Nick Faldo segir að Tiger eigi ekki sjéns á Opna breska
Nick Faldo telur ekki miklar líkur á að Tiger Woods sigri 4. Opna breska risamótstitil sinn í þessari viku.
Tiger sneri aftur til keppni fyrir aðeins 3 vikum eftir að hafa verið 4 mánuði frá keppni eftir bakuppskurð.
Tiger hefir sigrað í 14 risamótum en Faldo „aðeins“ 6.
Faldo heldur því hins vegar fram að frá því að Tiger sneri aftur til keppni hafi hann spilað meira keppnisgolf en hann.
„Tiger hefir spilað 2 hringi og telur að hann sé tilbúinn,“ sagði Faldo. „Ég hef spilað 4 hringi og ég er aðeins í hlutastarfi kylfings í dag. En Tiger fór frá Congressional í síðasta mánuði og sagði að hann vissi í hverju hann yrði að vinna, þannig að við skulum bara sjá til“
„Hann virtist ansi ryðgaður – maður hlýtur að verða ryðgaður eftir svona langt frí. Maður verður að fara út og spila. Hann virðist ruglaður þegar hann segir að hann verði að fara í venjulega ritma sinn og spilar síðan ekkert.“
„Honum á eftir að finnast Hoylake allt öðruvísi en þegar hann vann þar 2006. Völlurinn er lengri. Hann sló aðallega með 2-járni og 4-járni og þá virkaði það vegna þess að Tiger var upp á sitt besta.“
Faldo er ekki sá eini sem dregur sigurlíkur Wood í efa, aðrir sem það gera eru Curtis Strange og Paul Azinger.
En kannski að markmið Tiger sé alls ekki að sigra í þessu Opna breska? Kannski er þetta bara partur af planinu að fá sig góðan í bakinu og reyna á sig og sjá hversu mikið það þolir í risamótsaðstæðum. Það koma önnur risamót eftir þetta … en kannski Tiger komi öllum á óvart eina ferðina enn….
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024