Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 15:00

Unglingamótaraðir Íslandsbanka hefjast á Garða- og Setbergsvelli nk. laugardag – Mótaskrá

Nú rétt í þessu lauk blaðamannafundi GSÍ þar sem Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ kynnti helstu verkefni sambandsins hvað snertir unglingamótaraðirnar Golfsumarið 2014.  Sem fyrr verða unglingamótaraðirnar 2; á Íslandsbankamótaröðina komst þeir unglingar sem eru forgjafarlægstir; á Áskorendamótaröð Íslandsbanka eru þeir unglingar sem eru forgjafarhærri eða komast einhverra hluta vegna ekki á Íslandsbankamótaröðina.

Hörður fjallaði fyrst um Íslandsbankamótaröðina, en síðan Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Báðar mótaraðir samanstanda af 6 mótum.

Íslandsbankamótaröðin

Að venju verður mikið á dagskrá í barna- og unglingaflokkum og Íslandsbankamótaröðin í fullum gangi í allt sumar.  Fyrsta mótið verður á Garðavelli á Akranesi, næsta mót verður síðan á Hlíðavelli í Mosfellsbæ, Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Urriðavelli, Íslandsmótið í höggleik er fram á Hellu, þaðan fer mótaröðin á Jaðarsvöll á Akureyri og síðasta mótið verður síðan í Reykjavík á Grafarholtsvelli.  Mótin fara fram á eftirfarandi dagsetningum:

1. 24.-25. maí

Íslandsbankamótaröðin Garðavelli (GL). Leiknar 36 holur.

2.  7.-9. júní

Íslandsbankamótaröðin Hlíðavelli (GKJ). Flokkur 17-18 ára byrjar á föstudegi og leikur 54 holur samtals. Aðrir flokkar leika 36 holur og hefja leik á laugardeginum.

3. 20.-22. júní

Íslandbankamótaröðin á Urriðavelli (GO). Íslandsmót unglinga í holukeppni. Skv reglugerð um mótið ákvarðar mótsstjórn fjölda keppenda.

4. 18.-20. júlí

Íslandsbankamótaröðin á Strandarvelli (GHR). Íslandsmótið í höggleik. Skv. reglugerð um mótið ákvarðar mótsstjórn fjölda keppenda.

5. 15.-17. ágúst

Íslandsbankamótaröðin á Jaðarsvelli (GA). Flokkur 17-18 ára byrjar á föstudegi og leikur 54 holur samtals. Aðrir flokkar leika 36 holur og hefja leik á laugardeginum.

6. 6.-7. september

Íslandsbankamótaröðin á Grafarholtsvelli (GR). Leiknar eru 36 holur á 2 dögum.

 

ÁSKORENDAMÓTARÖÐ ÍSLANDABANKA

Áskorendamót Íslandsbanka fara fram á sömu dögum og Íslandsbankamótaröðin og verður fyrsta mótið á Setbergsvelli í Hafnarfirði. Leiknar eru 18 holur á laugardegi og 36 holur þegar mótið er samhliða Íslandsmótinu í höggleik. Mótin fara fram á eftirfarandi tímum og stöðum:

1. 24. maí

Áskorendamótaröð Íslandsbanka, Setbergsvelli, Hafnarfirði (GSE).

2.  7. júní 

Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Húsatóftavelli, Grindavík (GG).

3.  21. júní

Áskorendamótaröð Íslandsbanka, Víkurvelli, Stykkishólmi (GMS).

4. 19.-20. júlí

Áskorendamótaröð Íslandsbanka á Þverárvelli á Hellishólum. Leiknar verða 36 holur.

5. 16. ágúst.

Áskorendamótaröð Íslandsbanka á Katlavelli, Húsavík.

6. 6. september

Áskorendamótaröð Íslandsbanka á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ.