Pro Golf Tour: Þórður Rafn náði ekki niðurskurði í Egyptalandi
Þórður Rafn Gissurarson, GR, náði ekki í gegnum niðurskurð á Red Sea Egyptian Classic 2015, sem fram fer í Sokhna golfklúbbnum í Egyptalandi, en mótið er hluti af þýsku mótaröðinni EDP Pro Golf Tour. Þórður Rafn lék samtals á 9 yfir pari 153 höggum (76 77). Á seinni hringnum í gær fékk Þórður Rafn 1 fugl og 6 skolla. 41 kylfingur komst í gegnum niðurskurð af 87 og þurfti að vera á 5 yfir til að komast í gegn að þessu sinni og var Þórður Rafn því 4 höggum frá því að komast í gegn. Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic 2015 með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Fowler meðal efstu manna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship snemma á 1. degi
Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler er einn af 3 sem leiða á Abu Dhabi HSBC Golf Championship snemma 1. keppnisdags í Abu Dhabi golfklúbbnum í Abu Dhabi í Sameinuðu Furstadæmunum. Rickie er líkt og þeir Thomas Pieters frá Belgíu og Branden Grace frá Suður-Afríku búinn að spila á 6 undir pari og allir eiga þeir eftir 2 lokaholurnar. Fast á hæla framangreindra 3 kylfingar eru Grégory Bourdy (5 undir pari) frá Frakklandi og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, Gary Stal og Spánverjinn Alejandro Cañizarez (allir á 4 undir pari). Þetta er staðan þegar klukkan er 7:45 að staðartíma hér á Íslandi. Margir eiga eftir að fara út og því gæti staða efstu manna Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrönn Harðardóttir – 14. janúar 2015
Það er Hrönn Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún fæddist 14. janúar 1960 og er því 55 ára í dag! Hrönn er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði og frábær kylfingur í alla staði. Hrönn er forstöðuþroskaþjálfi hjá Reykjanesbæ. Hún er kvænt Sigurði Oddssyni. Komast má á facebook síðu Hrannar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér fyrir neðan Hrönn Harðardóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: John Paul Cain, 14. janúar 1936 (79 ára); CL “Gibby” Gilbert Jr., 14. janúar 1941 (74 árs); Graham Vivian Marsh 14. janúar 1944 (71 árs); Tom Sieckmann, 14. janúar 1955 (60 ára stórafmæli) Lesa meira
Martin Kaymer svartsýnn á árangur sinn í Abu Dhabi þrátt fyrir fyrri sigra þar
Martin Kaymer staðhæfir að einstæður árangur hans á Abu Dhabi HSBC Golf Championship skipti engu þegar hann hefur mótið á morgun, fimmtudaginn 15. janúar 2015. Kaymer hefir sigrað í Abu Dhabi golfklúbbnum árin 2008, 2010 og 2011, og var auk þess í 2. sæti árið 2009, en hann telur að breytingar á vellinum undanfarin ár gætu hafa minnkað sigurmöguleika hans. „Þetta er alltaf góð byrjun á keppnistímabilinu,“ sagði Kaymer. „Fyrsta mótið mitt á Evrópumótaröðinni hefir verið hér á hverju ári, átta ár aftur í tímann, ég hef spilað hér frá árinu 2007, þannig ekki alveg frá byrjun en í 9. skiptið í þetta sinn.“ „Mér hefir gengið vel hér, en golfvöllurinn hefir Lesa meira
Allar leiðir liggja til …. Augusta
Rory McIlory birti meðfylgjandi mynd af sér í gær, 13. janúar 2015 og skrifaði eftirfarandi: „Looking forward to starting my 2015 season this week at the Abu Dhabi HSBC Golf Championship!“ Lausleg þýðing: Hlakka til að hefja 2015 keppnistímabil mitt í þessari viku á Abu Dhabi HSBC Golf Championship! Þrátt fyrir ofangreindan texta segir myndin meira en 1000 orð. Greinilegt hvar hugur Rory er!!!
GS: Karen ráðin íþróttastjóri
Karen Sævarsdóttir hefur verið ráðin sem íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Karen er vel málum kunn hjá klúbbnum enda uppalin í Leirunni og þekkir vel allt starf GS. Karen er menntuð LPGA golfkennari og hefur áður þjálfað hjá GS. Auk þess keppti Karen lengi undir merkjum GS með frábærum árangri. Hún hefur varð t.a.m. átta sinnum í röð Íslandsmeistari í golfi (sjá Íslandsmeistara GS) og hefur níu sinnum orðið klúbbmeistari GS (sjá klúbbmeistara). Karen kemur til með að sinna starfi íþróttastjóra samhliða golfkennslu og annari vinnu. Stjórn GS býst við góðu samstarfi við Karen og hlakkar til komandi golftímabils. Golf 1 óskar Kareni til hamingju með nýju stöðuna!
Reed í 14. sæti heimslistans
Patrick Reed sem sigraði Jimmy Walker í bráðabana í fyrsta móti PGA Tour árið 2015, Tournament of Champions í Hawaii, fór vegna sigursins upp um 9 sæti á heimslistanum. Reed var í 23. sæti heimslistans fyrir mótið en er nú kominn í 14. sætið! Þetta er besti árangur Reed til þessa á heimslistanum. Staða allra hinna 13 efstu á heimslistanum er óbreytt. Rory McIlroy er enn í toppsætinu, Henrik Stenson í 2. sæti og síðan koma eftirfarandi kylfingar í réttri röð, 3. Adam Scott, 4. Bubba Watson, 5. Sergio Garcia, 6. Justin Rose, 7. Jim Furyk, 8. Jason Day, 9. Jordan Spieth, 10. Rickie Fowler, 11. Matt Kuchar, 12. Martin Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Linda Henriksson (13/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 26.-34. sætinu, allar Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður Rafn á 4 yfir pari e. 1. dag í Egyptalandi
Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Red Sea Egyptian Classic 2015, sem fram fer í Sokhna golfklúbbnum í Egyptalandi, en mótið er hluti af þýsku mótaröðinni Pro Golf Tour. Fyrsta hring lék Þórður Rafn á 4 yfir pari, 76 höggum; fékk 3 fugla, 5 skolla og 1 skramba. Eftir 1. dag er hann í 57. sæti af 87 keppendum mótsins. Það er skoski kylfingurinn Ross Cameron, sem leiðir eftir 1. dag á 6 undir pari, 66 höggum. Fylgjast má með Þórði Rafni í Egyptalandi með því að SMELLA HÉR:
GK: Nýtt námskeið – Golfþjálfunarleiðin – að hefjast hjá Karli Ómari
Golfþjálfunarleiðin 2015 hefst fimmtudaginn 12. febrúar í HRAUNKOTI í Hafnarfirði. Námskeiðinu lýkur 30. apríl. Hlé er gert á námskeiðinu í þrjár vikur um Páskana. Þjálfunarleiðin er alls tíu klst. + einn einkatími (25 mín) með golfkennara. Hægt er að velja um það að vera í hópi kl. 17:00, kl. 18:00, kl. 19:00 eða kl. 20:00 á fimmtudögum. Markmiðið er að aðstoða þig við að byggja upp markvissari æfingar og kennslu yfir vetrartímann og þar með búa sig betur undir golftímabilið næsta sumar. Farið er í alla helstu þætti leiksins: pútt, há og lág vipp, fleyghögg, grunnatriði í sveiflu og teighöggum í bland við kennslu, þjálfun og æfingar. Hver kylfingur fær Lesa meira









