Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 19:00

Evróputúrinn: Rory kylfingur maímánaðar

Rory McIlroy hefir verið valinn Race to Dubai kylfingur maímánaðar á Evróputúrnum eftir sigur hans á flaggskipsmóti mótaraðarinnar, BMW PGA Championship í Wentworth.

Rory var heilum 7 höggum á eftir forystumanni fyrir lokahringinn en hafði betur gegn Shane Lowry og átti 1 högg í lokinn á Lowry.

Rory var á frábæru lokaskori, 66 höggum á hinum fræga Vesturvelli Wentworth og vann auk þess fyrsta titil sinn á evrópskri grund  og þann 6. allt í allt.

„Að sigra á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar var mjög sérstakt,“ sagði Rory.

„Þetta er fyrsti sigur minn í Evrópu og virkilega mikilvæg og velkomin viðbót við hina titla mína.“

„Evrópumótaröðin hefir alltaf reynst mér vel og þessi sigur sementar það virkilega góða samband sem við njótum.“

„Að hafa sigrað á BMW PGA Championship og orðið kylfingur maímánaðar er afleiðing góðs forms sem ég er nú nýlega komin í.  Vonandi er þessi sigur byrjunin á góðu keppnistímabili fyrir mig,“ sagði Rory loks, ánægður með sigurinn og viðurkenninguna.