Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2014 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Annar sigur Sunnu á Eimskipsmótaröðinni í ár kom á 2. holu í bráðabana við Signýju Arnórs á Símamótinu

Sunna Víðisdóttir, GR, sigraði á 3. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, á Hamarsvelli í Borgarnesi.

Sunna og stigameistari GSÍ 2013 í kvennaflokki, Signý Arnórsdóttir, GK, voru jafnar á 9 yfir pari eftir 54 spilaðar holur; Sunna (74 74 74) en Signý (77 73 72).

Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Það varð því að koma til bráðabana. Signý og Sunna fengu báðar skolla á 1. braut Hamarsvallar sem var 1. hola bráðabanans.

Á 2. holu bráðabanans fékk Signý aftur skolla en Sunna sigraði á pari.  Þetta er 2. sigur Sunnu á Eimskipsmótaröðinni í ár en hún sigraði á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Nettómótinu á Hólmsvelli í Leiru.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf1

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf1

Í 3. sæti varð Berglind Björnsdóttir GR, á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (75 76 74).

Sjá má heildarúrslitin í kvennaflokki í Símamóti Eimskipsmótaraðarinnar 2014 hér að neðan:

1 Sunna Víðisdóttir GR 1 F 37 37 74 3 74 74 74 222 9
2 Signý Arnórsdóttir GK 4 F 35 37 72 1 77 73 72 222 9
3 Berglind Björnsdóttir GR 2 F 38 36 74 3 75 76 74 225 12
4 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 6 F 36 35 71 0 76 79 71 226 13
5 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 37 39 76 5 73 77 76 226 13
6 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 2 F 37 37 74 3 82 73 74 229 16
7 Karen Guðnadóttir GS 3 F 40 39 79 8 73 78 79 230 17
8 Heiða Guðnadóttir GKJ 6 F 41 33 74 3 78 79 74 231 18
9 Þórdís Geirsdóttir GK 5 F 39 35 74 3 80 77 74 231 18
10 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 7 F 40 38 78 7 79 82 78 239 26
11 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 13 F 39 37 76 5 79 85 76 240 27
12 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 8 F 42 37 79 8 84 79 79 242 29
13 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 7 F 43 37 80 9 86 81 80 247 34
14 Íris Katla Guðmundsdóttir GR 7 F 45 42 87 16 82 84 87 253 40
15 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 12 F 44 38 82 11 89 84 82 255 42
16 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 10 F 45 41 86 15 85 84 86 255 42
17 Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 11 F 45 45 90 19 90 92 90 272 59
18 Jóna Sigríður Halldórsdóttir GR 13 F 46 49 95 24 95 89 95 279 66
19 Helena Kristín Brynjólfsdóttir GKG 16 F 50 46 96 25 96 88 96 280 67
20 Tinna JóhannsdóttirRegla 6-6d: Röng skor á holu GK 3 F 42 39 81 10 74 73 81 228