Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 09:00

GR: Formannspistill

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur skrifar formaður GR, Björn Víglundsson, eftirfarandi pistil: „Ekki veit ég hvort félagar GR séu sammála mér en formaður hefur tekið greinlega eftir því að sól hækkar nú stöðugt á lofti. Það veit bara á eitt, það styttist í golfvertíðina. En þó snjór sé yfir öllu og grasið lítið grænt er vetrarstarf GR á fullu. Í vetur var bryddað upp á því að bjóða upp á golfkennslu fyrir félagsmenn GR í hádeginu. Hefur þetta mælst vel fyrir og seldust allir tímar upp á mettíma. Við munum halda áfram með svona nýjungar því það virðist vera næg eftirspurn.  Þau gleðitíðindi bárust okkur nú í janúar að Ólafía Þórunn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 08:20

Evróputúrinn: Westy og GMac leiða snemma dags í Malasíu

Í dag hófst samstarfsverkefni Asíutúrsins og Evróputúrsins, Maybank Malaysia Open, en mótið fer fram Kuala Lumpur G&CC. Snemma dags eru það enski kylfingurinn Lee Westwood (Westy) og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi (GMac) sem leiða); báðir búnir að spila á  6 undir pari, 66 höggum. Á hæla þeirra aðeins 1 höggi á eftir eru þeir Danny Cha og Tommy Fleetwood á 5 undir pari, 67 höggum. Enn öðru höggi á eftir eru Alejandro Cañizares frá Spáni og Anders Hansen frá Danmörku á 4 undir pari, 68 höggum – en margir eiga eftir að ljúka keppni og gæti staðan því enn breyst. Fylgjast má með stöðunni á Maybank Malaysia Open með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 08:00

GR: Margrét Geirsd. best í 3. umferð púttmóta- raðar GR-kvenna – Nanna Björg Lúðvíksd. með besta heildarskorið e. 3 umferðir

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi um 3. umferð Cross púttmótaraðar GR-kvenna:   Það var flott stemmning fyrsta þriðjudag í febrúar þegar rúmlega 120 GR konur mættu til leiks í þriðja púttkvöld Cross púttmótaraðar GR kvenna. Greinilegt að farið er að birta til í hugum kylfinga klúbbsins um leið og daginn er tekið að lengja. Frábær mæting, skemmtilegur völlur, flott skor og góður kaffisopi með hjónabandssælu gerði kvöldið ánægjulegt. Besta skorið átti Margrét Geirsdóttir sem fór völlinn á 27 höggum. Þær tróna á toppnum stöllurnar Nanna Björg og Marólína og aðeins 4 högg skilja að fyrsta og tíunda sætið og því alveg ljóst að spennan verður mikil á næstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 07:00

GA: Um klakann að Jaðri

Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar má finna eftirfarandi frétt: „Hér kemur smá pistill frá Steindóri vallarstjóra varðandi baráttuna við klakann. Janúarmánuður hefur að mestu farið í klakabræðslu þar sem klaki myndaðist í síðustu viku desembermánaðar. Ákveðið var að hefjast strax handa við að bræða loftrásir í klakann eftir að klakinn hafði verið á „seinni níu“ í um 2-3 vikur. Búið er að bræða rásir og þar af leiðandi hefur loftað um á 9 flötum og heldur sú vinna áfram. Klakinn er heldur þynnri á flötunum núna en oft áður en er jafnframt yfir öllum flötum. Klakinn virðist vera blautur neðst við svörðin og verður það að teljast jákvætt að hann sé Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2015 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jósefína Benediktsdóttir – 4. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er  Jósefína Benediktsdóttir.  Jósefína fæddist 4. febrúar 1958 og á því 57 ára stórafmæli í dag. Jósefína er í Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS) og varð m.a. ásamt eiginmanni sínum Þorsteini Jóhannssyni, klúbbmeistari GKS 2011. Jósefína Benediktsdóttir (57 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Helmut Stolzenwald  (f. 4. febrúar 1901 – d. 5. febrúar 1958) Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun GHR árið 1952 og forystumaður í klúbbnum fyrstu árin. Helmút fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands 1924 og settist þá að í Vestmannaeyjum. Sonur hans er Rúdolf Stolzenwald);  Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, 4. febrúar 1957 (58 ára); Alex Haindl, f. 4. febrúar 1983 (32 ára stórafmæli) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2015 | 15:00

