Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 20:30

Evróputúrinn: Björn leiðir í Wentworth – Hápunktar 1. dags

Það er Daninn Thomas Björn sem setti glæsilegt vallarmet, kom í hús á 10 undir pari, 62 höggum og leiðir eftir 1. dag BMW PGA Championship, sem er flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar og hófst í dag.

Þetta er vallarmet á Wentworth.

Í 2. sæti eftir 1. dag er Shane Lowry á glæsi 64 höggum og í 3. sæti er Rafa Cabrera-Bello á samtals 7 undir pari, 65 höggum.

Ýmis stór nöfn eru ofarlega á skortöflunni og koma e.t.v. með að blanda sér í toppbaráttuna; þannig eru Martin Kaymer, Henrik Stenson og Rory McIlroy meðal 6 kylfinga sem deila 8. sætinu á samtals 4 undir pari, 68 höggum.

Sá sem á titil að verja, Ítalinn ungi, Matteo Manassero, 21 árs, átti afleitan dag og mátti m.a. sjá 9 högg á 17. holu hjá honum í dag, í vonbrigðahring upp á heil 80 högg!

Annar setti slæmt veður, úrhellisrigning, strik í reikninginn og tókst ekki að ljúka 1. hring.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags  BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: