Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rún Pétursdóttir —- 5. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Rún Pétursdóttir, GR.  Rún er fædd. 5. febrúar 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag.  Rún spilaði á Unglingamótaröðunum undanfarin sumur 2011 og 2012. Rún  er  m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011, í  flokki 15-16 ára. Eins var Rún var í kvennasveit GR sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í European Ladies Club Trophy, sem fram fór á eyjunni Corfu á Grikklandi, haustið 2011. Sumarið 2012  sigraði Rún m.a. í flokki 17-18 ára í 2. móti Arion bankamótaraðarinnar á Þverárvelli. S.l. sumar var Rún m.a. kaddý vinkonu sinnar Írisar Kötlu Guðmundsdóttur GR, á Íslandsmótinu í höggleik, 25. júlí 2014 á Leirdalsvelli, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 15:00

Ótrúlegur ás hjá Richard Green

Richard Green tók þátt í Oates Vic mótinu á Ástralasíu mótaröðinni og fékk alveg hreint ótrúlegan ás. Þannig var að hann var að spila í Pro/Am hluta mótsins og var að spila par-4 15. braut Thirteenth Beach Golf Links vallarins. Boltinn fór ofan í glompu og skáskaust síðan upp á flöt og beint ofan í holu. Þetta var því bæði ás og albatross og í raun bæði heppni og grís!!! Sjá má ás/albatross Green á Oates Vic með því að SMELLLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 14:00

Golfbrelluhögg Jamie Sadlowski – Myndskeið

Jamie Sadlowski er einn högglengsti kylfingur heims. Hann hefir m.a. tvívegis sigrað á sleggjumótinu  RE/MAX World Long Drive Championships. Hér í myndskeiðinu fyrir neðan sjáum við Sadlowski: – Slá lægsta golfboltann til vinstri úr 12 bolta Callaway golfpakka 260 yard (238 metra) með 3 tré – Að slá bolta sem rís upp úr 2 lítra kókflösku (sem væntanlega hefir verið hrist). – Slá bolta 331 yarda (303 metra) á hnjánum – Slá bolta af stöng í mjaðmarhæð – Slá bolta í gegnum 3 krossviðsplötur (mismunandi að þykkt). Sadlowski er alger snillingur og ætti ekki að reyna golfbrelluhögg hans (sérstaklega þessi með krossviðinn – því líklegra en ekki er að hjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 13:12

GL fær 5 milljóna styrk frá Menntamálaráðuneytinu

Golfklúbburinn Leynir fékk fimm milljónir í styrk af safnlið Menntamálaráðuneytisins til uppbyggingar og undirbúnings fyrir Íslandsmótið í golfi, sem fram fer á Garðavelli í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem golfklúbbur fær styrk af þessum lið en m.a. fékk Akureyrarbær sjö milljónir til uppbyggingar og undirbúnins fyrir Unglingalandsmót UMFÍ í sumar og eins fékk Blöndósbær sex milljónir til uppbyggingar og undirbúnings fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Golfsambandið fagnar þessari ákvörðun að stjórnvöld styðji við uppbyggingu golfvalla og undirstriki þannig mikilvægi þeirra fyrir sveitarfélögin. Veitir voru styrkir uppá rúmar 67 milljónir af þessum lið og skiptast þeir í eftirfarandi flokka: Styrkir á sviði lista og menningar Veitt eru framlög til félaga, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 12:00

Golfútbúnaður: Nýr Titleist Pro V1 og Pro V1x

Í næstum 15 ár hafa Titleist Pro V1 og Pro V1x gert gæfumuninn fyrir kylfinga út um allan heim, hvort sem það eru áhugakylfingar eða bestu kylfingarnir í heiminum í dag. Það var í október árið 2000 sem Titleist Pro V1 var formlega kynntur þegar 47 kylfingar á PGA mótaröðinni settu boltann í notkun á Invensys Classic mótinu í Las Vegas, almennt er talið að það sé stærsta skipting á útbúnaði sem átt hefur sér stað í einu móti. “Að kynna Pro V1 til leiks árið 2000 voru tímamót þar sem að í fyrsta skipti hentaði besti boltinn okkar ekki bara bestu kylfingum heims heldur öllum kylfingum,” segir Mary Lou Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 11:53

