Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2014 | 09:00

GR: Arnór Ingi spilaði Grafarholtsvöll á 64 höggum í Opna ICELANDAIR GOLFERS í samvinnu við Samsung!!!

Fyrsta opna mót sumarsins fór fram á Grafarholtsvelli í gær, mánudaginn 9. júní, Opna Icelandair Golfers í samvinnu við SAMSUNG. Alls tóku 184 kylfingar þátt og margir af bestu kylfingum landsins voru á meðal keppenda.

Leikfyrirkomulag mótsins var punktakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Leikið var í tveimur flokkum 0-8,4 og 8,5 og hærra. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor og fyrir þann sem var næstur holu á öllum par 3 holum vallarins.

Arnór Ingi Finnbjörnsson í GR lék frábært golf í mótinu. Arnór Ingi spilaði Grafarholtsvöll á 64 höggum eða -7 í mótinu. Glæsilegt!!!  Í flokki 0-8,4 sigraði Ernir Sigmundsson GR á 41 punkti og í flokki 8,5 og hærra var það Magnús Óskarsson sem spilaði manna best í sínum flokki og kom inn í hús á 43 punktum. Glæsilegt skor í Grafarholtinu í gær.


Úrslitin voru eftirfarandi:


Flokkur 0-8,4

1. Sæti: Ernir Sigmundsson GR á 41 punkti
2. Sæti:Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK á 38 punktum, (20 á seinni 9 holunum)
3. Sæti:Bergur Sverrisson GOS á 38 punktum, (19 punktar á seinni 9 holunum)

Flokkur 8,5 og hærra:
1. Sæti: Magnús Óskarsson GR á 43 punktum
2. Sæti: Böðvar Örn Kristinsson GR á 40 punktum
3. Sæti: Finnbogi Alfreðsson GV á 39 punktum

Höggleikur:
1. sæti: Arnór Ingi Finnbjörnsson GR á 64 höggum (-7)

Nándarverðlaun:
2. braut: Arnar Guðmundsson GR 51 cm
6. braut: Hjalti Ævarsson GR 65 cm
11. braut: Björn Ragnar Björnsson GKG 1,34 metrar
17. braut: Rafn Stefán Rafnsson GB 23 cm

Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með þriðjudeginum 10. júní. Skrifstofan er opin frá kl.10:00 til 16:00.

Texti: grgolf.is