Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 01:00

PGA: Rose dæmdi á sig víti og komst ekki gegnum niðurskurð – Myndskeið

Meistari Opna bandaríska 2013, Justin Rose, dæmdi á sig víti á 2. hring Memorial mótsins og komst fyrir vikið ekki í gegnum niðurskurð í mótinu.

Það munaði  1 höggi.

Í eftirfarandi myndskeiði sést Rose gefa eiginhandaráritanir, en þá virðist ekki enn liggja fyrir að hann hafi ekki náð niðurskurði.

Eins sést atvikið sem Rose dæmdi á sig 1 höggs víti fyrir, þó ekki hafi tekist að sanna neitt brot á hann og það var þetta eina vítahögg, sem munaði því að hann kæmist í gegnum niðurskurð.

Rose er að vippa inn á flöt en virðist tvíslá í boltann og hann kastar kylfu sinni frá sér.

Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: