Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 21:00

Begay fékk hjartaáfall

Vinur Tiger Woods frá háskólaárunum í Stanford, golffréttaskýrandinn Notah Begay III, fékk hjartaáfall í síðustu viku í Dallas, Texas.

Begay, 41 árs, sem á sér fjölskyldusögu um hjartveikindi var lagður inn í Methodist Hospital þar sem hjartasérfræðingurinn Dr. Mark Jenkins setti upp stoðnet til þess að hreinsa kransæðarnar hægra megin.

Þar sem aðgerðin var framkvæmd tiltölulega fljótt eftir áfallið var Begay fljótur að ná sér.

Hann er ákveðinn í að snúa aftur til starfa sinna sem golffréttaskýrandi á NBC og Golf Channel á næstu vikum.

Til þess að sjá frétt um hjartaáfall Begay á golfþættinum Morning Drive SMELLIÐ HÉR: