Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2014 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Natalie Sheary, Lindy Duncan og Kristie Smith (6-8/48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída. Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning  á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt. Niðurskurður var að þessu sinni miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA. Í kvöld verða kynntar fyrstu 3 af 6 sem voru T-38 þ.e. voru í 38.-43. sæti. Þessar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2014 | 17:00

Birgir Leifur á meðal keppenda á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, verður á meðal keppenda á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi . Símamótið fer fram um helgina á Hamarsvelli í Borgarnesi og er það jafnframt þriðja mótið á Eimskipsmótaröðinni af alls sjö. Það eru 79 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokki og 21 í kvennaflokki. Leiknar verða 54 holur og hefst keppni á föstudag og á sunnudaginn fá 63 efstu í karlaflokknum að halda áfram leik og 21 í kvennaflokki. Íslandsmeistarinn í höggleik karla, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, verður á meðal keppenda á þessu móti og er þetta fyrsta mótið hjá Birgi á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili. Ragnar Már Garðarsson úr GKG, sem hefur sigrað á tveimur fyrstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2014 | 16:30

EuroPro: Erfið byrjun hjá Ólafi Birni

Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf leik í dag á The FSC Invitational at the Astbury, sem er mót á EuroPro mótaröðinni. Mótið stendur dagana 11.-13. júní 2014. Ólafur spilaði á 5 yfir pari,75 höggum og er sem stendur i 135. sæti af 155 þátttakendum. Í efsta sæti eru tveir Skotar Zack Saltman (einn af Saltman golfbræðrunum) og Kris Nicol, báðir á 5 undir pari, 65 höggum. Til þess að fylgjast með Ólafi Birni á The FSC SMELLIРHÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2014 | 14:30

Rory með slökkt á símanum á US Open

Rory McIlroy hefir þurft að fást við mikla fjölmiðlaathygli eftir sambandsslitin við fyrrum nr. 1  í tennisnum,  Caroline Wozniacki og hefir nú gefið út að meðan á Opna bandariska risamótinu standi, sem hefst á  morgun, fimmtudaginn 12. juni, muni hann vera með slökkt  á  símanum. “Stundum verður maður svo háður allri þessari tækni að það er ágætt að slaka svolitið á,“ sagdi hinn 25 ára Rory. “Ég hef bara grafið mig í golfi og ætla að einbeita  mér að því.“ Hann bætti við: “Ég er nú farinn að gera aftur það sem ég geri best, að æfa, spila golf og undirbúa mig fyrir stærstu mót í heiminum.“ Einbeittur Rory vann m.a. flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar: BMW PGA í Wentworth fyrir 3 vikum. Rory sem var aðeins 7 höggum á eftir Hideki Matsuyama viku siðar á the Memorial Tournament í Ohio, sagði að hann færi fullur sjálfstrausts í 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2014 | 13:00

Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar verður farið af stað með nýjan greinarflokk hér á  Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“ sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan. Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2014 | 19:00

Carly Booth með ótrúlegt flopphögg

Margir golfaðdáendur kynntust Carly Booth fyrst þegar hún birtist fáklædd i ESPN the Magazine „Bodies We Want“ útgáfunni 2013, en Carly hefir verið að spila golf næstum i áratug. Hún vann fyrsta titil sinn 11 ára og þótti besti ungi kvennáhugakylfingur Evrópu 2007 og var m.a. yngsti leikmaður i liði Breta&Ira 2008, þ.e. 16  ára, í Curtis Cup og spilaði tvívegis í Junior Ryder Cup. Carly gerðist atvinnumaður í golfi 18 ára, árið 2010 og hefir þegar sigrað tvívegis á LET. Hin skoska Carly þykir vera svipað klár í flopphöggum og Phil Mickelson a.m.k. væri hann eflaust stoltur af að eiga flopphöggið, sem Carly sló með Jeremy Dale, breskan golfkennara og golfbrellusnilling, beint fyrir framan sig. Sjá  má  eitt af frábærum brelluhöggum Phil Mickelson með  því að SMELLA HER:  Dale kipptist svolitið við þegar Carly sló rétt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2014 | 15:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sóley Erla Ingólfsdóttir og Ludviga Thomsen – 10. júní 2014

Afmæliskylfingar  dagsins eru tveir Sóley Erla Ingólfsdóttir og Ludviga Thomsen frá Færeyjum.  Þær eiga báðar afmæli í dag Sóley Erla er 42 ára fædd 10. júní 1972 og Ludviga er 52 ára, fædd 10. júní 1962. Sóley Erla er móðir kylfingsins Ingólfs Orra Gústafssonar og Ludviga er mikill áhugamaður um golf. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Ludviga Thomsen (52 árs) Sóley Erla Ingólfsdóttir (42 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Hee-Won Han, 10. júní 1978 (36 ára);  Anna Nordqvist, 10. júní 1987 (27 ára)  ….. og …..   Benedikt S. Lafleur (49 ára) Daníel Einarsson, GSG (55 ára) Sigurlaug Rún Jónsdóttir (17 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2014 | 13:00

Rory slær upp úr hrásalatsglompu – Myndskeið

Undirbúningurinn fyrir US Open risamótið er nú  að ná  hápunkti hjá  flestum stórstjörnum golfsins og  Rory McIlroy engin undantekning þar. Hversu góðar meðfylgjandi æfingar eru fyrir hann skal látið liggja milli hluta en eitt er alveg vist ad hann er snillingur að slá bolta af nánast hvaða yfirborði sem er! Í meðfylgjandi myndskeiði slær Rory m.a. bolta upp úr hrásalatsglompu og púttar á gleri. Til þess að sjá myndskeiðið með Rory SMELLID HER:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2014 | 11:00

PGA: Ben Crane sigraði á St. Jude Classic – Hápunktar 4. dags

Þad var Ben Crane sem sigraði  á  Fedex St. Jude Classic, sem fram for  á  TPC Southwind, i Memphis, Tennessee. Crane lék á samtals 10 undir pari, 270 (63 65 69 73). Í 2. sæti varð Troy Merritt á 9 undir pari og 3. sætinu deildu 3 kylfingar, allir á 8 undir pari, hver: Webb Simpson, Carl Pettersson og Matt Every. Til þess að sjá stöðuna á Fedex St. Jude Classic SMELLID HER: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Fedex St. Jude Classic SMELLID HER:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2014 | 09:00

GR: Arnór Ingi spilaði Grafarholtsvöll á 64 höggum í Opna ICELANDAIR GOLFERS í samvinnu við Samsung!!!

Fyrsta opna mót sumarsins fór fram á Grafarholtsvelli í gær, mánudaginn 9. júní, Opna Icelandair Golfers í samvinnu við SAMSUNG. Alls tóku 184 kylfingar þátt og margir af bestu kylfingum landsins voru á meðal keppenda. Leikfyrirkomulag mótsins var punktakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Leikið var í tveimur flokkum 0-8,4 og 8,5 og hærra. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor og fyrir þann sem var næstur holu á öllum par 3 holum vallarins. Arnór Ingi Finnbjörnsson í GR lék frábært golf í mótinu. Arnór Ingi spilaði Grafarholtsvöll á 64 höggum eða -7 í mótinu. Glæsilegt!!!  Í flokki 0-8,4 sigraði Ernir Sigmundsson GR á 41 punkti Lesa meira