Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Caroline Martens (31/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Nú er aðeins eftir að kynna þá stúlku sem sigraði á mótinu en það var „norska frænka okkar“ Caroline Martens. Martens hefir verið hampað sem næstu stórstjörnu golfsins í Noregi og sem arftaka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Daði Laxdal Gautason og Ingvar Hólm Traustason ——— 30. apríl 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru þeir Daði Laxdal Gautason og Ingvar Hólm Traustason, en báðir eiga þeir stórafmæli í dag.  Daði, sem er í NK er fæddur 30. apríl 1994 og á því 20 ára stórafmæli meðan Ingvar er fæddur 30. apríl 1954 og á 60 ára merkisafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Daði Laxdal Gautason  (Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!!) Ingvar Hólm Traustason (Innilega til hamingju með 60 ára afmælið!!!)   Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sophia Sheridan, 30. apríl 1984 (30 ára stórafmæli!!!) Sjá eldri afmælisgrein um Sheridan með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2014 | 12:00

650 kylfingar keppa í 7 golfmótum 1. maí 2014!

Alls fara 7 golfmót fram á landinu á morgun, á frídegi verkamanna og munu því meira en 650 kylfingar keppa í mótum! Búast má við að allt að því jafnmargir mun spila sér til skemmtunar, en ýmsir golfvellir opna eða eru að fara að opna. Mótin 1. maí 2014  eru eftirfarandi: GHR: Á Hellu fer fram fjölmennasta mótið á morgun en skráðir til leiks eru 229 kylfingar þegar þetta er skrifað í hádeginu 30. apríl, þar af 17 kvenkylfingar.  1. maí mót GHR og Grillbúðarinnar markar upphafið á golfsumrinu hjá mörgum og eru fyrstu rástímar á morgun kl. 6:00 og enn laust í nokkra. GKJ: Opna 1. maí mót GKJ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2014 | 11:00

Flatirnar á TPC Sawgrass í slæmu ásigkomulagi

Nú er er u.þ.b. vika í að flaggskipsmót PGA Tour hefjist en það er The Players Championship, sem oft hefir verið nefnt 5. risamótið. The Players hefst 8. maí og stendur til 11. s.m. 2014. Mótið fer að venju fram á Stadium golfvelli TPC Sawgrass en a.m.k. 5 flatir vallarins  eru í slæmu ásigkomulagi. Flatir á brautum nr. 4, 9, 11, 12 og 14 fóru illa þegar notað var efni á þær sem átti að hjálpa til við rótarþéttleika grassins og þróun á því yfir köldu vetrardagana í Flórída, en óvenjukalt var í Flórída s.l. vetur. Nú hafa komið 2 vikur af heitum og þurrum aðstæðum sem hafa hjálpað til við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2014 | 10:00

Trump Turnberry hljómar vel, ekki satt?

Donald Trump staðfesti í gær að hann hefði keypt Turnberry golfstaðinn fræga. Á Turnberry linksaranum hafa m.a. Opnu bresku risamótin farið fram 4 sinnum, nú síðast 2009 þegar Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink hafði betur en fyrirliði Bandaríkjanna í Ryder Cup nú í ár,  Tom Watson.  Voru margir á bandi Watson og vonuðust til að karlinn myndi slá aldursmet sem sigurvegari á Opna breska, en það hafðist ekki. „Þetta var tækifæri fyrir mig“ sagði Trump um kaupin, sem nú er að horfa í að risamót muni hugsanlega fara fram á einum golfvalla hans. „Turnberry er álitinn einn af bestu golfvöllum heims. Þetta er sérstakur staður.  Þetta er mikilvægur staður.“ Trump keypti allan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2014 | 09:00

GKJ: Pétur Pétursson og Kristborg Hákonardóttir fengu ás!

Þau Pétur Pétursson og Kristborg Hákonardóttir fóru bæði holu í höggi á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Pétur var að keppa í Opna Sumardagurinn fyrsta mótinu hjá GKJ, fyrir viku síðan þ.e. fimmtudaginn 24. apríl þegar hann fékk ás á 1. braut Hlíðarvallar. Kristbjörg hins vegar fór holu í höggi á 9. braut Hliðarvallar í gær, 29. apríl 2014. Bæði eru þau Pétur og Kristborg félagar í GKJ og voru því að spila heimavöllinn. Golf 1 óskar báðum innilega til hamingju með draumahöggin!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 21:00

Begay fékk hjartaáfall

Vinur Tiger Woods frá háskólaárunum í Stanford, golffréttaskýrandinn Notah Begay III, fékk hjartaáfall í síðustu viku í Dallas, Texas. Begay, 41 árs, sem á sér fjölskyldusögu um hjartveikindi var lagður inn í Methodist Hospital þar sem hjartasérfræðingurinn Dr. Mark Jenkins setti upp stoðnet til þess að hreinsa kransæðarnar hægra megin. Þar sem aðgerðin var framkvæmd tiltölulega fljótt eftir áfallið var Begay fljótur að ná sér. Hann er ákveðinn í að snúa aftur til starfa sinna sem golffréttaskýrandi á NBC og Golf Channel á næstu vikum. Til þess að sjá frétt um hjartaáfall Begay á golfþættinum Morning Drive SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Sally Watson (30/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 2 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þá stúlku sem varð í 2. sætinu  þ.e.  Sally Watson en hún lék á 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gauti Geirsson —- 29. apríl 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Gauti Geirsson, GÍ. Gauti er fæddur 29. apríl 1993 og á því 21 árs afmæli í dag!!! Gauti er í Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ) og hefir tekið þátt í fjölmörgum mótum og staðið sig afbragðs vel!!! Komast má á Facebook síðu Gauta til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:   Gauti Geirsson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Meg Farquhar (skosk) f. 29. april 1910 – d. 9. nóvember 1988;  Allan George Balding f. 29. apríl 1924 – d 30. júlí 2006; Johnny Miller, 29. apríl 1947 (67 ára); Niclas Fasth, 29. apríl 1972 (42 ára); Anna Grzebien, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 14:15

GSG: Kristín Dagný Magnúsdóttir fór holu í höggi!!!

Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR, fór holu í höggi sunnudaginn 27. apríl s.l. á par-3 15. holu Kirkjubólsvallar í Sandgerði. Við höggið góða var notað 7-tré. Golf 1 óskar Kristínu Dagnýju innilega til hamingju með ásinn!!!