Poulter heimsótti Ferrari verksmiðjurnar
Ian Poulter er duglegur að tvíta s.s. allir aðdáendur kappans vita. Nú um daginn var twitter reikningur hans fullur af myndum af Ferrari bílum en Poulter gerði sér ferð í Ferrari verksmiðjurnar til þess að fá Ferrari bíl sinn lagaðan að sér. Já lagaðan að sér, sérsmíðaðan, því þar er það sem hann fær þegar hann kaupir sér enn einn Ferrari bílinn fyrir 1,35 milljónir dollara. Poulter tvítaði m.a. To say I’m excited is an understatement. Jan 13th I’m going to Maranello for my seat fitting for this Beauty LaFerrai (Lausleg þýðing: Að segja að ég sé spenntur er of vægt til orða tekið. Þann 13. janúar fer ég til Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Paola Moreno (11/45)
Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 8 var kólombíska stúlkan Paola Moreno . Paola Moreno er frá Kólombíu. Hún fæddist 22. ágúst 1985 og er því 29 ára. Paola byrjaði að spila golf 7 ára. Hún segir mömmu sína vera mesta stuðningsmann sinn og þann einstakling, sem hafi haft mest áhrif á hana. Áhugamál utan golfsins er lestur góðra bóka. Paola var í University of Southern California, spilaði með golfliði skólans. Á háskólaárum sínum var Paola PAC-10 bæði meistari í einstaklings og liðakeppni Lesa meira
PGA: Paul Casey og Webb Simpson leiða á Sony Open – Hápunktar 1. dags
Það eru Paul Casey og Webb Simpson, sem leiða á Sony Open, sem fram fer Waialea CC, í Hawaii. Báðir léku þeir Casey og Simpson á 8 undir pari, 62 höggum. Casey og Simpson fengu báðir 9 fugla og 1 skolla. Í 3. sæti eru þeir Camilo Villegas og Robert Streb á 7 undir pari, 63 höggum. Rory Sabbatini er síðan einn í 5. sæti. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Sony Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Sony Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Erlingsdóttir – 15. janúar 2015
Það er Ellý Erlingsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ellý fæddist 15. janúar 1962. Ellý er í Golfklúbbnum Keili og þar að auki mikill FH-ingur. Hún er fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ellý er gift Emil Lárus Sigurðssyni, lækni og eiga þau 3 börn: Erling Daða, Guðrúnu og Kristján Gauta Emilsbörn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ellý til hamingju með afmælið hér að neðan: Ellý Erlingsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Howard Allen, 15. janúar 1949 (66 ára); Ted N Tryba, 15. janúar 1967 (48 ára); og Will Strickler, 15. janúar 1986 (29 ára)… og…. Y.E. Yang (á kóreönsku: 양용은 ) Lesa meira
Evróputúrinn: Martin Kaymer efstur í Abu Dhabi e. 1.dag – Rickie og Rory ánægðir með 67! – Hápunktar 1. dags
Þýski kylfingurinn, Martin Kaymer, sem sigrað hefir á Abu Dhabi HSBC Championships 3 sinnum, sýndi enn og aftur að hann virðist hafa einhver undratök á golfvellinum, en hann er efstur eftir 1. dag mótsins. Hann lék golfvöll Abu Dhabi golfklúbbsins á glæsilegum 8 undir pari, 64 höggum. Kaymer fékk hvorki fleiri né færri en 10 fugla og 2 skolla. Ótrúlegt skor í Abu Dhabi, en Kaymer virðist kunna vel við sig þar! Í 2. sæti er belgíski kylfingurinn Thomas Pieters á 7 undir pari, 65 höggum og í 3. sæti eru 5 kylfingar: Branden Grace frá S-Afríku, Englendingurinn Tyrrell Hatton, Frakkarnir Alexander Levy og Grégory Bourdy og Finninn Mikko Ilonen, Lesa meira
Nýtt útlit Lydiu Ko
