Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 11:00

Heimslistinn: Rory aftur nr. 1!

Sigur Rory McIlroy á Bridgestone Invitational heimsmótinu hefir orðið til þess að Rory er nú á ný á toppi heimslistans, fellir Adam Scott úr efsta sætinu!

Rory lauk leik á Bridgestone á samtals 15 undir pari og átti 2 högg á Sergio Garcia sem lauk keppni á samtals 13 undir pari.

„Andlega er ég virkilega skarpur,“ sagði Rory við blaðamenn. „Þetta er það þægilegasta sem mér hefir nokkru sinni liðið í móti.  Þetta var bara eðlilegt (sagði hann um lokahringinn) var svona eins og 1. eða 2. hringur.  Þetta var alls ekki eins og lokahringur.  Ég fór ekki fram úr mér Ég hélt bara áfram að spila högg eftir högg eftir högg,“ sagði nr. 1 á heimslistanum.

Tiger er fallinn niður í 10. sætið, sem skrifaðst aðallega á bakmeiðsli hans.

Staða efstu 10 á heimslistanum er nú eftirfarandi:

1. Rory McIlroy, 9.41 stig

2. Adam Scott, 9.26 stig

3. Sergio Garcia, 7.78 stig

4. Henrik Stenson, 7.67 stig

5. Justin Rose, 7.46 stig

6. Matt Kuchar 6.77 stig

7. Bubba Watson, 6.67 stig

8. Jim Furyk, 6.48 stig

9. Jason Day, 6.19 stig

10. Tiger Woods, 5.91 stig

Listinn endurspeglar hversu sterkir evrópskir kylfingar eru um þessar mundir en 4 af 5 efstu kylfingum koma frá Evrópu.

Það er vonandi að niðurstaðan í Ryder bikarnum í Gleneagles í næsta mánuði endurspegli þá niðurstöðu líka!!!