Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 20:00

Woods og Vonn hjálpa hvort öðru … í blíðu og stríðu

Í blíðu og stríðu…. á ensku nefnast þessi hjónavígsluorð presta „in sickeness and in health“ Og svo sannarleg styðja Tiger og Lindsey Vonn hvort annað í blíðu og stríðu þó þau séu ekki (enn) gift. Bæði hafa gengið í gegnum dimmar stundir meiðsla í íþróttagreinum sínum árið 2014, en þau virðast sækja styrk í hvort annað í endurhæfingarferlum sínum. Í viðtali við AP sagði Vonn nú um daginn að hún og Woods fundið enn nýjan flöt i sambandi sínu í gegnum meiðslin, sem komu í veg fyrir að hún tæki þátt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi og Tiger hefir missti af fjölmörgum mótum vegna bakuppskurðar. „Að vera í endurhæfingu er ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 18:30

NÝTT!!! Golfhjól – Myndskeið

Að hjóla hefir notið sívaxandi vinsælda hér undanfarin ár – Af hverju ekki að sameina það að hjóla og vera í golfi? Hugmyndin er eiginlega stórsnjöll – það er hægt að koma sér í form með því að hjóla milli teiga og vera um leið í uppáhaldsiðjunni … að spila golf. Þetta bætir leikhraða til muna, sem alltaf er verið að stefna að. Nú hefir fyrirtæki nokkurt hafið framleiðslu á sérstökum „golfhjólum“  (ens. golf bikes) og má komast á vef fyrirtækisins með því að SMELLA HÉR:  Einn golfvöllur The Kierland golfklúbburinn í Westin Kierland Resort and Spa í Scottsdale, Arizona hefir þegar tekið slík hjól í notkun. Hér má sjá myndskeið af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 18:00

Golfsvipmynd dagsins: Borgar sig að byrja ungur í golfi!

Golfsvipmynd dagsins er af tveimur á leið út á völl. Þau eru aðeins í yngri kantinum og leiðir hugann að því að það borgi sig nú að byrja ungur í golfi. Þá er enn endalaus tími til þess að æfa sig út á velli. Ja, hreinlega spila frá morgni til kvölds. Golffréttamenn ytra hafa varla haldið vatni af hrifningu yfir þessari fallegu mynd Golf Digest.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 17:00

Oliver Horovitz í golfi í Sádí-Arabíu

Eflaust muna margir eftir höfundi „An American Caddie in St. Andrews“, Oliver Horovitz,  sem kom hingað til Íslands í nóvember s.l. og áritaði bók sína á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Hann hefir verið duglegur að ferðast um heiminn og kynna bók sína, sem ætti að vera skyldulesning allra kylfinga, en hún er mjög fróðleg og veitir frábæra innsýn inn í heim kylfusveina í „vöggu golfsins.“ (St. Andrews). Fyrir utan Ísland ferðaðist Horovitz nú nýlega til Sádí-Arabíu og kynnti bók sína þar og var sem fyrr vel tekið. Líkt og hér á Íslandi hélt hann fyrirlestur um golf og margir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Ken Venturi, sem einna frægastur er fyrir að hafa sigrað á Opna bandaríska risamótinu fyrir 50 árum þ.e. 1964. Bandaríski kylfingurinn Kenneth Venturi, alltaf kallaður Ken, fæddist 15. maí 1931 í San Francisco og hefði því orðiðí 83 ára, á árinu, en hann lést í fyrra, reyndar nánast upp á dag fyrir ári, þ. 17. maí 2013. Sjá frétt Golf 1 um það eð því að SMELLA HÉR:   Venturi er fyrrum atvinnukylfingur á PGA-mótaröðinni og golfsjónvarpsfréttamaður. Ken, (sem var 1.83 m á hæð og 77 kg þungur) vakti fyrst athygli (fyrir 58 árum) þ.e. árið 1956 þegar hann sem áhugamaður, lenti í 2. sæti á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 11:30

GA: Mikið um að vera að Jaðri s.l. helgi!

Um nýliðna helgi var mikið líf á Jaðri. Á laugardaginn var vinnudagur þar sem fjölmargir félagar í GA mættu og tóku til hendinni í skálanum og kringum skálann. Pallurinn var allur olíuborinn, ásamt borðum og stólum, tré kringum skála snyrt og felld ásamt fjölmörgum öðrum verkum. Á sunnudaginn var svo opinn félagsfundur þar sem aðeins var farið yfir sumarið, áherslurnar á vellinum og fleira. Einnig komu í heimsókn fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í sveitastjórnarkosningum nú í vor. Kynntu þau öll sínar áherslur í íþrótta og félagsmálum og svöruðu svo spurningum úr sal. Það urðu líflegar og skemmtilegar umræður sem allir höfðu vonandi gagn og gaman af. GA þakkar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 11:00

LET Access: Valdís Þóra hefur keppni í Kristianstad í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur keppni í Kristianstad Åhus Ladies PGA Open í dag. Mótið stendur dagana 15.-17. maí 2014.  Leikið er á Åhus Östra golfvellinum í Kristianstad golfklúbbnum. Valdís Þóra fer út kl. 13:40 að staðartíma (kl. 11:40 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Þátttakendur eru 110 frá 21 þjóðríki. Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 10:45

Evróputúrinn: Peter Uihlein leiðir snemma dags á Open de España

Í dag hófst Open de España en það er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni að þessu sinni. Mótsstaður er PGA Catalunya Resort, í Girona á Spáni, sem er mörgum íslenskum kylfingum, sem reynt hafa fyrir sér í Q-school Evrópumótaraðarinnar að góðu kunnur. Snemma 1. dags er bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein efstur er búinn að leika á 4 undir pari, á hring þar sem hann fékk m.a. glæsiörn á par-5 3. braut PGA Catalunya. Fylgjast má með gangi mála á Open de España með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 10:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Danny Lee (11/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 15. sæti, en það er  Danny Lee.  Lee lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 27. sæti, þ.e. bætti stöðu sína ekki, var fyrir var aðeins fyrir neðan miðju þátttakenda mótsins líkt og hann var af þeim 25 sem áfram komust af peningalistanum. Danny Jin-Myung Lee fæddist 24. júlí 1990 í Icheon, Suður-Kóreu og er því 23 ára. Lee fluttist til Rotorua, Nýja-Sjálands þegar hann var 8 ára og fékk nýsjálenskan ríkisborgararétt, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 2. sæti eftir 2. dag NAIA National Championship

Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner taka sem stendur þátt í  NAIA National Championship. Mótið fer fram dagana 13.-16. maí á Champions golfvelli LPGA International, á Daytona Beach, Flórída.  Þátttakendur eru 156 frá 29 háskólum. Eftir 2. dag er Hrafn á besta skori Faulkner liðsins, en hann er búinn að leika á samtals  3 undir pari, 141 glæsihöggi (71 70)  Í einstaklingskeppninni er Hrafn í  2. sætinu, sem er stórglæsilegur árangur!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í einstaklingskeppni NAIA SMELLIÐ HÉR:  Faulkner er í 1. sæti í liðakeppninni!!! Sjá má stöðuna eftir 1. dag í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: