Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2014 | 12:00

Nick Faldo segir að Tiger eigi ekki sjéns á Opna breska

Nick Faldo telur ekki miklar líkur á að Tiger Woods sigri 4. Opna breska risamótstitil sinn í þessari viku. Tiger sneri aftur til keppni fyrir aðeins 3 vikum eftir að hafa verið 4 mánuði frá keppni eftir bakuppskurð. Tiger hefir sigrað í 14 risamótum en Faldo „aðeins“ 6. Faldo heldur því hins vegar fram að frá því að Tiger sneri aftur til keppni hafi hann spilað meira keppnisgolf en hann. „Tiger hefir spilað 2 hringi og telur að hann sé tilbúinn,“ sagði Faldo.  „Ég hef spilað 4 hringi og ég er aðeins í hlutastarfi kylfings í dag. En Tiger fór frá Congressional í síðasta mánuði og sagði að hann vissi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2014 | 11:00

GL: Elín Dröfn og Stefán Orri klúbbmeistarar 2014 – Úrslit

Meistaramót GL 2014 var haldið dagana 7. júlí til 12. júlí 2014 á Garðavelli og litla æfingavellinum. Þátttakendur í ár voru u.þ.b. 100 talsins. Klúbbmeistarar GL 2014 eru Elín Dröfn Valsdóttir og Stefán Orri Ólafsson. Hér má sjá helstu úrslit í öllum flokkum: Börn og unglingar spiluðu 7. og 8. júlí og urðu úrslit eftirfarandi: Rauðir teigar – 2 x 9 holur Garðavöllur 1.Ægir Sölvi Egilsson 2.Jón Karl Kristján Traustason 3.Þorgeir Örn Bjarkason   Grænir teigar – 2 x 9 holur Garðavöllur 1.Kári Kristvinsson 2.Ellert Lár Hannesson 3.Óskar Gísli Búason   Stelpur – Grænir teigar – 2 x 9 holur Garðavöllur 1.Bára Valdís Ármannsdóttir 2.Anna Þóra Hannesdóttir 3.Hekla María Arnardóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2014 | 10:00

GVG: Jófríður og Margeir Ingi klúbbmeistarar 2014 – Úrslit

Meistaramót Golfklúbbsins Vestarrs í Grundarfirði (GVG) fór fram dagana 9.-12. júlí 2014. Þátttakendur í ár voru 20.  Það er skemmtilegt að sjá hversu sterkir kvenkylfingar eru á Grundarfirði, en fjölmennasti flokkurinn í meistararmótinu í ár er 2. flokkur kvenna í GVG! Frábært!!! Klúbbmeistarar GVG 2014 eru Jófríður Friðgeirsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson. Sjá má fleiri myndir frá meistaramóti GVG með því að SMELLA HÉR:  Helstu úrslit í meistaramóti GVG 2014 eru eftirfarandi:  1. flokkur karla (5):  1 Margeir Ingi Rúnarsson GVG 2 F 42 41 83 11 78 78 79 83 318 30 2 Ásgeir Ragnarsson GVG 7 F 41 45 86 14 83 85 90 86 344 56 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2014 | 09:00

GÓ: Björg og Sigurbjörn klúbbmeistarar 2014

Dagana 7.-9. júlí 2014 fór fram Meistaramót Golfklúbbs Ólafsfjarðar (GÓ) á Skggjabrekkuvelli á Ólafsfirði. Þátttakendur í ár voru 18 og það sem vekur e.t.v. nokkra athygli er að fjölmennasti flokkurinn sem keppt var í var 1. flokkur kvenna, en það er fágætt hér á landi!!! Klúbbmeistarar GÓ 2014 eru Björg Traustadóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson. Helstu úrslit í meistaramóti GÓ 2014 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla (4):  1 Sigurbjörn Þorgeirsson GÓ 1 F 33 33 66 0 77 77 66 220 22 2 Bergur Rúnar Björnsson GÓ 4 F 35 39 74 8 73 78 74 225 27 3 Fylkir Þór Guðmundsson GÓ 2 F 35 37 72 6 77 82 72 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2014 | 08:00

Fjölmennið á styrktarmót Ólafs Björns á Nesvelli á morgun!

