Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 19:00

Fannar Ingi á 71 höggi á EM pilta e. 1. dag

Piltalandsliðið lék fyrsta hringinn á EM pilta sem fram fer í Noregi.

Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG lék best okkar pilta  á 71 höggi eða á 1 undir pari vallar.

Fyrstu tvo dagana er leikinn höggleikur þar sem fimm bestu skorin telja eftir hvern dag.

Hægt er að nálgast upplýsinar um mótið og stöðuna.með því að SMELLA HÉR: 

T10 – Fannar Ingi Steingrímsson Golfklúbbi Hveragerðis, 71 högg, -1

T30 – Kristófer Orri Þórðarson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, 73 högg, +1

T30 – Egill Ragnar Gunnarsson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, 73 högg, +1

T54 – Birgir Björn Magnússon Golfklúbbnum Keili, 75 högg, +3

T64 – Henning Darri Þórðarson Golfklúbbnum Keili, 76 högg, +4

94 – Aron Snær Júlíusson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, 81 högg, +9

 

Þjálfari: Úlfar Jónsson

Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson