Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 12:00

Lucy Li náði ekki niðurskurði

Lucy Li sem er yngst allra til þess að spila í Opna bandaríska kvenrisamótinu, aðeins 11 ára, er úr leik eftir annan hring á Pinehurst nr. 2 í gær upp á 78 högg.

Hún vakti heilmikla athygli þó svo að hún spili ekki um helgina eins og „stóru stelpurnar.“

„Hún var hér vegna reynslunnar og tækifærisins til þess að spila við þær bestu í heiminum,“ sagði Bryan Bush kylfusveinn hennar verndandi. „Hún hefir sannað að hún getur það!“

Li var 22 höggum á eftir forystukonunni Michelle Wie og 19 höggum á eftir Lexi Thompson, sem er í 2. sæti, en báðar þekkja af eigin raun hvernig það er að spila ungar á Opna bandaríska.

Wie spilaði fyrst á Opna bandaríska 13 ára og árið 2007 varð Lexi yngst til þess að spila í mótinu, aðeins 12 ára …. þar til Li sló met hennar.

„Ég vona bara að hún hafi skemmt sér hér,“ sagði Michelle Wie um Lucy Li, en Li er mikill aðdáandi Wie.

Og Li sagðist bara hafa haft gaman af öllu saman!