Spieth hrifinn af íþróttamannslegri framkomu Kaymer
Íþróttamannsleg framkoma Martin Kaymer var öllum ljós bæði þeim sem á horfðu í sjónvarpi en nú hefir helsti keppinautur Kaymer á The Players, Jordan Spieth, lýst hrifningu sinni á framkomu þýska kylfingsins. Heimamenn í Flórída gerðust heldur háværir og hvöttu Spieth óspart áfram og fögnuðu hverju því sem misfórst hjá Kaymer, sem e.t.v. er bara smá upphitun fyrir því sem koma skal á Ryder Cup í Gleneagles. Eftir því sem leið á hringinn varð Spieth sífellt ergilegri út í sjálfan sig og þegar hann missti 1 metra pútt eitt sinn kom Kaymer til hjálpar, sem hann hefði alls ekki þurft að gera. Spieth sagði að Kaymer hefði komið til sín Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Saga Ísafold Arnarsdóttir – 13. maí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Saga Ísafold Arnarsdóttir. Saga Ísafold er fædd 13. maí 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Saga Ísafold hefir m.a. verið í afrekshóp GSÍ 2012 (B-hóp) og var ein af 6 stúlkum úr Keili sem spiluðu á Opna undir 18 ára mótinu á Írlandi í apríl 2012. Eins spilaði Saga Ísafold á Eimskipsmótaröðinni 2012 og varð m.a. í 13. sæti af konunum, á 1. móti mótaraðarinnar í Leirunni. Saga Ísafold varð einnig Íslandsmeistari í sveitakeppni unglinga (í stúlknaflokki) með A-sveit Keilis í Þorlákshöfn. Komast má á facebook síðu Sögu Ísafoldar hér að neðan til þess að óska henni Lesa meira
Els æfir sig með stuttum pútter!
Ernie Els hefir spilað í 9 mótum á s.l. 10 vikum og segir hann að þó að niðurstöðurnar hafi ekkert verið frábærar og hann hafi ekki komist svo oft í gegnum niðurskurð þá verði að líta á heildarmyndina. Þannig segir Els eftirfarandi á vef Sólskinstúrsins: „Það hefir virkilega verið indælt að spila hér og nú þegar við erum í Flórída er það ekki virkilega erfitt heldur. Lífið er gott hér, Liezl og krökkunum líður vel og ég nýt þess að einbeita mér að PGA Tour. Ég hef ekki gert það síðan… ja, næstum aldrei. Öll ferðalögin um heiminn og síðan að búa í Englandi … það gerist ekki aftur. Orkustig Lesa meira
Lawrie segir sjokkerandi að leik skuli ekki hafa verið hætt eftir að kylfusveinn dó á Madeira Open – Hann dró sig úr mótinu
Skoski kylfingurinn Paul Lawrie segir sjokkerandi að leik skuli ekki hafa verið hætt eftir að kylfusveinn Alastair Forsyth, Iain McGregor dó á 9. flöt á lokahring Madeira Islands Open, sl. sunnudag (11. maí 2014). Forsyth sagði að McGregor myndi hafa viljað að leik yrði haldið yrði haldið áfram. Það eru ekki allir sammála því. Paul Lawrie og tveir aðrir kylfingar Evrópumótaraðarinnar drógu sig sjálfir úr mótinu af virðingu við McGregor. „Þetta var virðingarvottur við hann (McGregor). Ég hef verið hér í 12 ár og ég þekkti hann allan tímann. Hann (McGregor) var elskulegur maður. Að mínu áliti var sjokkerandi, algjörlega sjokkerandi að leik skuli hafa verið haldið áfram,“ sagði Lawrie. „Ég Lesa meira
Líf og fjör á Golfdögum – Nöfn vinningshafa
Það var mikið líf og fjör á golfdögum Kringlunnar og GSÍ, sem haldnir voru dagana 8.-11.maí., hátt í 60.000 manns lögðu leið sína í Kringluna þessa daga. Á fjórða tug verslana buðu golftengd tilboð auk þess sem þær tengdu útstillingar sínar golfinu á afar skemmtilegan hátt. Fjöldi golfklúbba kynntu starfsemi sína á sérstakri golfsýningu sem fram fór laugardaginn 10. maí. Einnig nýttu nokkrir golftengdir aðilar sér tækifærið og kynntu vörur sínar og þjónustu. Boðið var upp á ýmsa þrautir eins og lengsta upphafshögg en á annað hundrað kylfingar tóku þátt í þeirri keppni. Afrekskylfingar á vegum GSÍ leiðbeindu gestum á tveimur púttflötum sem settar voru upp og gafst gestum kostur Lesa meira
GVS: Dagur sigraði í 2 mótum á sama degi – í seinna skiptið á Skemmumóti GVS! – Hafþór Ægir á 44 pkt.!