Á morgun fer fram styrktarmót Ólafs Björns Loftssonar á Nesvelli í Reykjavík. Skilaboðin frá nýkrýndum klúbbmeistara Nesklúbbsins (Ólafi Birni) eru eftirfarandi: „Á miðvikudaginn næstkomandi (16. júlí) mun ég halda styrktarmót á Nesvellinum. Ég stefni að því að taka þátt í úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaraðirnar í golfi í haust. Markmiðið er að vera í mínu allra besta formi þegar úrtökumótin hefjast og öðlast þátttökurétt meðal bestu kylfinga heims. Mótið mun hefjast klukkan 08:00 og verður ræst út til klukkan 19:30. Ekki eru bókaðir rástímar heldur er boltarennan í gildi á fyrsta teig. Leiknar verða 9 holur og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2014 | 07:00

NK: Helga Kristín og Ólafur Björn klúbbmeistarar 2. árið í röð! Úrslit

Meistaramót Nesklúbbsins fór fram dagana 6-12. júlí 2014. Þátttakendur að þessu sinni voru um 190 talsins. Ólafur Björn Loftsson og Helga Kristin Einarsdóttir eru klúbbmeistarar NK 2014. Þetta er 2. árið í röð sem bæði verða klúbbmeistarar, 2 skiptið sem Helga Kristín verður klúbbmeistari kvenna í NK, en 10. skiptið sem Ólafur Björn verður klúbbmeistari NK.  Ólafur Björn varð klúbbmeistari NK 2004-2009 að báðum árum meðtöldum og síðan 2011-2014. Helstu úrslit meistaramóts NK 2014 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla (15): 1 Ólafur Björn Loftsson NK -5 F 35 32 67 -5 74 68 70 67 279 -9 2 Guðmundur Örn Árnason NK 2 F 37 33 70 -2 75 75 73 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2014 | 01:00

Arnór Snær og Ólöf María taka þátt í The Junior Open

Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir Golfklúbbnum Hamri Dalvík taka nú þátt í Junior Open á West Lancashire golfvellinum, en mótið er haldið á vegum R&A í sömu viku og The Open. West Lancashire er rétt norðan við Royal Liverpool eða Hoylake eins og völlurinn er oftast nefndur. West Lancashire er ekki ósvipaður Hoylake og hefur völlurinn oft verið vettvangur úrtökumóta fyrir The Open og eins hefur Amateur Championship verið haldið á vellinum, en Matteo Mannasero vann einmitt Amateur Championship 2009 og á vallarmetið á vellinum, 65 högg. Í dag leika 122 kylfingar frá 73 löndum á The Junior Open og hafa aldrei fleiri þjóðir tekið þátt í þessu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 20:00

Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar hefir verið í gangi  greinarflokkur hér á  Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“  Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefir síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið. Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 17:00

Ríflega 550 kylfingar á 4 Íslandsmótum næstu 2 helgar

Ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu taka þátt í Íslandsmótum næstu tvær helgar. Það má með sanni segja að það verði fjör í íslensku golflífi næstu tvær helgar þegar ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu leika á fjórum Íslandsmótum. Keppt verður á Íslandsbankamótaröðinni þar sem sjálft Íslandsmótið í höggleik fer fram á Hellu, auk þess sem keppt verður á Áskorendamótaröð Íslandsbanka á Hellishólum. Icelandair Íslandsmót eldri kylfinga fer fram á Korpúlfsstöðum og Icelandair Íslandsmót 35 ára og eldri verður leikið í Vestmannaeyjum. Búist er við hörkuspennandi keppni á Íslandsbankamótinu – Íslandsmótinu í höggleik unglinga, sem fram fer hjá Golfklúbbi Hellu á Strandavelli um aðra helgi. Alls geta 150 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Erica Blasberg —– 14. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er kylfingurinn Erica Blasberg.  Erica var fædd í Orange, Kaliforníu, 14. júlí 1984 og hefði átt 30 ára stórafmæli í dag, en hún dó langt um aldur fram fyrir 4 árum,  9. maí 2010. Dauðsdagi hennar þótti dularfullur, m.a. vegna aðkomu heimilislæknis hennar, sem talið var að hún hefði átt í ástarsambandi við. Læknirinn hlaut m.a. dóm fyrir að fjarlægja sjálfsmorðsbréf og lyf, sem voru við lík Ericu. Við rannsókn kom í ljós að hún hringdi margoft í lækni sinn nóttina sem hún dó, en hann svaraði ekki hringingum hennar, heldur fór seint um síðir heim til hennar og fann hana að eiginn sögn látna. Úrskurðað var að hún Lesa meira