Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind efst á glæsilegu 1 undir pari e. 1. dag á Hellu

Berglind Björnsdóttir, GR er efst eftir 1. dag á Hellu og eini kvenkylfingurinn sem  lék undir pari, þ.e. var á 1 undir pari, 69 höggum!!!  Reyndar var Berglind sú eina auk Heiðars Davíðs sem er efstur í karlaflokki sem lék 1. hring undir pari í mótinu!

Berglind spilar með UNGC í bandaríska háskólagolfinu og kemur greinilega sterk til leiks nú í sumar!

Á hringnum fékk Berglind 3 fugla (á 5. 10. og 15. holu) og einn skramba (á par-3 8. holunni!).

Í 2. sæti er Sara Margrét Hinriksdóttir, GK og í 3. sæti á 2 yfir pari, 72 höggum og í 3. sæti er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK á 4 yfir pari, 74 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Egils Gull mótinu á Hellu SMELLIÐ HÉR: