Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2014 | 14:30

Rory með slökkt á símanum á US Open

Rory McIlroy hefir þurft að fást við mikla fjölmiðlaathygli eftir sambandsslitin við fyrrum nr. 1  í tennisnum,  Caroline Wozniacki og hefir nú gefið út að meðan á Opna bandariska risamótinu standi, sem hefst á  morgun, fimmtudaginn 12. juni, muni hann vera með slökkt  á  símanum.

“Stundum verður maður svo háður allri þessari tækni að það er ágætt að slaka svolitið á,“ sagdi hinn 25 ára Rory.

“Ég hef bara grafið mig í golfi og ætla að einbeita  mér að því.“

Hann bætti við: “Ég er nú farinn að gera aftur það sem ég geri best, að æfa, spila golf og undirbúa mig fyrir stærstu mót í heiminum.“

Einbeittur Rory vann m.a. flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar: BMW PGA í Wentworth fyrir 3 vikum.

Rory sem var aðeins 7 höggum á eftir Hideki Matsuyama viku siðar á the Memorial Tournament í Ohio, sagði að hann færi fullur sjálfstrausts í 2. risamót ársins.

Hann sagdi m.a.: “Eg er virkilega ánægður med hvar leikurinn minn er núna eftir sigurinn í Wentworth fyrir nokkrum vikum og ágætis frammistöðu á  Memorial.“

Nr. 6 á  heimslistanum (Rory) sagði að hnéð sem var að trufla hann í Ohio sé nú í lagi.

“Það (hnéð) veldur mér engum vandræðum. Ég verð bara aðeins ad hvila það,“ sagði Rory, sem talinn er sigurstranglegastur á  Pinehurst.