Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 23:45

GHR: Mæðgin meistarar 2. árið í röð!!!

Meistaramót GHR fór fram dagana.  Þátttakendur í ár voru 26. Andri Már Óskarsson er klúbbmeistari GHR 2015 Andri Már spilaði hringina 4 á  samtals 3 yfir pari, 283 höggum (71-72-67-73).  Móðir hans, Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, varð klúbbmeistari í kvennaflokki, en hún lék Strandarvöll á samtals 357 höggum (93-92-85-87).  Þetta er 2. árið í röð, sem þau mæðgin verða klúbbmeistarar GHR!!! Heildarúrslitin eru eftirfarandi:  Meistaraflokkur karla: 1 Andri Már Óskarsson GHR 0 F 35 38 73 3 71 72 67 73 283 3 2 Óskar Pálsson GHR 4 F 42 39 81 11 76 76 80 81 313 33 1. flokkur kvenna 1 Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir GHR 13 F 44 43 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 23:30

Karlalandsliðið tapaði fyrir Noregi

Íslenska golfkarlalandsliðið í tapaði úrslitaleiknum gegn Norðmönnum, en leikið var um  sæti  í efstu deild á Evrópumeistaramóti áhugamanna. Leikið var á næstlengsta golfvelli Evrópu, golfvellinum í Póllandi. Ísland tapaði fyrir Austurríki í gær 5-2.  Þar með var leikurinn við Noreg í dag hreinn úrslitaleikur um hvort Ísland yrði eitt af 3 liðum til að spila í efstu deild að ári liðnu. Noregur sigraði Ísland 4-3 grátlega naumt. Og leikirnir voru allir svo jafnir! Andri Þór Björnsson og Kristján Þór Einarsson unnu sína viðureign gegn þeim Aksel Olsen og Petter Mikalsen á 20. holu. Rúnar Arnórsson vann Vetle Maroy 1&0 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann Kristoffer Ventura 2&1. Aðrir leikir íslenska karlalandsliðsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ísak og Ella María – 11. júlí 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru Ísak Jasonarson og Ella María Gunnarsdóttir. Ísak er fæddur 11. júlí 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Ísak er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er jafnframt í Golfklúbbi Öndverðarness. Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni. Ella María er fædd 11. júlí 1975 og á því 40 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og hefir m.a. átt sæti í kvennanefnd klúbbsins. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Ellu Maríu með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þuríður Sigmundsdóttir, GÓ (53 ára); Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (37 ára – Hann er Austurríkismaður á Evróputúrnum); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 12:00

GA: Viðar, Halla Sif og Aðalheiður Helga sigurvegarar í öldungaflokki

Keppni í öldungaflokkum Akureyrarmótsins (meistarmóts Golfklúbbs Akureyrar) er lokið og liggja úrslit fyrir. Þau eru eftirfarandi: GA Öldungar 55 og eldri 1 Viðar Þorsteinsson * GA 4 F 38 40 78 7 80 78 158 16 2 Vigfús Ingi Hauksson * GA 9 F 43 39 82 11 80 82 162 20 3 Allan Hwee Peng Yeo * GA 8 F 41 41 82 11 83 82 165 23 4 Birgir Ingvason * GA 9 F 42 40 82 11 85 85 82 252 39 5 Haraldur Júlíusson * GA 5 F 43 42 85 14 89 81 85 255 42 6 Albert Hörður Hannesson * GA 13 F 38 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 10:00

Golfmynd dagsins

Golfmynd dagsins hér á Golf 1 er af Indíönu Auði Ólafsdóttur í Meistaramótinu hjá Golfklúbbnum Hamar á Dalvík. Í dag lýkur meistaramótum hjá langflestum þeirra golfklúbba landsins, sem halda þau. Verður því mikið um hátíðahöld í golfklúbbum víða um landið í kvöld, nú á hápunktinum, miðju íslenska golfsumarsins. Golf 1 óskar öllum gleði og ánægju hvar á landinu í meistaramótum sem kylfingar annars eru og velfarnaðar. Megi allir ná markmiðum sínum!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 01:00

PGA: Spieth á 64 á John Deere – Thomas enn efstur e. 2. dag

Jordan Spieth lék á 64 höggum og er búinn að koma sér úr 101. sætinu, sem hann var í eftir 1. daginn í 16. sætið. Ótrúlegt!!! Hann fór upp um 85 högg.  Samtals er Spieth á 7 undir pari, 135 höggum (71 64). Í efsta sæti í hálfleik er hins vegar enn sem fyrr Justin Thomas á samtals 12 undir pari (63 67) … en nú munar aðeins 5 höggum á honum og Spieth! Sjá má stöðuna eftir 2. dag á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 2. dags á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 00:30

LPGA: Yang m/forystu í hálfleik US Women´s Open

Það er Amy Yang, sem er með 3 högga forystu á næsta keppanda eftir 1. keppnisdag Opna bandaríska kvenrisamótsins, US Women´s Open. Yang, sem er frá Suður-Kóreu er samtals búin að spila á 7 undir pari, 133 höggum (67 66). Öðru sætinu deila þær Stacy Lewis og japanski kylfingurinn Shiho Oyama, báðar á samtals 4 undir pari, hvor. Í 4. sæti er síðan fremur óþekktur bandarískur kylfingur Marina Alex á samtals 3 undir pari (66 71). Til þess að sjá stöðuna á US Women´s Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 00:01

Evróputúrinn: Brooks í forystu í hálfleik – GMac og Rose T-2!

Enski kylfingurinn Daníel Brooks er í forystu í hálfleik á Opna skoska. Brooks hefir samtals leikið á 11 undir pari, 129 höggum (64 65). Brooks er ekki kunnasti kylfingurinn á Evróputúrnum – Hér má sjá kynningu Golf 1 á honum SMELLIÐ HÉR:  Í 2. sæti 3 höggum á eftir sem sé á samtals 8 undir pari er Graeme McDowell ásamt 5 öðrum kylfingum þ.á.m. þeim sem á titil að verja Justin Rose.  Hinir eru: Matthew Nixon frá Englandi; Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer; Írinn Shane Lowry og sænski kylfingurinn Johan Carlsson. Sjá má hápunkta 2. dags á Opna skoska með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Guðmundur Gísli, Guðjón og Kara Lind – 10. júlí 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Guðmundur Gísli Geirdal, Guðjón Petersen og Kara Lind Ágústsdóttir.  Guðmundur Gísli er fæddur 10. júlí 1965 og á því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbnum Oddi (GO). Guðjón er fæddur 10. júlí 1990 og er því 25 ára. Kara Lind er hins vegar fædd 10. júlí 1995 og á því 20 ára afmæli. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 – d. 4. september 2004; Bergthora Margret Johannsdottir, 10. júlí 1956  (59 ára); Scott Michael McCarron, 10. júlí 1965 (50 ára stórafmæli!!!);  Helga Þóra Þórarinsdóttir, 10. júlí 1967 (48 ára); Margeir Ingi Rúnarsson, GMS 10. júlí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2015 | 13:44

Stelpurnar okkar unnu Luxembourg

Stelpurnar okkar burstuðu lúxembourgíska kvennalandsliðið í morgun með 4-1 sigri. Guðnadættur (Heiða & Karen) sigruðu fjórmenningsleikinn á móti þeim Anne-Marie Putz og Tessie Lessure 8&6. Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann sína viðureign gegn Kim Jakobs 5&4. Síðan flengdu Ragnhildur Kristinsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir sína andstæðinga 7&6. Aðeins Sunna átti í vandræðum með andstæðing sinn Anne Schwartz og tapaði viðureign sinni 3&1. Stórglæsilegt þetta hjá stelpunum okkar!!! Sjá má stöðuna í holukeppninni í Evrópumeistarakeppni kven áhugamanns landsliða með því að SMELLA HÉR: