Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2014 | 14:00

NK: Guðrún Valdimars og Nökkvi Gunnars sigruðu á Vormóti BYKO – Guðjón Ármann Guðjóns fór holu í höggi

Fyrsta alvöru mót sumarsins, vormót BYKO fór fram í blíðskaparveðri á Nesvellinum 10. maí 2014.

Rúmlega 70 keppendur voru skráðir til leiks og þrátt fyrir smávegis blástur eftir hádegið lék veðrið svo sannarlega við kylfinga.

Mótið var innanfélagsmót þar sem veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni ásamt verðlaunum fyrir besta skor og nándarverðlaun.

Sigurvegari í punktakeppninni var Guðrún Valdimarsdóttir með 40 punkta en í höggleiknum sigraði Nökkvi Gunnarsson en hann lék á 70 höggum.

Tilþrif mótsins átti þó Guðjón Ármann Guðjónsson þegar hann fór holu í höggi á 2. holu.  Brautin mældist 123 metrar í dag á móti smá golu og notaði Guðjón 8 járn við höggið.  Á fimmtu holu var hann svo ekki langt frá því að endurtaka leikinn þegar boltinn stöðvaðist einungis 54 cm. frá holu og hlaut hann því nándarverðlaun á báðum brautunum.

Helstu úrslit urðu annars eftirfarandi:

Puntkakeppni: 

1. sæti – Guðrún Valdimarsdóttir – 40 punktar
2. sæti – Sindri Már Friðriksson – 39 punktar
3. sæti – Sverrir Davíðsson – 38 punktar
4. sæti – Friðrik Jón Arngrímsson – 38 punktar
5. sæti – Skúli Friðrik Malmquist – 37 punktar

Höggleikur:

1. sæti – Nökkvi Gunnarsson – 70 högg

Nándarverðlaun:

2./11. braut – Hola í höggi
5./14. braut – 54 cm. frá holu