Fjórir eiga möguleika á að verða nr. 1
Í dag hefst á PGA mótaröðinni The Players mótið, sem margir nefna 5. risamótið í golfinu.
Það eru 4 kylfingar sem náð geta 1. sætinu á heimslistanum af Tiger Woods.
Í fyrsta lagi er það Adam Scott. Hann verður að landa 16. sæti ásamt 1 öðrum kylfingi eða gera betur; í annan stað er það Henrik Stenson. Hann verður að landa 6. sæti ásamt 1 öðrum kylfingi eða gera betur. Í 3. lagi er það Bubba Watson, en hann verður að landa annaðhvort 1. eða 2. sætinu og að síðustu á Matt Kuchar möguleika, en til þess verður hann að sigra í mótinu. Allir þeirra hafa síðan áhrif á gengi hinna.
Stærðfræðilega gæti Scott orðið nr. 1 ef hann vaknar á fimmtudaginn og ákveður að spila ekki. „Sjáum seinna strákar,“ hló Scott þegar honum var sagt frá þessum möguleika.
„Þetta er eitt af því svala við golfið, þetta (1. sætið á heimslistanum) er ansi mikill titill,“ sagði Kuchar. „Að eiga möguleika á því að verða nr. 1 í heiminum í golfi, ég held að allir okkar hafi leikið sér með þessum draumum. Ég held að allir hér dreymi um að verða nr. 1.“
Þetta er ansi lítill hópur kylfinga sem hlotið hafa titilinn; jafnvel kylfingar á borð við Padraig Harrington, Davis Love III, Jim Furyk og já, jafnvel Phil Mickelson hafa aldrei verið nr. 1 á heimslistanum.
„Við sjáum Phil Mickelson, sem margir telja meðal 5 bestu kylfinga allra tíma en hann hefir aldrei verið nr. 1.“ sagði Bubba Watson. „Þetta myndi bara sýna fram á hversu ruglað heilmslistakerfið er, ef Bubba Watson verður nr. 1 á heimslistanum þegar Phil Mickelson hefir aldrei verið það.“
„Ef ég ber besta leik minn saman við besta leik Tiger, þá myndi ég alltaf segja að hans væri aðeins betri og það sem honum hefir tekist yfir svo langan tíma,“ sagði Stenson. „Ég veit að ég get unnið hann; ég gerði það í Atlanta (á Tour Championship á s.l. ári) þegar ég rassskellti hann á fyrsta hring þegar leikur minn var upp á sitt besta og hann var ekkert að spila vel.“
„Ég veit að ég get unnið þá bestu þegar ég er að spila vel og það er nógu gott fyrir mig – mér er sama hvort ég er nr. 1, 3 eða 7.“
Scott, sem á bestan möguleika á að ryðja Tiger úr 1. sæti heimslistans tók undir þetta.
„Ég hef raunverulega ekki hugsað svo mikið um þetta; ég er virkilega bara í því ferli að reyna að bæta leik minn stöðugt,“ sagði hann. „Sigrar sjá alveg um stöðuna á listanum og ég er bara að reyna að einbeita mér að því að koma mér í sigurstöðu þessa vikuna.“
Auðvitað er nr. 1 bara tala. Það þýðir ekki að einn kylfingur sé betri en annar, né þýðir það að hann hafi afrekað meira en sá næsti.
Það þýðir þó heldur ekki að okkur ætti að vera sama. Þetta ætti að skipta okkur máli, vegna þess að í raun skiptir það alla kylfinga máli sem eru að reyna að ná þessum árangri.
En hversu miklu skiptir það? Bubba Watson djókað að ef hann næði nr. 1 „þá dreg ég mig í hlé.“ ….. hann dró síðan það sem hann sagði tilbaka „Jæja, kannski ekki. Eftir allt sama þá er það sem við sækjum st eftir á heimslistanum… velgengni svo forgengilegt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024