Dagur Ebenezersson, GKJ var í hörkugolfstuði s.l. helgi en hann tók þátt í 2 opnum mótum … og sigraði í höggleikshluta þeirra beggja!!! Hann tíaði upp kl. 8:40 á Brautarholtsvelli á Kjalarnesi ásamt félaga sínum Jóni Hilmari Kristjánssyni, GKJ og vann höggleikshluta Opna mótsins á Brautarholtsvelli s.s. Golf 1 hefir áður greint frá SMELLIÐ HÉR: Ekki nóg með það Dagur fór líka holu í höggi á 8. braut Brautarholtsvallar!!! Dagur og Jón Hilmar keyrðu síðan á Vatnsleysuna og þar var tíað upp að nýju kl. 14:30 ásamt þeir Ágústi Ársælssyni, GVS og Þóri Baldvin Björgvinssyni, GÖ. Og aftur var Dagur á besta skorinu – lék Kálfatjarnarvöll á glæsilegu 1 undir Lesa meira
GST: Guðrún Björg og Arnór Tumi sigruðu á Kríumótinu!
Það voru 18 kylfingar sem tóku þátt í Kríumótinu á Garðavelli undir Jökli hjá Golfklúbbi Staðarsveitar, þar af aðeins 1 kvenkylfingur Guðrún Björg Guðjónsdóttir, GVG …. og hún sigraði í mótinu. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Guðrún Björg var á 33 punktum 15 á fyrri 9 og 18 á seinni 9. Arnór Tumi Finnsson, GB, var á besta skorinu, 80 höggum. Sjá má heildarúrslit í punktakeppnishluta Kríumótsins hér að neðan: 1 Guðrún Björg Guðjónsdóttir GVG 28 F 15 18 33 33 33 2 Hjörleifur Þór Jakobsson GST 10 F 14 18 32 32 32 3 Pétur Vilbergur Georgsson GVG 3 F 15 17 32 32 32 4 Kristinn Jónasson GJÓ Lesa meira
Heimslistinn: Rory aftur á topp-10
Sigurvegari The Players Martin Kaymer fór upp um heil 33 sæti vegna sigursins fór úr 61. sætinu á heimslistanum og er nú kominn í 28. sætið! Englendingurinn Daníel Brooks sem sigraði á móti Evrópumótaraðarinnar, Madeira Islands Open, sem var stytt í 36 holu mót vegna þoku er líklega einn af hástökkvurum vikunnar en hann fór úr 529. sætinu í 286. sætið, sem er upp um heil 243 sæti!!! En það voru fleiri sem hækkuðu sig vegna góðs árangurs í mótum helgarinnar. Rory McIlroy varð í 6. sæti á The Players og hækkaði sig um 1 sæti milli vikna en hann var dottinn af topp-10 kominn niður í 11. sætið en Lesa meira
GV: Bjarki Ómarsson og Þór Ríkharðsson sigruðu á Böddabitamótinu!
Á laugardaginn sl. 10. maí 2014 fór fram Böddabitamótið í Vestmannaeyjum, en það var styrktarmót fyrir sveit eldri kylfinga GV, styrkt af Böddabitum í Vestmannaeyjum. Keppnisfyrirkomulagið var punktakeppni og vegleg verðlaun veitt fyrir 3.bestu skorin punktakeppni m/forgjöf og besta skor á forgjafar, auk þess sem nándarverðlaun voru á par-3 holum. Ýmis önnur glæsileg aukaverðlaun voru veitt og dregið var úr skorkortum viðstaddra við verðlaunaafhendingu í mótslok. Þátttakendur voru 37 þar af 2 kvennkylfingar og af þeim var Katrín Herta Hafsteinsdóttir, GV á betra skorinu 86 höggum og með fleiri punkta 37! Það var Bjarki Ómarsson, GR sem stóð uppi sem sigurvegari í punktakeppnishluta Böddabitamótsins; var með 37 punkta (19 á fyrri Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Jim Renner (9/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 17. sæti, en það er Jim Renner. Renner lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 44. sæti, þ.e. bætti stöðu sína ekki. Jim Renner fæddist 31. október 1983 í Boston, Massachusetts og er því 30 ára. Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliðum University of Oklahoma og Johnson&Wales University, í Flórída og útskrifaðist 2007 með gráðu í skemmtana- og íþróttafræði (ens. Sports/Entertainment). Helstu sigrar á árinu 2008 voru: Massachusetts Open, Vermont Lesa meira










