Rory gefur £1 milljón til krabbameinsveikra barna
Nr. 10 á heimslistanum Rory McIlroy gaf £1 milljón (um 189 milljóna íslenskra króna) til krabbameinsveikra barna á Norður-Írlandi. Gjöfin til the Northern Ireland Cancer Fund for Children (NICFC) mun verða greidd út á næstu 4 árum til styrktar rekstri Daisy Lodge í Newcastle, County Down, sem veitir fjölskyldum krabbameinsveikra barna frí frá umönnunarstörfum barna sina. Peningastuðningurinn er veittur í gegnum the Rory Foundation, sem hann setti á laggirnar 2013 til þess að styðja góðgerðarmál í þágu barna um allan heim. Rory sagði m.a. við þetta tækifæri: “Ég var djúpt snortinn af heiðarleika, hugrekki og hlýju barnanna og ungmennanna þarna og tók þá þegar þá ákvörðun að auka stuðning minn við Cancer Fund for Lesa meira
Evróputúrinn: Pieters efstur – Hápunktar 2. dags
Það er Þjóðverjinn Thomas Pieters sem tekið hefir forystuna nú þegar Open de España er hálfnað. Hann hefir spilað á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69). Sjá má kynningu Golf 1 á Pieters með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti eru forystumaður gærdagsins, Englendingurinn Eddie Pepperell og Hollendingurinn Joost Luiten, höggi á eftir á samtals 5 undir pari, hvor. Francesco Molinari er síðan einn í 4. sæti á 4 undir pari, 140 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Open de España SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Open de España SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Birgir Leifur, Ingi Rúnar og Hanna Lilja – 16. maí 2014
Suma daga verður varla fundinn kylfingur, sem hægt er að skrifa afmælisgrein um. Á öðrum dögum, sem þessum, er gnægð kylfinga sem á afmæli. Afmæliskylfingar dagsins eru 3 þjóðþekktir kylfingar: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG; Ingi Rúnar Gíslason, GS og Hanna Lilja Sigurðardóttir, GR. Komast má á Facebook síðu kylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér: Ingi Rúnar Gíslason 16. maí 1973 (41 árs – Innilega til hamingju!!!) Birgir Leifur Hafþórsson 16. maí 1976 (38 ára – Innilega til hamingju!) Hanna Lilja Sigurðardóttir F. 16. maí 1988 (26 ára – Innilega til hamingju!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ty Armstrong, 16. maí 1959 (55 ára); Andres Gonzales, 16. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel í 23. sæti e. 1. dag NCAA Sugar Grove Regional
Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State taka þátt í NCAA Sugar Grove Regional, sem fram fer á Rich Harvest Farmes, í Sugar Grove, Illinois. Mótið fer fram dagana 15.-17. maí 2014. Þátttakendur eru 75 frá 19 háskólum. Axel lék fyrsta hring í gær og lék á 4 yfir pari 76 höggum; fékk 2 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Axel var á besta skori Mississippi State, sem er í 10. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag NCAA Sugar Grove Championship SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín valinn í Sun Belt úrvalið
Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette var valinn í úrvalslið Sun Belt (ens. first team All-Sun Belt), enda er hann búinn að standa sig framúrskarandi vel í vetur í bandaríska háskólagolfinu. Árangur Haraldar Franklíns er stórglæsilegur!!! Hann tók þátt í 34 mótum í vetur og lék þar af 12 á pari eða betur – hann var 4 sinnum meðal efstu 10 og sigraði m.a. í Memphis Intercollegiate mótinu. Meðalhöggfjöldi Haraldar Franklíns í mótunum 34 var 73,24. Þjálfari Louisiana Lafayette er að vonum ánægður og afar stoltur af Haraldi Franklín s.s. sjá má með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Muñoz og Ernst leiða eftir 1. dag Kingsmill Championship
Bandaríska stúlkan Austin Ernst leiðir á Kingsmill Championship eftir 1. dag mótsins ásamt hinni spænsku Azahara Muñoz. Báðar léku þær í gær River golfvöll Kingsmill golfstaðarins í Williamsburg, Virginíu á 6 undir pari, 65 höggum! Aðeins 1 höggi á eftir er hin suður-kóreanska Hee Young Park. Síðan er hópur 7 kylfinga sem deilir 4. sætinu; voru á 4 undir pari, 67 höggum hver og eru þær allar bandarískar (t.a.m Lexi Thompson og Cristie Kerr eru í þessum hóp) en sú eina sem ekki er frá Bandaríkjunum er tælenska stúlkan Thidapa Suwannapura. Nr. 4 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, átt fremur slaka byrjun, en hún deilir 29. sæti með 18 öðrum Lesa meira
PGA: Peter Hanson efstur e. 1. dag HP Byron Nelson – Myndskeið
Það er sænski kylfingurinn Peter Hanson sem leiðir eftir 1. dag HP Byron Nelson meistaramótsins, sem hófst í gær á TPC Four Seasons Resort, í Irving, Texas. Hanson lék á 5 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti eru 3 kylfingar allir aðeins 1 höggi á eftir Hanson en það eru: Marc Leishman, David Duval og Tim Wilkinson. Til þess að sjá stöðuna eftir að öðru leyti eftir 1. dag HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Eddie Pepperell efstur e. 1 dag Open de España – Myndskeið
Það er Englendingurinn Eddie Pepperell sem skaust í 1. sætið í gær á Open de España, en hann lék 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Pepperell, 23 ára (f. 22. janúar 1991) komst á Evróputúrinn í gegnum Áskorendamótaröðina, en á henni spilaði hann í fyrstu eftir að hann gerðist atvinnumaður í golfi 2011. Pepperell byrjaði í golfi 4 ára en sagðist ekki hafa spilað það af alvöru fyrr en 12 ára. Helstu áhrifavaldar Pepperell voru faðir hans sem er golfkennari og bróðir, sem drógu hann fyrst út á völl. Nú er Pepperell einn í 1. sæti eftir 1. dag Open de España! Hvorki fleiri né færri en 6 Lesa meira
PGA: Frábært teighögg Kaymer á 5. á Byron Nelson – Myndskeið
Mót vikunnar á PGA Tour er HP Byron Nelson meistaramótið, sem fram fer á TPC Four Seasons Resort, í Irving, Texas. Þýski kylfingurinn,Martin Kaymer, sem vann síðustu helgi á The Players átti einkar glæsilegt teighögg á par-3 5. braut TPC Four Seasons fyrir stundu. Hann setti boltann 4 fet frá holu, en það ótrúlega var síðan að hann tvípúttaði og fékk par á holuna. Til þess að sjá teighögg Kaymer á par-3 5. braut SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:
GMac ekki með í BMW Championship vegna ófrískrar konu sinnar
GMac þ.e. norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell mun ekki vera með í flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship í Wentworth. Þess í stað ætlar hann að vera heima í Flórída með ófrískri konu sinni Kristínu. George O’Grady, framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar sagði að sigurvegari Opna bandaríska 2010 (GMac) hefði kosið að fljúga ekki til Englands til þess að hann gæti verið með eiginkonu sinni, Kristínu, sem á von á fyrsta barni þeirra hjóna. Afgangurinn af kraftaverka Ryder bikarsliðinu í Medinah frá 2012 mun spila í flaggskipsmótinu, þ.á.m. Luke Donald, sem leitast eftir 3 . sigri sínum á 4 árum í mótinu. Sá sem á titil að verja er ítalski undratáningurinn Matteo Manassero. BMW PGA Championship Lesa meira










