GS: Vikar Jónasson sigurvegari á Opna Golfbúðin – lék á 3 undir pari!!!
Vikar Jónasson, í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði sigraði í gær, 3. maí 2015, á Opna Golfbúðin mótinu, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Vikar lék Hólmsvöllinn á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum, fékk 1 örn (á 14. holu), 3 fugla og 2 skolla. Mótið var með hefðbundnu keppnisfyrirkomulagi og verðlaun veitt fyrir 1. sætið í höggleik án forgjafar og fyrstu 3 sætin í punktakeppni auk verðlauna fyrir 63. sætið í punktakeppni og nándarverðlauna á öllum holum. Í punktakeppninni sigraði Vikar líka var á 42 punktum; í 2. sæti varð Dagur Þórhallsson, GKG á 40 punktum og í 3. sæti var Baldur Baldvinsson, GM á 39 punktum. Verðlaunin sérstöku Lesa meira
LPGA: Inbee Park sigraði í Texas
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park frá S-Kóreu sigraði á Volunteers of America North Texas Shootout í gær. Hún lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (69 66 69 65) og það var einkum glæsilegum lokahring hennar upp á 65 högg að þakka að hún sigraði. Í 2. sæti urðu landa og nafna Inbee; Hee Young Park og hin bandaríska Cristie Kerr, en þær voru heilum 3 höggum á eftir Inbee, þ.e. á samtals 12 undir pari, 272 höggum; Kerr (66 71 69 66). og HY Park (69 67 70 66). Fjórða sætinu deildu hin sænska María McBride og Lexi Thompson á samtals 11 undir pari, hvor. Nr. 1 Lesa meira
Tiger og Lindsey Vonn hætt saman
Lindsey Vonn og Tiger Woods hafa staðfest að þau hafi slitið sambandi sínu. Þau tilkynntu um samband sitt í mars 2013, en hafa nú ákveðið að slíta sambandi sínu, að sögn vegna annasamra vinnu þeirra beggja. Skíðadrottningin Vonn skrifaði á facebook síðu sína: „Eftir næstum 3 ár saman hafa Tiger og ég sameiginlega ákveðið að enda samband okkar. Ég mun ávallt meta minningarnar sem við eigum saman.“ „Því miður er líf okkar beggja annasamt þannig að við verðum að verja mestanpart tíma okkar í sundur. Ég mun ávallt dást að og virða Tiger. Hann og hans fallega fjölskylda mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“ Tiger skrifaði á heimasíðu Lesa meira
WGC: Rory er heimsmeistari í holukeppni!
Það var N-Írinn Rory McIlroy, sem stóð uppi sem sigurvegari á Cadillac heimsmótinu í holukeppni, sem farið hefir fram nú sl. helgi á TPC Harding í San Francisco. Hann vann nokkuð auðveldan sigur á Bandaríkjamanninum Gary Woodland og undirstrikaði nokkuð skýrt hver er nr. 1 í golfinu um þessar mundir! Leikur þeirra fór 4&2. Hér má sjá myndaseríu frá úrslitaleiknum í gær SMELLIÐ HÉR: Hér má sjá frá blaðamannafundi með Rory eftir að sigurinn var í höfn SMELLIÐ HÉR: Sjá má brot af úrslitaviðureign Rory og Gary Woodland með því að SMELLA HÉR: Þar áður var Rory búinn að vinna gamla brýnið Jim Furyk í undanúrslitum, sýndi glæsileik og átti m.a. Lesa meira
GHR: Hafdís Alda Jóhanns, Hrafnhildur Óskars og Guðmunda Olivers sigruðu á Opna Lancôme
Í dag, 3. maí 2015 fór fram hið árlega Opna Lancôme kvennamót á Strandarvelli á Hellu. Að venju var keppt í 3 forgjafarflokkum 0-14; 14,1-25 og 25,1-36. Keppnisform var punktakeppni. Þátttakendur voru alls 86; þar af 8 í 1. flokki; 37 í 2. flokki og 41 í 3. flokki. Blíðskaparveður var, sól og hiti – og mátti sjá dagsmun á Strandarvelli frá því 1. maí. Mikið fuglalíf m.a. rjúpnapar sem sást við 8. teig. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu úr mótinu með því að SMELLA HÉR: Heildverslunin Terma styrkti mótið veglega og voru vinningar að verðmæti kr. 630.000,- Úrslit úr Opna Lancôme kvennamótinu á Strönd 2015: 1.flokkur Lesa meira
Lancôme Open – 3. maí 2015 – Myndir
WGC: Úrslitarimman hafinn – Rory g. Gary Woodland – Fylgist með hér!
