Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Mickelson hefur titilvörnina á Opna skoska í ráshóp með Donald og Luiten

Phil Mickelson mun hefja titilvörn sína á Opna skoska á morgun kl. 8:20 að staðartíma (7:20 að íslenskum tíma) í ráshóp með Luke Donald og Joost Luiten. Á eftir Mickelson, kl. 7:30 að íslenskum tíma fara út þeir Jimmy Walker, Miguel Ángel Jimenez og Ian Poulter. Rory er í ráshópnum þar á eftir. Hæst „rankaði“ kylfingur í mótinu er Justin Rose (nr. 6 á heimslistanum) fer út með Lee Westwood og Stephen Gallacher kl. 13:00 að staðartíma (þ.e. kl. 12 hér heima á Íslandi). Hér er aðeins getið um nokkra skemmtilega ráshópa sem gaman er að fylgjast með – sjá má rástímana á Opna skoska í heild með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 07:00

GÓS: Guðrún Ásgerður og Brynjar klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfkllúbbsins Ós á Blönduósi fór fram dagana 3.-5. júlí 2014. Það voru 16 skráðir til leiks, sem kepptu kepptu í 3 flokkum, en 9 luku keppni. Klúbbmeistarar GÓS 2014 eru Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, og Brynjar Bjarkason. Úrslit í meistaramóti GÓS eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla 1 Brynjar Bjarkason GÓS 4 F 44 51 95 25 86 86 95 267 57 2 Jón Jóhannsson GÓS 11 F 51 46 97 27 96 89 97 282 72 Meistaraflokkur kvenna 1 Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 14 F 43 43 86 16 96 105 86 287 77 2 Jóhanna Guðrún Jónasdóttir GÓS 26 F 54 52 106 36 106 106 36 3 Birna Sigfúsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 20:00

Guðmundur Ágúst lék best af íslensku keppendunum á EM karlalandsliða

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék best okkar manna á fyrsta degi EM karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi. Keppt er á Linna golfvellinum sem er staðsettur um 100 km frá Helsinki rétt utan við bæinn, Hameenlinna. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um mótið og sker keppenda má finna með því að  SMELLA HÉR: Keppnisfyrkomulag: Að loknum höggleik fyrstu tvo dagana verður liðum raðað í tvo riðla, A og B, eftir árangri. Fyrstu 8 leika í A riðli og keppa um Evrópumeistaratitilinn á þremur dögum í holukeppni, sæti 1 gegn 8, 2 gegn 7 osfrv. Sæti 9-16 keppa einnig í holukeppni, þjóð gegn þjóð, um að halda þátttökurétti sínum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 19:45

Ólafía Þórunn best af íslensku stelpunum á EM kvennalandsliða

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR lék best af íslensku stelpunum á EM kvennalandsliða í dag en mótið er leikið í Ljubliana í Slóveniu. Fyrstu tvo keppnisdagana er keppt í höggleik þar sem fimm bestu skorin telja eftir hvern dag. Nánari upplýsingar um mótið og skor keppenda má finna með því að  SMELLA HÉR:  T16 – Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur, 70 högg, -1 T102 – Berglind Björnsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur, 78 högg, +7 T70 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbbnum Keili, 75 högg, +4 T33 – Ragnhildur Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur, 72 högg, +1 T40 – Signý Arnórsdóttir Golfklúbbnum Keili, 73 högg, +2 T85 – Sunna Víðisdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur, 76 högg, +5   Þjálfari: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 19:00

Fannar Ingi á 71 höggi á EM pilta e. 1. dag

Piltalandsliðið lék fyrsta hringinn á EM pilta sem fram fer í Noregi. Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG lék best okkar pilta  á 71 höggi eða á 1 undir pari vallar. Fyrstu tvo dagana er leikinn höggleikur þar sem fimm bestu skorin telja eftir hvern dag. Hægt er að nálgast upplýsinar um mótið og stöðuna.með því að SMELLA HÉR:  T10 – Fannar Ingi Steingrímsson Golfklúbbi Hveragerðis, 71 högg, -1 T30 – Kristófer Orri Þórðarson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, 73 högg, +1 T30 – Egill Ragnar Gunnarsson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, 73 högg, +1 T54 – Birgir Björn Magnússon Golfklúbbnum Keili, 75 högg, +3 T64 – Henning Darri Þórðarson Golfklúbbnum Keili, 76 högg, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson – 8. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson. Einar Ásgeir er fæddur 8. júlí 1997 og því 17 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs (GKB).  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson (17 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gísli B. Blöndal, GR, 8. júlí 1947 (67 ára) …. og …..   Juan Carlos Rodriguez (39 ára) Evuklæði Svava Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 14:00

Hank Haney um Tiger: „Golfið skiptir hann ekki eins miklu máli og áður“

Nú er aðeins rúm vika í Opna breska risamótið og fyrrum sveifluþjálfari Tiger,  Hank Haney er ekki bjartsýnn á að Tiger takist að sigra.   Haney sagði í viðtali við the Scotsman að golf skipti fyrrum nemanda sinn „ekki eins miklu máli og áður.“ Haney benti á að eftir að hafa risið upp frá dauðum eftir bakuppskurð á  Quicken Loans National í síðasta mánuði ætlaði Tiger sér ekkert að spila þar til í Opna breska þann 17. júlí. „Ég trúi því ekki að honum finnist að hann sé tilbúinn til að sigra á Opna breska,“ sagði Haney.  „Ef svo væri hefði hann spilað í Greenbrier eða Opna skoska (á Evróputúrnum í þessari viku).“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 12:00

Hvað var í sigurpoka Cabrera?

Angel Cabrera var með nokkrar nýjar kylfur í pokanum á  The Greenbrier Classic sem reyndust vel: * Cabrera notaði Ping S55 7-járn m.a. þegar hann sló  175 yarda (160 metra) á  par-4 13. holu Old White TPC, og jók forystu sína. * S.s. fram hefir komið hér á Golf 1 var Cabrera líka einn af 8 fulltrúum Ping á túrnum sem voru að prufukeyra G30 dræver PING í fyrsta sinn, með þessum líka flotta árangri.  Cabrera var í 11. sæti í drævlengd á 307.1 yördum (280.8 metrum) og var í 4. sæti í nákvæmni dræva, hitti 82,14% af brautum sínum. Eftirfarandi var annars í sigurpoka Cabrera:  Bolti: Titleist Pro V1x Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 11:00

8 kylfingar með PING G30 drævera á Greenbrier Classic

Átta kylfingar notuðu nýja PING G30 dræverinn á The Greenbrier Classic, þ.á.m. sigurvegarinn Angel Cabrera, en einnig Bubba Watson, Charles Howell III, David Lingmerth, Daniel Summerhays og Jeff Maggert. Dræverinn og brautartrén (sem Golf 1 hefir áður fjallað um sjá með því að SMELLA HÉR🙂 eru með 6 „turbulatora“ á kylfukrónunni á Ti 8-1-1 kylfuhöfuðinu, sem hjálpa til við að bæta loftaflsfræðilega virkni kylfunnar verulega með því að fresta skiptingu lolftflæðisins við sveflu. Skv. fulltrúm PING bætti Cabrerea við 2 mílum/klst í boltahraða og lengdi sig um 1 1/2 – 2 metra með minna spinni og hærra sláttuhorni (ens. launch angle)  í nýja drævernum. Hinn tvöfaldi risamótssigurvegari (Cabrera) bættii líka PING G30 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 10:00

GÖ: NTC Open haldið næsta laugardag

NTC OPEN  verður haldið næst komandi laugardag 12.júlí 2014. Keppnisskilmálar: Mótið er punktamót þar sem hæst gefin forgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Karlar spila af gulum teig og konur af rauðum. Þeir karlar sem eru 70 ára og eldri mega spila af rauðum teig og reiknast þá forgjöf miðaða við þá teiga. Verðlaun eru eingöngu veitt þeim sem hafa löglega stjörnumerkta forgjöf samkvæmt forriti GSÍ.  Aðeins eru veitt ein verðlaun á mann fyrir utan nándarverðlaun. Verslanir NTC eru ; COMPANYS, Deres, eva, focus, gallerí sautján, gs skór, Karakter, Kultur, Kultur Menn, SMASH, Sparkz, Urban. Verðlaun verða fyrir fyrstu 5 sætin í punktakeppni ásamt besta skori án Lesa meira