GÖ: Illugi og Gunnar sigruðu á Stóra GÖ/NTC mótinu
Á laugardaginn 2. ágúst fór fram Stóra GÖ/NTC mótið. Þátttakendur voru 196 og leikinn var betri bolti. Sigurvegarar í ár urðu Illugi Örn Björnsson og Gunnar Guðmundsson en þeir spiluðu á 50 punktum! Um innanfélagsmót var að ræða. Sjá má úrslitn í Stóra GÖ/NTC mótinu hér að neðan: Illugi Örn Björnsson Gunnar Guðmundsson 50 28 20 11 Sigfús Örn Árnason Ingvar Páll Ingason 48 24 15 8 Arnar Jónsson Jörgen H Magnússon 44 26 16 8 Jóhanna Sigumdsdóttir Pétur Ingi Hilmarsson 44 21 13 5 Gísli Sigurgeirsson Axel Alfreðsson 43 24 15 7 Bergsveinn S Bergsveinsson Björg Bergsveinsdóttir 42 23 16 6 Stefán Eyjólfsson Gylfi Kristinsson 42 23 15 7 Lesa meira
PGA: Rory sigraði á Bridgestone!
Rory McIlroy er sjóðheitur þessa dagana. Ekki aðeins sigraði hann á Opna breska heldur vann hann líka Bridgestone Invitational heimsmótið í Ohio nú í kvöld. Rory lék samtals á 15 undir pari, 265 höggum (69 64 66 66) og setti þannig saman 4 glæsilega hringi undir 70. Sergio Garcia tapaði eiginlega mótinu á lokahringnum, lék á 71 höggi, sem reyndist of mikið gegn glæsiskori Rory upp á 66. Samtals var Sergio 2 höggum á eftir Rory á samtals 13 undir pari, 267 höggum (68 61 67 71). Í 3. sæti varð Marc Leishman á samtals 12 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Bridgestone heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:
GHD: Birta Dís, Marsibil, Sigurbjörn Arnar og Friðrik sigruðu í Dalvíkurskjálftanum
Í gær fór fram Dalvíkurskjálftinn á Dalvík. Það voru 92, sem luku keppni, þar af 24 kvenkylfingar. Veitt eru verðlaun í 4 flokkum Karlar 24+ og Karlar 24- ; Konur 28+ og Konur 28- Úrslit voru eftirfarandi: Konur 28+ 1 Marsibil Sigurðardóttir GHD 29 F 22 11 33 33 33 2 Sólveig Kristjánsdóttir GHD 33 F 13 9 22 22 22 3 Hlín Torfadóttir GHD 32 F 12 9 21 21 21 4 Jónasína Arnbjörnsdóttir GA 30 F 10 10 20 20 20 5 Guðrún Katrín Konráðsdóttir GHD 27 F 9 9 18 18 18 6 Anna Þórisdóttir GÓ 34 F 10 6 16 16 16 7 Sigríður Guðmundsdóttir GÓ Lesa meira
PGA: Tiger dregur sig úr Bridgestone mótinu
Tiger Woods dró sig úr Bridgestone mótinu og bar fyrir sig bakmeiðsli. Hann var aðeins búinn að spila 8 holur og af lokahringnum og spilaði skelfilega illa. Hann greip allt í einu aftan á bak sér, gretti sig og nokkrum sekúndum síðar var hann á leiðinni af velli í golfbíl. Það er líka sjokkerandi stutt síðan að Tiger gekkst undir bakuppskurð eða 31. mars s.l. og ekki einu sinni liðnir 5 mánuðir. Svona meiðsli taka sín tíma að gróa og hann fer e.t.v. allt of geyst af stað. Skor Tiger á Bridgestone mótinu á Firestone vellinum sem hann var á árum áður einráður á fór líka hríðversnandi (68 71 72), Lesa meira
Tiger hendir pappírsflugvél í Bubba – Myndskeið
Það náðist á filmu að Tiger var að stríða Bubba. Báðir lentu í smá bið á Bridgestone Invitational mótinu og notaði Tiger tímann til að brjóta saman pappírsflugvél og henti henni í átt að Bubba. Bubba virtist bregða eitt andartak en síðan fór hann að brosa og Tiger að hlæja. Best er að sjá atvikið sjálfur…. Sjá má það þegar Tiger hendir pappírsflugvél í Bubba með því að SMELLA HÉR:
GN: Arnar Freyr á besta skorinu á Neistafluginu – 66 glæsihöggum!!!
Neistaflug GN og Síldarvinnslunnar fór fram í gær. Keppt var í 4 flokkum: karla-; kvenna-; karlar 70+ og í unglingaflokki. Verðlaun voru veitt fyrir 1.-5. sæti í opnum flokki í punktum; fyrir 1. sæti í kvenna- og karlaflokki í höggleik og 1 verðlaun í unglingaflokki. Jafnframt voru veitt nándarverðlaun og dregið úr skorkortum í mótslok. Þátttakendur að þessu sinni voru 106; 19 konur og 87 karlar. Arnar Freyr var á besta skorinu í mótinu; spilaði Grænanesvöll á 66 glæsihöggum. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Opin flokkur í punktakeppni: 1 Jón Gunnarsson GKF 24 F 22 20 42 42 42 2 Viðar Örn Hafsteinsson GFH 7 F 22 19 41 41 41 Lesa meira
Geoff Ogilvy efstur á Barracuda Championship
Það eru ekki allir bestu kyfingar heims í Ohio sem stendur. Geoff Ogilvy er kominn í 3 stiga forystu eftir 3. hring Barracuda Championship, sem fram fer í Nevada. Hann var þremur stigum á eftir Nick Watney í hálfleik, en Barracuda er mót þar sem notast er við Stableford punktakerfið. „Ég spilaði bara ansi hreint vel í dag,“ sagði Ogilvy eftir hringinn í gær. „Ég náði fugli á þeim par-5 brautum, sem ég þurfti að ná fuglum á …. og þetta kerfi verðlaunar svo sannarlega þá sem fá fugl.“ Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Barracuda Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Már Garðarsson – 3. ágúst 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Már Garðarsson. Hann er fæddur 3. ágúst 1995 og er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Ragnar Már er einn af okkar bestu kylfingum, en það sést m.a. á að hann hefir sigrað tvívegis á Eimskipsmótaröðinni í ár, 2014. Eins er hann í bandaríska háskólagolfinu og leikur með golfliði McNeese. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér: Ragnar Már Garðarsson, GKG (19 ára) Aðrir frægir kylfingar eru: Omar David Uresti , 3. ágúst 1968 (46 ára); Lee Andrew Slattery, 3. ágúst 1978 (36 ára); Peter Whiteford, 3. ágúst 1980 (34 ára) …… og ……. Böddi Öder , GO (21 árs) Lesa meira
PGA: Hápunktar 3. dags á Bridgestone Inv. – Myndskeið
Hér má sjá hápunkta frá 3. degi Bridgestone Invitational á Firestone vellinum í Ohio SMELLIÐ HÉR:
GKS: Þórunn Sif sigraði á Sigló Open
Í tengslum við Síldarævintýrið á Siglufirði nú um Verslunamannahelgina fór í gær fram Sigló Open mótið. Sigurvegari varð Þórunn Sif Friðriksdóttir, Golfklúbbi Byggðarholts á Eskifirði, en hún lék Hólsvöll á Siglufirði á 35 punktum – reynar eins og sá sem varð í 2. sæti, heimamaðurinn Kári Arnar Kárason, en Þórunn Sif lék seinni 9 betur þ.e. á 20 punktummeðan Kári Arnar var á 18 punktum. Í 3. sæti á 34 puntkum varð heimamaðurinn Sævar Örn Kárason. Styrktaraðilar mótsins voru Aðalbakarí og Icelandair. Úrslit í Sigló Open voru eftirfarandi: 1 Þórunn Sif Friðriksdóttir GBE 28 F 15 20 35 35 35 2 Kári Arnar Kárason GKS 20 F 17 18 35 Lesa meira