Nú er úrslitarimman í heimsmótinu í holukeppni í San Francisco hafin og ljóst að til úrslita keppa nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy og bandaríski kylfingurinn Gary Woodland. Fylgjast má með leiknum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: Úrslit í 8 manna úrslitunum urðu eftirfarandi: Rory McIlroy g. Paul Casey – Rory vann á 22. holu Jim Furyk g. Louis Oosthuizen – Furyk vann 4&2 Gary Woodland g. John Senden – Woodland vann 5&3 Danny Willett g. Tommy Fleetwood – Willett vann 4&3 Í 4 manna úrslitunum mættust því ofangreindir feitletraðir og fóru leikir þeirra í millum með eftirfarandi hætti: Rory g. Furyk – Rory vann 1 Up Woodland g. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Friðbjörnsson – 3. maí 2015
Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbsins Kiðjabergs er afmæliskylfingur dagsins. Jóhann er fæddur 3. maí 1959 og því 56 ára í dag. Jóhann er kvæntur Regínu Sveinsdóttur. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju má komast á Facebook síðu hans hér Jóhann Friðbjörnsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: (Robert) Bob McCallister, 3. maí 1934 (81 árs); Peter Oosterhuis, 3 maí 1948 (67 ára); Jóhanna Leópoldsdóttir, 3. maí 1956 (59 ára); Pavarisa Yoktuan, (frá Thaílandi – spilar á LPGA); 3. maí 1994 (21 árs); Freydís Eiríksdóttir, GKG, 3. maí 1998 (17 ára) ….. og …… Leikfélag Hólmavíkur (34 ára); CrossFit Hafnarfjordur (41 árs) og Steina List Golf 1 óskar Lesa meira
GHH: 1. maí mótið féll niður
Golfklúbburinn á Höfn í Hornafirði ætlaði að standa fyrir 1. maí móti, en það féll niður vegna mikils snjós sem lá yfir hinum ægifagra Silfurnesvelli (Sjá meðfylgjandi mynd). 6 kylfingar voru búnir að skrá sig í 1. maí mótið og smá sárabót e.t.v. að völlurinn er opinn í dag, sunnudaginn 3. maí 2015 og næsta mót verður strax að viku liðinni. Þeir sem ekki hafa spilað 9-holu golfvöll Hornfirðinga, Silfurnesvöll, ættu að bregða sér til Hornafjarðar í sumar; sérstaklega mælir Golf 1 með Humarhátíðarmótinu á Humarhátíðinni á Höfn, sem verður 27. júní n.k.! Ótrúlega góð humarsúpa sem boðið er upp á hjá GHH að hring loknum! Mótanefnd GHH er annars Lesa meira
LPGA: Lexi og Inbee leiða e. 3. dag
Það eru þær Lexi Thompson og Inbee Park, sem leiða eftir 3. dag Volunteers of America North Texas Shootout mótsins. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 9 undir pari, 204 höggum; Lexi (67 69 68) og Inbee (69 66 69). Í 3. sæti eru Brooke Henderson, Karrie Webb og Angela Stanford aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 8 undir pari, hver. Sjá má stöðuna í Volunteers of America North Texas Shootout mótsins með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Volunteers of America North Texas Shootout mótinu SMELLIÐ HÉR:










