Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 10:45

Phil Mickelson sætir rannsókn vegna innherjaviðskipta

Um alla golffréttamiðla þessa stundina eru fréttir um að kylfingurinn vinsæli Phil Mickelson sæti nú rannsókn ásamt tveimur öðrum William „Billy“ Walters sem er þekktur veðmálaspekúlant og Carl Icahn fjárfestis, vegna ólögmætra innherjaviðskipta í tveimur ótengdum verðbréfaviðskiptum. Að svo komnu sætir málið  rannsókn FBI og embættis Eftirlits með verðbréfaviðskiptum (ens.  Securities and Exchange Commissioner) en enginn af ofangreindum aðilum hefir verið kærður fyrir brot. Lögmaður Mickelson, Glenn Cohen, vísar því reyndar á bug í Wall Street Journal að skjólstæðingur sinn sé eitthvert sérlegt andlag rannsóknarinnar. Þess mætti geta á milljarðamæringurinn Carl Icahn, 78 ára, á að baki 50 ára flekklausan feril á Wall Street og þetta er í fyrsta sinn sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 10:30

Evróputúrinn: Dubuisson, Quiros og Pepperell leiða í hálfleik á Nordea Masters – Hápunktar 2. dags

Þeir  Victor Dubuisson frá Frakklandi, Alvaro Quiros frá Spáni og Eddie Pepperell frá Englandi eru í forystu í hálfleik á Nordea Masters í Malmö í Svíþjóð, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Þeir þrír  eru allir búnir að spila á samtals á 6 undir pari, 138 höggum; Dubuisson (69 69); Quiros (71 67) og Pepperell (66 72). Til þess að fylgjast með skori á skortöflu en 3. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 09:00

LPGA: Jennifer Johnson leiðir e. 1. dag Shoprite Classic

Bandaríski kylfingurinn Jennifer Johnson leiðir eftir 1. dag Shoprite Classic, sem hófst í gær á Bay golfvelli,  Stockton Seaview Hotel and Golf Club í Galloway, New Jersey.  Það er ástralska golfdrottningin Karrie Webb, sem á titil að verja. Jennifer lék á 9 undir pari, 62 glæsihöggum en hún jafnaði vallametið á Bay golfvellinum. Á hringnum fékk Jennifer 10 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti er japanska stúlkan Haru Nomura, 1 höggi á eftir Jennifer og í 3. sæti er Christina Kim enn öðru höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Shoprite Classic mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 07:00

Steini Hallgríms kynnir landsbyggðinni nýjustu kylfur, poka og kerrur

Þorsteinn Hallgrímsson (Steini Hallgríms) eigandi Hole in One verður á ferð um landið til þess að kynna kylfingum landsbyggðarinnar nýjustu   Callaway, Cobra, Mizuno, Ping og Titleist kylfurnar og jafnframt golfpoka og kerrur. Steini er kylfusmiður og s.s. flestir kylfingar vita sérfræðingur í að mæla þ.e. að finna réttu stærð kylfa fyrir viðkomandi kylfing, sem og sköft. Nú er um að gera að mæta á „DEMO-daginn“ hjá Steina og kynna sér það sem í boði er. Dagskrá Steina er með eftirfarandi hætti: 1. Laugardaginn 31. maí kl. 9-11  Kynning hjá GV í Vestmannaeyjum. 2. Sunnudaginn 1. júní kl. 12-14 Kynning hjá GHH í Höfn í Hornafirði. 3. Mánudaginn 2. júní kl. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 02:30

PGA: Paul Casey efstur í hálfleik The Memorial – Hápunktar 2. dags

Það er enski kylfingurinn Paul Casey sem kominn er með 3 högga forystu á næsta keppinaut sinn í hálfleik á The Memorial mótinu, sem fram fer á golfvelli Muirfield í Dublin, Ohio. Casey er búinn að eiga tvo glæsihringi upp á 66 högg og er. samtals á 12 undir pari 132 höggum. Bubba Watson er í 2. sæti á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69) og Chris Kirk er í 3. sæti á 8 undir pari. Martin Flores og Japaninn Hideki Matsuyama deila 4. sætinu á samtals 7 undir pari , hvor og 4 kylfingar deila síðan 6. sæti þ.á.m. Daninn Thorbjörn Olesen. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 02:00

