Öryggisvörður kærir Tiger
Tiger Woods á málshöfðun yfir höfði sér frá fyrrum lögreglumanni, sem segist hafa fallið á hálu gólfi í glæsihýsi Tiger í Flórída, þar sem hann vann sem öryggisvörður. John Davis, en svo heitir öryggisvörðurinn, kærði Tiger eftir að hann datt á hálu, blautu stífbónuðu marmaragólfinu á heimili Tiger í Jupiter Island árið 2010 og hlaut hnjámeiðsli af. Davis segir að hann hafi þurft að gangast undir uppskurð á hnénu og verði að leggjast aftur undir hnífinn síðar á árinu. Lögmaður Davis, Michael Feiler, sagði á flórídönsku fréttasíðunni GossipExtra.com: „Umbjóðandi minn var lífvörður Tiger á eign hans og vegna gáleysis annarra féll hann og hlaut alvarleg meiðsli.“
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Maha Haddioui (23/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 13.-34. sætinu. Næst Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Retief Goosen —– 3. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen. Goosen er fæddur 3. febrúar 1969 í Pietersburg (nú Polokwane) í Suður-Afríku og er því 46 ára í dag!!! Hann var á topp 10 á heimslistanum í alls 250 vikur á árunum 2001-2007. Helstu afrek hans eru tveir sigrar á Opna bandaríska (2001 og 2004) og eins var hann á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar 2001 og 2002. Pabbi Retief, Theo Goosen, kenndi honum golf á unga aldri, en annars hlaut Retief fremur strangt uppeldi, þar sem pabbi hans lagði mikla pressu á hann. Á afmælisdegi þessa uppáhaldskylfings margra er ekki ætlunin að gera grein fyrir öllum afrekum Retief á golfsviðinu, heldur einungis að rifja upp sögu Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már við keppni á TPC Sawgrass – McNeese í 5. sæti á Sea Best Inv. e. fyrri dag
Ragnar Már Garðarson, GKG og golflið McNeese eru svo sannarlega að standa sig vel á Sea Best Invitational mótinu, sem fram fer á þem fræga velli TPC at Sawgrass í Dye´s Valley. Mótið fer fram dagana 2.-3. febrúar 2015. Í gær voru spilaðir tveir hringir og lék Ragnar Már á samtals 153 höggum (79 74). Á seinni hring var Ragnar Már á 3. besta skorinu í liði sínu og telur skor hans því, en McNeese er jafnt UNLV í 5. sæti keppninnar eftir fyrri dag. Alls taka þátt 81 frá 15 háskólum. Til þess að sjá stöðuna á Sea Best Invitational eftir fyrri dag SMELLIÐ HÉR:
Patrick Reed bregðst við ásökunum um að hann hafi svindlað og stolið
Patrick Reed birti fréttatilkynningu á Golf Channel í gær, mánudaginn 2. febrúar 2015, eftir að bók kom út í s.l. viku, sem lýsti Reed, 24 ára, svo að hann væri keppandi sem væru öll meðul rétt svo framarlega sem hann sigraði og var auk þess ásakaður af fyrrum félögum sínum í háskólagolfinu um að hafa svindlað og stolið. Í yfirlýsingu sem umboðsfyrirtæki Reed, IMG, lét frá sér fara, sagði m.a.: „Ásakanirnar gegn mér voru alvarlegar og voru ætlaðar að eyðileggja orðspor mitt og karakter. Þessu mun ekki verða tekið af neinum léttleika. Lið mitt og fulltrúar eru að líta í alla kima þessa máls og við hlökkum til að rétta Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 3. sæti á 2015 Arizona Intercollegiate
Ragnar Már Garðarson, GKG og golflið McNeese urðu í 3. sæti á 2015 Arizona Intercollegiate, sem fram fór dagana 26.-27. janúar s.l. í Sweailo golfklúbbnum í Tucson, Arizona. Keppendur voru tæplega 90 frá 15 háskólum. Ragnar Már lék á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (72 71 77). Hann varð á 3. besta heildarskori McNeese og T-36 í einstaklingskeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á 2015 Arizona Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Þór Þórðarson – 2. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Gísli Þór Þórðarson. Gísli Þór er fæddur 2. febrúar 1993 og á hann því 22 ára afmæli í dag! Gísli Þór er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og hefir á undanförnum árum spilað á Eimskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Gísli Þór Þórðarson (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Arron Matthew Oberholser, 2. febrúar 1975 (40 ára stórafmæli!!!), Virginie Lagoutte-Clement, f. 2. febrúar 1979 (36 ára) og… Þorgeir Pálsson F. 2. febrúar 1968 (47 ára) Jenny Sigurðardóttir (54 ára) Gallerí Jenný (30 ára) Sigríður K. Andrésdóttir (48 ára) MummDesign Mumm (34 ára) Lesa meira
GK: Liðapúttmótaröð Hraunkots 2015 að hefjast – skráningarfrestur rennur út fimmtud. 5. feb.