Viðtal við Tiger fyrir Farmers Insurance Open

Í dag hefst á Torrey Pines, í La Jolla, Kaliforníu, Farmers Insurance Open og meðal keppenda er Tiger Woods. Í viðtalinu talar hann m.a. um fráfall Charlie Sifford og um versta hring á ferli sínum, sem voru 82 högg í síðasta móti, Waste Management Phoenix Open. Tiger virðist afslappaður um hvort hann nái niðurskurði eða ekki, en segir markmiðið með mótunum að vera að koma sér í form fyrir Masters risamótið í  Augusta. Hvort það tekst er skrifað í skýin, en eins og frægur maður (Albert Einstein) benti á mistekst manni ekki fyrr en maður hættir að reyna! Sjá má viðtalið við Tiger fyrir Farmers Insurance Open með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 11:30

Viðtal við Rickie Fowler fyrir Farmers Insurance mótið – Myndskeið

Rickie Fowler er einn þeirra sem þátt tekur í Farmers Insurance mótinu í La Jolla í Kaliforínu, en það er mót vikunnar á PGA Tour. Fowler hefir ekki gengið sem best undanfarið; varð m.a. í 66. sæti í Abu Dhabi, en þetta var í fyrsta sinn sem hann tók þátt í Miðausturlandasveiflu Evrópu- túrsins. Hann tók líka þátt í Waste Management Phoenix Open á PGA Tour og þar átti hann m.a. glæsilegt arnarpútt á 2. hring – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Á Phoenix Open varð Rickie T-46 og var með skor upp á 3 undir pari 281 högg (70 72 72 67). Í viðtalinu sem tekið var við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 11:00

Mickelson telur Tiger verða þann sem hlær síðast

Tiger átti versta skor sitt á ferlinum á Waste Management Phoenix Open, hræðileg 82 högg á 2. hring, hann komst ekki í gegnum niðurskurð og deildi síðasta sætinu! Það er einn sem hefir engar áhyggjur af Tiger en það er aðalkeppinautur hans til margra ára  Phil Mickelson. Hann sagði í gær að sá hlæji best sem hlær síðast og að hans mati er mun það verða Tiger. „Ég held að stutta spilið hans, sé sögulega, eitt af því besta á öllum tímum.  Ég held að golfleikur hans sé besti golfleikur allra tíma.“  (Ens: „I think that his short game, historically, is one of the best of all time. I think Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 10:20

GM: Kvennapúttmót í kvöld 5. febrúar 2015

Á facebook síðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) mátti lesa eftirfarandi frétt í dag, 5. febrúar 2015: „Við minnum allar félagskonur á púttið í kvöld. Mótið hefst kl. 20.00 og stendur fram eftir kvöldi. Um er að ræða mótaröð og verða alls 8 púttmót og munu 5 bestu mótin hjá hverri konu gilda. Mótsgjald í mótaröðina er 2.000 kr. Við hvetjum GM konur til að fjölmenna í kvöld!

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 10:00

GKG: Staðan e. 1. umf. í púttmóti barna- og unglinga

Púttmótaröð vetrarins fór af stað laugardaginn 31. janúar, en alls verða 7 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni. Alls tóku 35 krakkar þátt í mótinu og er hægt að sjá besta árangur í hverjum flokki hér fyrir neðan. Til að sjá úrslit allra keppenda smellið SMELLIÐ HÉR: Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og minnum á næsta mót sem fer fram laugardaginn  14. febrúar í Kórnum. Hægt er að pútta milli 11-13 og er þátttaka ávallt ókeypis. 12 ára og yngri stelpur (f. 2003 og yngri) 31.jan Eva María 31 12 ára og yngri strákar (f. 2003 og yngri) 31.jan Máni Freyr 30 Sindri Snær 30 13 – Lesa meira