Ný-Sjálenski kylfingurinn Lydia Ko birti mynd af sér þar sem hún opinberar algjörlega nýtt útlit sitt. Hún er hætt að vera með tíkarspena og þykk gleraugu – er komin með linsur og er með hálfsítt hárið slegið. Lydia verður 18 ára nú í apríl n.k. og þykir með útlitsbreytingunni hafa stefnt að því að líta fullorðinslegri út. „Ef Ko er að nota þessa mynd sem yfirlýsingu þ.e. „Ég er ekki lengur krakki og er alvara með því sem ég er að gera (þ.e. spila golf meðal þeirra fullorðnu)“ – þá virkar það!If sagði fréttaritari Golf.“com Marika Washcyshyn. Ko gerðist atvinnumaður í golfi í október 2013, og lauk nýliðaári sínu á Lesa meira
GG: Halldór Einir endurkjörinn formaður og félagsgjöld lækkuð um 10.000 á aðalfundi
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fór fram 10. janúar s.l. í golfskálanum á Húsatóftum. Helstu tíðindi eru þau að Halldór Einir Smárason var endurkjörinn formaður GG. Stjórn er að mestu óbreytt en Hávarður Gunnarsson kemur inn í varastjórn í stað Jóns Guðmundssonar sem féll frá á síðasta ári. Stjórnin kynnti tillögur að félagsgjaldi fyrir starfsárið 2015. Fundurinn samþykkti með miklum meirihluta að fara þá leið að lækka almennt félagsgjald úr 59.000 kr. í 49.000 kr. Félagsgjald hjá um 80% kylfingum lækkar þar með töluvert. Gerðar verða frekari breytingar á gjaldskrá GG fyrir starfsárið 2015 og verða þær kynntar nánar á næstu dögum. Stjórn GG er einhuga í þessari aðgerð. Stefnt er að Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Mikko Korhonen (27/27)
Nú á bara eftir að kynna þann sem sigraði á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni 15.-20. nóvember 2014, en það er finnski kylfingurinn Mikko Korhonen. Korhonen er fyrsti Finninn til þess að sigra á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Mikko Korhonen er fæddur 23. júlí 1980 í Mäntsälä í Finnlandi og er því 34 ára. Hann byrjaði að spila golf 10 ára, ári eftir að pabbi hans byrjaði. Hann varð fljótt miklu betri en pabbinn. Hann spilaði í unglinga- og áhugamannsárum sínum með Mikko Ilhonen en Lesa meira
Hótel Örk hlaut tilnefningu sem besta golfhótel Evrópu á World Golf Awards
Í Viðskiptablaðinu 13. janúar 2015 mátti lesa eftirfarandi frétt: Hótelið í Hveragerði hlaut alþjóðleg verðlaun á World Golf Awards. Það var einnig tilnefnt sem besta golfhótel Evrópu. Hótel Örk í Hveragerði hlaut alþjóðleg verðlaun á World Golf Awards þar sem það var valið sigurvegari í flokknum „Besta golfhótel Íslands“ (e. Iceland’s Best Golf Hotel). Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti þetta árið en þau eru hluti af World Travel Awards sem veitt hafa verið í 21 ár. Hótel Örk hlaut einnig tilnefningu í flokknum „Besta golfhótel Evrópu“. „Við hjá Hótel Örk erum stolt af þessum verðlaunum enda höfum við í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að bjóða kylfinga velkomna Lesa meira
PGA: Kylfingum bannað að kasta hlutum til áhorfenda á 16. holu Waste Mangement Phoenix Open
Kylfingum og kylfusveinum er bannað að henda hlutum eins og t.d. golfboltum í áhorfendaskarann á 16. holu Waste Management Phoenix Open, skv. reglum sem PGA Tour birti. Mikill fjöldi áhorfenda er á Waste Management Phoenix Open, einn sá mesti á PGA Tour mótum eða um 500.000 og er bannið sett af öryggisástæðum. Alex Miceli hjá Golfweek birti neðangreinda mynd á Twitter, sem lýsir banninu: Mörgum finnst ekki undarlegt að nú að Tiger Woods skuli aftur snúa til keppni í Phoenix en hann hefir ekki keppt þar frá árinu 2001 eftir að keppandi henti appelsínu inn á flöt til hans. Finnst mörgum að bannið ætti að vera gagnkvæmt þ.e. taka ætti fram Lesa meira