Nú er tíminn til að skrá sig í liðapúttmótaröð Hraunkots 2015, en lokaskilafrestur til að skrá lið er 5. febrúar n.k. þ.e. á fimmtudaginn n.k. Verðlaun verða veitt fyrir efstu 4 sætin, 30% af þátttökugjöldum fara í verðlaun. Stofnuð verður facebook síða þar sem úrslit hvers leiks eru sett inn og umræður og vangaveltur skapast um leiki. Þátttökugjald er 15.000,- kr. fyrir hvert lið. Leiknar eru 36 holur í hvert sinn. 1 x betri bolti og 2 x tvímenningar. Hvert lið hefur hámark 6 keppendur. Keppt verður um helga í febrúar þ.e. 7.-8. febrúar; 14.-15. febrúar; 21.-22. febrúar og úrslit 28. febrúar – 1. mars 2015. Liðum verður skipað í Lesa meira
GM: Gunnar Árnason efstur í laugardagspúttinu
Það var góð mæting í laugardagspúttið síðasta dag janúarmánuðar, 31. janúar 2015, en 43 félagsmenn í GM mættu og púttuðu fram og tilbaka. Eins og svo oft áður var skor jafnt og stutt á milli efstu manna. Úrslit urðu annars: 1. Gunnar Árnason 24 pútt 2. Jakob Ragnarsson 26 pútt 3. Jónas H Baldursson 27 pútt (eftir bráðabana) 4. Bjarnþór Erlendsson 27 pútt (eftir bráðabana) 5-8. Sæmundur Guðmundsson 28 pútt 5-8. Kjartan Ólafsson 28 pútt 5-8. Magnús Hjartarson 28 pútt 5-8. Karl E Loftsson 28 pútt
GR: Böðvar Páls, Ingvar Andri, Patrekur Ragnars og Ragnar Baldurs efstir á Púttmótaröð barna og unglinga og … foreldra
Það var frábær mæting á annan dag Púttmótaraðar barna-og unglinga og…foreldra í GR, sunnudaginn 1. febrúar 2015. Flott skor þar sem Böðvar Páls, Ingvar Andri og Patrekur Ragnars eru á toppnum, hver í sínum aldursflokki en í foreldrahópnum leiðir Raggi Bald á besta skori dagsins, 25 höggum. Mjótt er á munum í öllum flokkum og alveg ljóst að keppnin verður hörð og spennandi. Það er alls ekki of seint að hefja leik. Fjórir bestu hringirnir telja og enn eru 6 skipti eftir og foreldrarnir með líka. Sjáumst hress næsta sunnudag! Sjá má stöðuna eftir 2 umferðir í púttmótaröð barna og unglinga í GR: Púttmótaröð barna og unglinga – foreldrar Púttmótaröð Lesa meira