Charlie Sifford látinn 92 ára

Charlie Sifford, sem var fyrsti þeldökki kylfingurinn til þess að spila á PGA Tour lést í gær, 3. febrúar 2015, 92 ára að aldri. Charles Sifford var fæddur í Charlotte, Norður-Karólínu, 2. júní 1922. Banamein hans var hjartaáfall. Forseti PGA of America, Derek Sprague kallaði Sifford „óhefðbundinn og tryggan þjón (golfíþróttarinnar).“ Ekki hefir verið gefið upp hvenær Sifford verður jarðsettur. Charles Sifford fyrsti blökkumaðurinn til að sigra golfmót á PGA – Hann varðaði veginn fyrir aðra sem fylgdu m.a. Tiger Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs.  Í Bandaríkjunum á þeim dögum sem Sifford var að alast upp var þeldökkum bannað að spila á golfvöllum hvíta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2015 | 14:00

20 milljón punda sátt náðist í máli Rory við fyrrum umboðsskrifstofu hans Horizon Sports Management

Biturt stríð Rory McIlroy við fyrrum umboðsskrifstofu sína Horizon Sports Management er nú lokið. Samið var utan réttar og greiðir Rory umboðsskrifstofunni að sögn 20 milljón punda (þ.e. 4 milljarða íslenskra króna). Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Rory og Horizon segir: „Sátt hefir náðst í lagadeilu Rory McIlory og Horizon Sports Management, þannig að báðir mega við una og óska báðir aðilar hvor öðrum góðs gengis í framtíðinni.  Aðilar munu ekki tjá sig fremur um málið.“ Þó þessi niðurstaða sé að kosta Rory, sparast að hann muni þurfa að bera vitna og getur hann því nú einbeitt sér að mótum sem framundan eru. Næsta mót Rory er eftir 3 vikur en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2015 | 12:00

„Alger smán og skömm“ segja bestu kylfingar Bretlands um að BBC missir útsendingarrétt frá Opna breska árið 2017

Frá og með 2017 verður stærsti viðburður golfsins í Evrópu, Opna breska risamótið ekki lengur til sýnis í beinni útsendingu frá BBC eftir að SKY Sports náði samninga til 5 ára um einkarétt á útsendingu við R&A. Margir af bestu kylfingum Bretlands hafa lýst yfir óánægju sinni með þetta fyrirkomulag. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Lee Westwood hefir sagt að þetta  „alger smán“ (ens.: absolute disgrace) að Opna breska njóti ekki verndarstatusar líkt og krónudjásn breska Heimveldisins.   Graeme McDowell sagði eftir að hann heyrði um ummæli Westy að hann væri algerlega sammála þeim. Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy sagði: „Ég tel bara að svona sé komið fyrir málinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og félagar luku leik í 7. sæti á TPC Sawgrass

Ragnar Már Garðarson, GKG og golflið McNeese luku leik í gær á Sea Best Invitational mótinu, sem fram fór á TPC at Sawgrass í Dye´s Valley, Flórída. Mótið fór fram dagana 2.-3. febrúar 2015 og lauk í gær. TPC Sawgrass Ragnar Már lék á samtals 234 höggum (79 74 81) og var á 4. besta heildarskori McNeese, sem hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni.  en alls tóku þátt 81 frá 15 háskólum. Til þess að sjá lokastöðuna á Sea Best Invitational  SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Ragnars Más og félaga er 20. febrúar n.k. í Houston Texas, en University og Houston er gestgjafi mótsins.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2015 | 07:00

EPD: Þórður Rafn varð í 30. sæti á Open Samanah 2015

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk keppni í 30. sæti á Open Samanah mótinu, sem fram fór í Marrakesch í Marokkó, en mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Mótið fór fram í Samanah Country Club, dagana 1.-3. febrúar og lauk því í gær. Þórður lék á samtals 5 yfir pari, 222 höggum (73 72 77) og varð T-30 í mótinu þ.e. deildi 30. sætinu með kylfingunum Finn Fleer frá Þýskalandi og Marc Dobias frá Sviss. Þátttakendur í mótinu voru 111 og komust 42 í gegnum niðurskurð. Flott hjá Þórði Rafni!!! Það var Þjóðverjinn Martin Keskari, sem sigraði á samtals 6 undir pari, 210 höggum (70 60 71). Til þess að Lesa meira