pari, 273 höggum.  Í bráðabananum datt Hoey fyrstu úr leik, síðan Haraldur og slagur Helligkilde og Heredia fór á 7. holu.

Guðmundur Ágúst varð T-8 á samtals 8 undir pari.

Meiriháttar árangur beggja íslensku kylfinganna á Áskorendamótaröð Evrópu staðreynd!!!

Sjá má lokastöðuna á B-NL Challenge Trophy með því að SMELLA HÉR: