Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagins: Janet Coles ———- 4. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Janet Coles. Janet fæddist 4. ágúst 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Coles spilaði hér áður fyrr á LPGA og sigraði tvívegis; á Ladies Michelob, 8. maí 1983 og Natural Light Tara Classic, 30. aprí 1978. Þann 22. ágúst 2011 var Janet ráðin sem þjálfari hjá Dartmouth College. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Deedee Lasker, (spilaði hér áður fyrr á LPGA) 4. ágúst 1959 (55 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 15:00

GB: Stella Rún og Eiríkur – Jófríður og Bjarki sigruðu í Opna Borgarnesmótinu

Það voru 154 sem luku keppni í gær sunnudaginn 3. ágúst 2014, í stórglæsilegu Opnu Borgarnesmóti, á Hamarsvelli en 167 voru skráðir til leiks. Í mótinu tóku þátt 112 karl – og 42 kvenkylfingar.  Verðlaunin voru sérlega vegleg og veitt fyrir 10 efstu sætin BÆÐI í karla- og kvennaflokki auk þess sem 1 verðlaun voru veitt fyrir besta skor karl- og kvenkylfinga. Frábært!!! … og svo sannarlega til fyrirmyndar! Helstu úrslit voru eftirfarandi: Á besta skori af körlum var Puntkakeppni með fullri forgjöf. Karlaflokkur m. forgjöf: 1. 30.000 gjafabréf Örninn+Rioja 1 1/2l.+gjafakarfa JGR. 2. Hótel Hellnar gisting f. 2 m. morgunmat+ostakarfa Ostabúðin. 3. Hótel Hraunsnef gisting f. 2 með morgunmat+Gjafakarfa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 14:00

GP: Brynja og Gilbert Þór sigurvegarar í Minningarmóti Óla Magg og Felix

Laugardaginn 2. ágúst 2014 fór fram Minningarmót Óla Magg og Felix á Vesturbotnsvelli á Patreksfirði. Þátttakendur voru 21 þar af 12 karl- og 9 kvenkylfingar, sem er nánast jöfn þátttaka kynjanna í golfmóti á Íslandi, sem er stórglæsilegt!!! Sigurvegari minningarmóts Óla Magg og Felix varð Gilbert Þór Jökulsson GP, en hann var með 38 punkta. Á besta skorinu var klúbbmeistari kvenna í GP árið 2012 Brynja Haraldsdóttir, 87 höggum, en sjaldgæft er að sjá kvenkylfinga vera á besta skori í blönduðu móti!!!  Flott!!! Heildarúrslit í Minningarmóti Óla Magg og Felix voru eftirfarandi (punktar):  1 Gilbert Þór Jökulsson GP 24 F 14 24 38 38 38 2 Brynja Haraldsdóttir GP 16 F 19 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 13:00

PGA: Ogilvy sigraði í Reno

Geoff Ogilvy lauk 4 ára eyðimerkurgöngu sigurleysis á PGA Tour þegar hann sigraði í gær á Barracuda Championship í Reno. Barracuda er mót þar sem leikið er skv. Stableford punktakerfinu. Ogilvy vann á samtals 49 punktum og átti 5 punkta á þann sem varð í 2. sæti Bandaríkjamanninn Justin Hicks. Þriðja sætinu deildu John Huh og Jonathan Byrd á 37 punktum. Til þess að sjá lokastöðuna á Barracuda Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 12:00

GKB: Jenetta á besta skori í Gullmóti Hansínu Jens – Myndasería

Hið geysivinsæla kvennamót Gullmót Hansínu fór fram í Kiðjaberginu um aðra helgi þ.e. 26. júlí s.l. Þátttakendur voru 59. Að venju voru veitt verðlaun fyrir besta skor og  5 efstu sætin í punktakeppni. Á besta skorinu í Kiðaberginu varð klúbbmeistari kvenna í GKB 2014 Jenetta Bárðardóttir, á 91 höggi og í punktakeppninni sigraði heimakonanr Guðrún S Kristín Tómasdóttir, GKB,  fékk 36 punkta; reyndar eins og Ingibjörg Sandholt, GO, sem varð í 2. sæti, en Guðrún Kristín var betri á seinni 9 fékk 18 punkta þar.  Í 3. sæti í punktakeppninni varð Sólveig Pétursdóttir, GR með 34 punkta og í 4. sæti varð Guðrún Erna Guðmundsdóttir, GO, einnig með 34 punkta, Í 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 11:30

PGA: Hápunktar lokadagsins á Bridgestone – Myndskeið

Bridgestone Invitational heimsmótinu lauk í gær á Firestone golfvellinum í Ohio. Sigurvegarinn varð Rory McIlroy á 15 undir pari og í 2. sæti varð Sergio Garcia, 2 höggum á eftir Rory á samtals 13 undir pari. Til að sjá hápunkta 4. dags á Bridgestone Invitational mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 11:00

Heimslistinn: Rory aftur nr. 1!

Sigur Rory McIlroy á Bridgestone Invitational heimsmótinu hefir orðið til þess að Rory er nú á ný á toppi heimslistans, fellir Adam Scott úr efsta sætinu! Rory lauk leik á Bridgestone á samtals 15 undir pari og átti 2 högg á Sergio Garcia sem lauk keppni á samtals 13 undir pari. „Andlega er ég virkilega skarpur,“ sagði Rory við blaðamenn. „Þetta er það þægilegasta sem mér hefir nokkru sinni liðið í móti.  Þetta var bara eðlilegt (sagði hann um lokahringinn) var svona eins og 1. eða 2. hringur.  Þetta var alls ekki eins og lokahringur.  Ég fór ekki fram úr mér Ég hélt bara áfram að spila högg eftir högg eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 10:00

GA: Snorri og Kristján Benedikt sigruðu á Verslunarmannahelgarbombunni

Á laugardaginn 2. ágúst fór fram VerslunarmannahelgarBOMBAN í boði Samsung, Greifans, Vídalín veitinga og Vodafone á Jaðrinum á Akureyri. Þátttakendur voru 188. Um var að ræða Texas scramble með fjölda glæsilegra vinninga. Lokaúrslit voru eftirfarandi: 1. sæti – Alka Seltzer, (Kristján Benedikt Sveinsson og Snorri Bergþórsson) GA, 61 högg, með 31 á seinni. Sigurvegararnir hlutu Samsung Galaxy tab2 spjaldtölvu + 10 þúsund króna gjafabréf frá Greifanum, hvor fyrir 6 fugla og 12 pör! 2. sæti –ATS (Fylkir Þór Guðmundsson og Matthea Sigurðardóttir) GÓ, 61 högg, með 32 á seinni. Sigurvegararnir hlutu snjallsíma frá Vodafone + 10 þúsund króna gjafabréf frá Greifanum, hvort. 3. sæti – Þrír, (Eiður Stefánsson og Sigurður Samúelsson) GA, 63 högg. Sigurvegararnir hlutuVokey Wedge + Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 09:00

GÁS: Lilja og Valgarð Már sigruðu í Toppmótinu!

Laugardaginn 2. ágúst fór fram Toppmótið hjá Golfklúbbi Ásatúns. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með fullri forgjöf og verðlaun veitt fyrir efstu 3 sætin BÆÐI í kvenna- og karlaflokki, sem er frábært og til mikillar fyrirmyndar. Þátttakendur voru miklu færri en vera ættu á jafnglæsilegu móti sem Toppmótinu, en e.t.v. skiljanlegt þar sem stór mót fóru fram þennan Verslunarmannahelgarlaugardag um allt land. Sigurvegarar í karla og kvennaflokki í Toppmótinu eru þau Valgarð Már Jakobsson, GOB, sem var með 25 punkta og Lilja Sigfúsdóttir, GO með 24 punkta. Sjá má heildarúrslit í Toppmóti Golfklúbbs Ásatúns hér að neðan: 1 Valgarð Már Jakobsson GOB 11 F 12 13 25 25 25 2 Halldór Klemensson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 08:00

GÍ: Chatchai á besta skorinu í Mýrarboltamótinu!

Drullaðu þér Vestur er eitt af einkunarorðum þeirra Mýraboltamanna, en það eru orð að sönnu, því hver kannast ekki við tilfinninguna um að koma og fá að upplifa stemminguna í Tungudalnum, þar sem ærslafullt ungt fólk fær útrás fyrir hreyfiþörfina? Þeir sem ekki nenntu að vera drullugir uppfyrir haus, en langaði samt að vara hluti af þessari gleði, tóku þátt t í golfmóti á vegum þeirra Mýraboltamanna og GÍ. Spilað var golf í næsta nágrenni við leikvelli Mýraboltans, hægt var að upplifa stemminguna og  horfa yfir svæðið. Þátttakendur í golfmóti Mýrarboltans/N1 voru þátttakendur í  fjölmennasta Mýraboltamóti í Evrópu og þó víða væri leitað og að þessu sinni voru þeir 54 Lesa meira