GÞH: Sigurpáll Geir og Guðríður klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbsins Þverá á Hellishólum fór fram 3.-4. júlí s.l. Þátttakendur að þessu sinni voru 21. Spilaðir voru 2 hringir. Klúbbmeistarar Hellishóla 2015 urðu Sigurpáll Geir Sveinsson og Guðríður Jónsdóttir. Sigurpáll Geir lék hringina 2 á 1 yfir pari, 143 höggum (70 73) en Guðríður á 69 yfir pari 211 höggum (109 102). Næstir í karlaflokki á eftir Sigurpáli urðu þeir Ívar Harðarson og Baldur Baldursson, báðir á samtals 27 yfir pari, 169 höggum. Heildarúrslit í karla- og kvennaflokki urðu eftirfarandi: Karlaflokkur: 1 Sigurpáll Geir Sveinsson GM -2 F 36 37 73 2 70 73 143 1 2 Ívar Harðarson GÞH 5 F 42 38 80 9 89 80 169 27 3 Lesa meira
GÞ: Íslandsmót 35+ haldið 16.-18. júlí n.k.
Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri fer fram á Þorlákshafnarvelli dagana 16.-18. júlí. Keppt er í mismunandi forgjafarflokkum og hefur mótið notið vinsælda undanfarin ár. Mótið hefur ávallt verið í hópi allra skemmtilegustu golfmóta landsins og er þetta kjörið tækifæri til þess að leika keppnisgolf á góðum velli í góðum félagsskap. · Þorlákshafnarvöllur er í mjög góðu ástandi · Næringaríkur nestispakki alla daga. · Lokahóf með veislumat og verðlaunaafhendingu. · Mjög góð verðlaun í öllum flokkum. · Æfingahringur innifalinn í mótsgjaldi. · Frítt í sundlaug Þorlákshafnar. · Frítt á tjaldsvæði bæjarins. · Mótsgjald 13 þúsund krónur. · Nánari upplýsingar og skráning á golf.is en komast má á golf.is með því Lesa meira
Evróputúrinn: Thorbjörn Olesen efstur á Opna skoska e. 1. dag
Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er efstur á Opna skoska, þ.e. Aberdeen Asset Management Scottish Open. Olesen lék 1. hring á 7 undir pari 63 högg. Hann fékk 7 fugla og skilaði skollalausu korti. Sjá má hápunkta 1. dags á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR:
PGA: Thomas og Thompson leiða e. 1. dag
Það eru bandarísku kylfingarnir Nicholas Thomas og Justin Thomas sem leiða e. 1. dag John Deere Classic. Þeir léku báðir á 8 undir pari, 63 höggum. Jordan Spieth lék á sléttu pari 71 höggi og er T-101. Til þess að sjá stöðuna á Greenbriar Classic e. 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Guðrún Brá með eina sigur Íslands g. Wales
Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 19. sæti í höggleikskeppninni á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Danmörku. Ísland leikur í C-riðli í framhaldinu á mótinu en þjóðunum var skipt upp í þrjá riðla eftir höggleikskeppnina, A (8 þjóðir, B (8 þjóðir) og C (5 þjóðir). Fimm bestu skorin af alls sex í hverri umferð töldu í höggleikskeppninni: Staðan: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, 72-76 Sunna Víðisdóttir, 70-72 Heiða Guðnadóttir 93-86 Anna Sólveig Snorradóttir 79-81 Ragnhildur Kristinsdóttir 82-78 Karen Guðnadóttir 80-80 Sunna Víðisdóttir endaði í 13. sæti í höggleikskeppninni. Ísland mætti Wales í dag í holukeppninni en Slóvakía og Lúxemborg eru einnig í C-riðli. Skemmst er frá því að segja að íslenska Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Danny Lee? (4/4)
Hér fer svo lokagreinin í þessari 4 greina greinaröð um nýsjálenska kylfinginn Danny Lee. 2012 Lee spilaði þetta árið bæði á PGA Tour og Evróputúrnum með kort og þar með fullan keppnisrétt á báðum mótaröðum. Hann sagði að sig langaði til að spila á báðum mótaröðum en hann myndi aðallega einbeita sér að PGA Tour. Hann náði aðeins 13 sinnum í gegnum niðurskurð á PGA Tour í þeim 26 mótum sem hann tók þátt í og tapaði kortinu sínu. Hann spilaði ekki á Evróputúrnum. Eftir að hafa gengið vel á Nationwide Tour árinu áður sagði Lee að hann ætlaði að fá Graeme Courts, sem lengi var kylfuberi Loren Roberts til Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Aðalsteinn Leifsson – 9. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Aðalsteinn Leifsson. Aðalsteinn er fæddur 9. júlí 1998 og er því 17 ára í dag. Aðalsteinn er í Golfklúbbi Akureyrar og tók m.a. þátt í Áskorendamótaröð Íslandsbanka 6. júlí s.l. á Selfossi. Aðalsteinn Leifsson (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Scott Verplank, 9. júlí 1964 (51 árs); Heiðrún Jónsdóttir, 9. júlí 1969 (46 ára); Hafliði Kristjánsson, 9. júlí 1970 (45 ára); Kristinn Þór Guðmundsson, 9. júlí 1972 (43 ára); Richard Finch, 9. júlí 1977 (38 ára); Asinn Sportbar (38 ára); Dagbjört Rós Hermundsdóttir, 9. júlí 1979 (36 ára) …. og ….. Bjarni Freyr Valgeirsson, GR, 9. júlí 2001 (14 ára). Golf 1 Lesa meira
GGL: Anton Helgi, Anna Ragnheiður og Ásgeir Óli sigruðu í Klofningsmótinu
Klofningsmótið fór fram á Meðaldalsvelli á Þingeyri, 4. júlí s.l. þeim velli á landinu sem er með eina fallegustu par-3 holuna! Klofningsmótið er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni á Vestfjörðum og er reyndar eina mótið á mótaskrá Golfklúbbsins Glámu á Þingeyri (GGL) í ár, 2015. Þannig heldur GGL ekkert meistaramót í ár og er það miður. Þátttakendur í Klofningsmótinu í ár voru 55 – þar af 12 kvenkylfingar. Félagar í Golfklúbbi Ísafjarðar voru sigursælir en þeir unnu í öllum 3 flokkunum þ.e. Anton Helgi í karlaflokki; Anna Ragnheiður í kvennaflokki og Ásgeir Óli í unglingaflokki. Helstu úrslit á Klofningsmótinu á Þingeyri voru eftirfarandi: Karlaflokkur 1 Anton Helgi Guðjónsson GÍ 0 F 37 37 Lesa meira
Day með á Opna breska þrátt f. vírus
Ástralski kylfingurinn Jason Day, sem er nr. 8 á heimslistanum hefir greinst með vírus við innra eyra. Hann ætlar sér samt að vera með á Opna breska risamótinu, sem hefst í næstu viku. Day, dró sig úr the Byron Nelson Championship og síðan leið yfir hann á U.S. Open eins og mörgum er enn í fersku minni, en það stafar m.a. af vírusnum. Hinn 27 ára Day er á lyfjum og sagði að hann væri til í slaginn. Day fór nú nýlega til læknisins Dr. John Oas, en hann er taugasérfræðingur og sérfræðingur í yfirliðstilvikum (ens. vertigo) við Ohio State. Eftir blóðrannsókn á Day og tvær svefnrannsóknir greindi Oas, Day með sýkingu í hægra Lesa meira
Scott Stallings í banni e. fall á lyfjaprófi
Þrefaldur sigurvegari á PGA Tour Scott Stallings mun missa af afgangnum af 2014-15 keppnistímabili PGA Tour, þar sem hann hefir verið settur í 3 mánaða bann eftir að hafa sjálfur gefið sig fram og sagst hafa notað lyf á bannlista PGA Tour sem jafngildir því að falla á lyfjaprófi. Stallings gaf sig sem segir sjálfur fram og sagðist hafa verið að taka efni sem nefnist DHEA, sem er svipað sterum sem auka testosterone framleiðslu en sagðist í fyrstu ekki hafa áttað sig á að notkun þess væri bönnuð á PGA Tour. „Hvort sem ásetningur minn stóð til notkunarinnar eða ekki þá tók ég efni sem er bannað. Ég bað um refsinguna sjálfur, það Lesa meira