PGA: Glæsilegur örn Bubba – Myndskeið

Masters risamótasigurvegarinn Bubba Watson átti högg 2. hrings á The Memorial fyrr í kvöld. Það var á par-5 15. braut Memorial vallarins, sem sleggjan Bubba átti þetta líka frábæra 2. högg inn á flöt sem lenti  u.þ.b. 1 metra frá pinna. Bubba átti því eftir fremur auðvelt arnarpútt en aðhögg hans var valið högg dagsins eins og segir. Sjá má myndskeið af þessu glæsilega höggi Bubba Watson með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 01:30

PGA: 15 högga sveifla hjá Rory – Myndskeið

Rory McIlroy, sem leiddi eftir 1. hring Memorial mótsins á glæsilegum 9 undir pari, 63 höggum lék 2. hringinn í dag á 6 yfir pari, 78 höggum. Það var því hvorki meira né minna en 15 högga sveifla milli hringja hjá honum… og fyrir vikið er hann fallinn niður skortöfluna í 24. sætið sem hann deilir með 12 öðrum kylfingum. Skorkortið var ansi skrautlegt hjá Rory hann fékk 3 fugla og 3 skolla, en það sem virkilega var skrítið að sjá voru skrambarnir 3 sem hann fékk í röð á 13.-15. braut Muirfield vallarins í Dublin. Sjá má myndskeið af hrakförum Rory á 2. hring The Memorial með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 01:00

PGA: Rose dæmdi á sig víti og komst ekki gegnum niðurskurð – Myndskeið

Meistari Opna bandaríska 2013, Justin Rose, dæmdi á sig víti á 2. hring Memorial mótsins og komst fyrir vikið ekki í gegnum niðurskurð í mótinu. Það munaði  1 höggi. Í eftirfarandi myndskeiði sést Rose gefa eiginhandaráritanir, en þá virðist ekki enn liggja fyrir að hann hafi ekki náð niðurskurði. Eins sést atvikið sem Rose dæmdi á sig 1 höggs víti fyrir, þó ekki hafi tekist að sanna neitt brot á hann og það var þetta eina vítahögg, sem munaði því að hann kæmist í gegnum niðurskurð. Rose er að vippa inn á flöt en virðist tvíslá í boltann og hann kastar kylfu sinni frá sér. Sjá má myndskeiðið með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 00:30

LET Access: Valdís Þóra úr leik

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, komst ekki í gegnum niðurskurð á OCA Augas Santas International Ladies Open, sem fram fer á  Augas Santas Balneario & Golf golfstaðnum í Lugo á Spáni. Valdís Þóra lék fyrsta hring á 7 yfir pari, 77 höggum og annan hringinn í dag 4 höggum betur á 73 höggum. Það dugði þó því miður ekki til. Samtals lék Valdís Þóra á 10 yfir pari, 150 höggum (77 73). Niðurskurður var miðaður við 6 yfir pari og Valdís Þóra því 4 höggum frá því að komast í gegn. Sjá má stöðuna á OCA Augas Santas International Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 18:00

Birgir Leifur lauk keppni í 9. sæti á Jyske Bank PGA Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  lauk í dag keppni í Jyske Bank PGA meistaramótinu sem fó r fram í  Silkeborg Ry golfklúbbnum, en mótið er hluti af Ecco mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 28.-30. maí 2014 og lauk í dag. Þetta var stórt mót en þátttakendur voru 169. Leikið varr á tveimur golfvöllum Ry Kildebjerg sem er par-72 golfvöllur og Silkeborg sem er par-71 golfvöllur. Birgir Leifur lék fyrsta hring á 1 undir pari, 71 höggi (Ry Kildebjerg) og á pari Silkeborg vallarins 71 höggi, í gær. Í dag lokadaginn lék Birgir Leifur  aftur Silkeborg völlinn og var á 4 yfir pari, 75 höggum.  Samtals lék Birgir Leifur því á  3 Lesa meira