
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Mikko Korhonen (27/27)
Nú á bara eftir að kynna þann sem sigraði á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni 15.-20. nóvember 2014, en það er finnski kylfingurinn Mikko Korhonen.
Korhonen er fyrsti Finninn til þess að sigra á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar.
Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.
Mikko Korhonen er fæddur 23. júlí 1980 í Mäntsälä í Finnlandi og er því 34 ára.
Hann byrjaði að spila golf 10 ára, ári eftir að pabbi hans byrjaði. Hann varð fljótt miklu betri en pabbinn. Hann spilaði í unglinga- og áhugamannsárum sínum með Mikko Ilhonen en báðir eru þeir nú komnir á Evrópumótaröðina.
Mikko hefir þann ávana að nota alltaf græn flatarmerki þegar hann spilar.
Mikko hefir verið fastagestur í Q-school Evrópumótaraðarinnar allt frá árinu 2003. Hann gerðist atvinnumaður 2005. Mikko náði að komst inn á mótaröðina eftir Q-school 2011 þegar hann varð í 3. sæti í Q-school 2010. Hann átti í erfiðleikum og var kominn aftur á Áskorendamótaröðina 2012 þar sem hann varð í 29. sæti á peningalistanum, en komst aftur inn á Evrópumótaröðina eftir að hann tók 9. sætið í Q-school í nóvember 2012 og spilaði því á Evrópumótaröðinni 2013.
Mikko kvæntist Lauru konu sinni 2007 og á tvær dætur Elsu (2006) og Oonu (2010).
Meðal áhugamála Mikko er eldamennska og vín, tennis og íþróttir almennt, rokkmúsík og að horfa á kvikmyndir.
Mikko er sem stendur nr. 410 á heimslistanum.
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid