Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 21:00

GMac ekki með í BMW Championship vegna ófrískrar konu sinnar

GMac þ.e. norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell mun ekki vera með í flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship í Wentworth.

Þess í stað ætlar hann að vera heima í Flórída með ófrískri konu sinni  Kristínu.

George O’Grady, framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar sagði að sigurvegari Opna bandaríska 2010 (GMac) hefði kosið að fljúga ekki til Englands til þess að hann gæti verið með eiginkonu sinni, Kristínu, sem á von á fyrsta barni þeirra hjóna.

Afgangurinn af kraftaverka Ryder bikarsliðinu í Medinah frá 2012 mun spila í flaggskipsmótinu, þ.á.m. Luke Donald, sem leitast eftir 3 . sigri sínum á 4 árum í mótinu.

Sá sem á titil að verja er ítalski undratáningurinn Matteo Manassero.

BMW PGA Championship  hefst 22. maí n.k.