Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 10:15

PGA: 16 ára áhugamaður nær niðurskurði á Sony Open

Kyle Suppa, 16 ára áhugamaður frá Hawaii náði niðurskurði á Sony Open og er nú 10 höggum á eftir forystumönnunum í mótinu. Hefð er fyrir að ungir kylfingar fái að taka þátt í Sony Open; 2004 fékk Michelle Wie að spila með körlunum í PGA Tour móti á Sony Open og 2007 náði Tadd Fujikawa ágætisárangri í mótinu. Nú í ár er það Kyle Suppa.  Hann fékk keppnisrétt í úrtökumóti fyrir áhugamenn í nóvember þar sem aðalverðlaunin voru þátttaka í Sony Open. Og Suppa er búinn að standa sig vel – hann hefir átt tvo hringi undir 70 þ.e. er búinn að spila báða dagana á 69 þ.e. 1 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Alex Peters (14/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 26.-34. sætinu, allar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 08:30

PGA: 3 leiða á Sony Open e. 2. dag – Hápunktar

Það eru þeir Matt Kuchar, Webb Simpson og Justin Thomas, sem leiða eftir 2. dag Sony Open á Waialea í Hawaii. Allir hafa þeir leikið á 12 undir pari, 128 höggum; Kuchar (65 63); Simpson (62 66) og Thomas (67 61). Tim Clark og Tom Merritt deila síðan 4. sæti á samtals 10 undir pari hvor og Rory Sabbatini og Russell Knox deila 6. sæti á 9 undir pari, hvor. Paul Casey sem leiddi eftir 1. dag náði ekki að fylgja glæsihring sínum upp á 62 eftir – spilaði á 70 og er runninn niður skortöfluna í 8. sæti sem hann deilir með 5 öðrum. Camilo Villegas, er síðan einn af 6 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ásta Birna og Kristján Þór – 16. janúar 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru Ásta Birna Magnúsdóttir og Kristján Þór Gunnarsson. Ásta Birna er fædd 16. janúar 1988 og á því 27 ára afmæli í dag – Kristján Þór er fæddur 16. janúar 1958 og er því 57 ára. Ásta Birna býr í Þýskalandi sem stendur og leikur þar með Golf Club Lippstadt, en var þar áður í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Kristján Þór er í GKG. Ásta Birna er í sambandi með Markus Kröner en Kristján Þór kvæntur Guðrúnu Huldu Birgisdóttur og eiga þau 4 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Ásta Birna Magnúsdóttir (27 ára – innilega til hamingju með afmælið!!!) Kristjan Thor Gunnarsson (57 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 15:00

Evróputúrinn: Stenson náði ekki niðurskurði – Hápunktar 2. dags – Sjáið ás Rory!!!

Nú er lokið 2. keppnisdegi á Abu Dhabi HSBC Gofl Championship og ljóst hverjir komust í gegnum niðurskurð nú þegar mótið er hálfnað. Það sem vekur einna mestu athyglina er að nr. 2 á heimslistanum, Henrik Stenson, sem gengið hefir svo vel á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí komst ekki í gegnum niðurskurð í Abu Dhabi. Stenson lék samtals á sléttu pari, 144 höggum (76 68) en hefði þurft að vera á samtals skori upp á 2 undir pari til þess að komast í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Stenson var seinn í gang og það var einkum arfaslakur leikur hans á fyrri keppnisdegi upp á 4 yfir pari, 76 högg, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 14:30

Golfútbúnaður: Footjoy Hyperflex golfskórinn

FootJoy hefir nú kynnt nýja HyperFlex golf skóinn. Skv. FootJoy, veitir skórinn léttan stuðning jafnvel fyrir þá sem spila á æðsta stigi golfíþróttarinnar. „Hönnuðir okkar hafa gert rannsóknir í verk- og formfræði til þess að hanna og skapa það sem gerir HyperFlex ólíkan öðrum skóm, en þeir þættir eru grundvallaratriði í endingu hans,“ sagði Dough Robinson, varaforseti alþjóðadeildar hönnunar og þróunar hjá FootJoy. „Gætt hefir verið að sérhverju smáatriði skósins, og fer saman einstök verkmennska og nýjungargirni í því sem orðið er að ótrúlega sveigjanlegum og léttum, en þó stöðugum skóm, sem veita undirstöðu sveiflu.“ EINKENNI OG KOSTIR • FlexGrid 2.0 exoskeleton upper: Þetta er efnið sem notað er í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 12:00

Slúðursögurnar ná hápunkti þar sem Nadia Forde er í Dubai á sama tíma og Rory

Rory McIlory tekur nú þátt í Abu Dhabi HSBC Golf Championship ….. og á sama tíma er góð „vinkona“ hans og samlandi er  í Dubai. Það hefir gefið sögusögnum undir fótinn að eitthvað sé milli skötuhjúanna. Nadia Forde hefir verið boððið að koma fram í næturklúbbnum C Club sem er í eigu Grand Millenium Hotel keðjunnar þ.e. nú í kvöld föstudag og annað kvöld, laugardagskvöldið. Sagt er að Forde sé mikið að hitta vini sína í Dubaí og mörgum þykir augljóst að hún sé aðeins í Dubaí vegna Rory – hún hefir hins vegar sagt að þau séu aðeins „góðir vinir.“ Spurning hvort Rory hafi nokkurn tíma fyrir hana – Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 11:30

GM: Golfferð Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Vetrarstarf Golfklúbbs Mosfellsbæjar er komið í gang og núna bætist við glæsileg golfferð í sólina. Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir hópferð félagsmanna til Portúgals í apríl næstkomandi. Ferðin er vikuferð til Morgado sem er 36 holu golfparadís. Mikil eftirspurn hefir verið eftir miðum í ferðina. Mikið fjör og mikið gaman verður í ferðinni og nóg um að vera fyrir alla kylfinga. Gist verður á glæsilegu 4* hóteli við vellina. VITAgolf mun standa fyrir golfmótum og viðburðum. Við hvetjum áhugasama að skrá sig í ferðina sem fyrst – takmarkað framboð! Verð: 179.800 kr. á mann í tvíbýli og 189.900 kr. á mann í einbýli. Gestir úr öðrum golfklúbbum eru hjartanlega velkomnir með ef Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 11:00

GA: Opinn dagur í Golfhöllinni

Síðastliðinn laugardag, 10. janúar 2015 stóð Golfklúbbur Akureyrar (GA) fyrir opnum degi í Golfhöllinni. Tókst hann virkilega vel og fjöldi fólks sem kíkti við og prófaði frábæra inniaðstöðu GA. Golfhermarnir voru báðir opnir og sáust skemmtileg tilþrif þar. Auk þess var nýráðinn golfkennari GA, Sturla Höskuldsson á svæðinu og gaf kylfingum góð ráð. GA þakkar öllum þeim sem komu til þeirra kærlega fyrir komuna og vonast til að sjá alla aftur í Golfhöllinni.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 10:30

Evróputúrinn: Kaymer eykur forystu sína á 2. degi í Abu Dhabi

Þrefaldur sigurvegari á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, Martin Kaymer frá Þýskalandi,  jók forystu sína enn á 2. degi mótsins. Kaymer er samtals búinn að spila á 13 undir pari 131 höggi (64 67). Margir eiga eftir að ljúka leik þannig að staðan gæti enn breyst eftir því sem líður á daginn. Sá sem reynst gæti Kaymer skeinuhættur er Belginn Thomas Pieters,en hann er aðeins 2 höggum á eftir Kaymer þegar þetta er ritað (10:25) og á eftir að spila 8 holur. Til þess að fylgjast með stöðunni á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: