Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 13:00

PGA: Ogilvy sigraði í Reno

Geoff Ogilvy lauk 4 ára eyðimerkurgöngu sigurleysis á PGA Tour þegar hann sigraði í gær á Barracuda Championship í Reno.

Barracuda er mót þar sem leikið er skv. Stableford punktakerfinu.

Ogilvy vann á samtals 49 punktum og átti 5 punkta á þann sem varð í 2. sæti Bandaríkjamanninn Justin Hicks.

Þriðja sætinu deildu John Huh og Jonathan Byrd á 37 punktum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Barracuda Championship SMELLIÐ HÉR: