Afmæliskylfingur dagsins: Tristan Arnar Beck – 12. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Tristan Arnar Beck. Tristan Arnar er fæddur 12. júlí 2002 og á því 13 ára afmæli í dag. Hann tók þátt í móti Áskorendamóti Íslandsbanka þann 6. júní s.l. á Selfossi. Aðrir frægir kylfingar eru m.a. : Paul Runyan, f. 12. júlí 1908- d. 17. mars 2002; Heimilisiðnaðarfélag Íslands Heimilisiðnaðarskólinn (102 ára); Austfirskir Sjómenn 12. júlí 1965 (50 ára); Robert Allenby 12. júlí 1971 (44 ára); Sumartónleikar Í Skálholtskirkju 12. júlí 1975 (40 ára)Alexander Norén, 12. júlí 1982 (33 ára); Sophie Giquel-Bettan, 12. júlí 1982 (33 ára); Isabella Ramsay (sænsk) 12. júlí 1987 (28 ára); Inbee Park, 12. júlí 1988 (27 ára) …… og ……. Kristín Gunnbjörnsdóttir; Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og Lesa meira
Amy Yang enn í forystu f. lokahring US Women´s Open
Amy Yang frá Suður-Kóreu er enn í forystu á Opna bandaríska kvenrisamótinu, US Women´s Opnen. Yang er samtals búin að spila á 8 undir pari, 202 höggum (67 66 69). Hún hefir 3 högga forystu á fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis sem búin er að spila samtals á 5 undir pari. Í 3. sæti er landa Yang, In Gee Chun á samtals 4 undir pari og í 4. sæti er japönsk stúlka Shio Oyama á samtals 3 undir pari. Sjá má stöðuna á US Women´s Open með því að SMELLA HÉR:
GO: Andrea og Rögnvaldur klúbbmeistarar 2015
Golfkennararnir Andrea Ásgrímsdóttir og Rögnvaldur Magnússon endurtóku leikinn frá 2013 og urðu klúbbmeistar GO, nú 2015. Sigurskor Rögnvaldar var 11 yfir pari, 295 högg (74 73 78 70) en sigurskor Andreu 39 yfir pari, 323 högg (88 79 80 76) Innilega til hamingju! Golf 1 verður með nánari fréttir af meistaramóti GO síðar.
NK: Ólafur Björn klúbbmeistari 2015
Ólafur Björn Loftsson er eins og mörg undanfarin ár klúbbmeistari Nesklúbbsins. Hann lék Nesvöll á glæsiskori samtals 14 undir pari, 274 höggum (72 68 66 68). Klúbbmeistari kvenna er Helga Kristín Einarsdóttir á samtals 16 yfir pari. Nú í ár tók Ólafur Björn jafnframt þátt í tveimur meistaramótum og hafnaði í 2. sæti á meistaramóti GKG. Oddur Óli varð í 2. sæti í meistaramótinu í karlaflokki. Frekari fréttir af meistaramóti NK koma hér á Golf1 síðar.
GR: Ragnhildur og Stefán Már klúbbmeistarar 2015
Meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur 2015 lauk í gær, 11. júlí 2015. Alls tóku 540 félagsmenn þátt í mótinu þetta árið og er þetta langstærsta og fjölmennasta meistaramót landsins. Meistaramótið hófst sunnudaginn 5. júlí. Hjá þeim flokkum sem spiluðu þrjá daga var veðrið með því besta sem gerist á sumrin, sól og hiti. Hið sama verður sagt um verðrið fyrir þá flokka sem hófu leik miðvikudaginn 8. júlí. Mikil barátta var í öllum flokkum og mikil spenna á lokadeginum. Klúbbmeistarar GR 2015 eru þau Stefán Már Stefánsson og Ragnhildur Sigurðardóttir. Stefán Már var að vinna sinn þriðja titil sem klúbbmeistari GR (2004, 2009 og 2015) en Ragnhildur hefir orðið klúbbmeistari alls 19 Lesa meira
PGA: Spieth leiðir á John Deere – á besta skori ferils síns á 3. degi – 61 glæsihöggi!!!
Jordan Spieth leiðir á John Deere Classic mótinu eftir stórglæsilegan 3. hring upp á 61 högg. Samtals er Spieth búinn að spila á 17 undir pari, 196 höggum (71 64 61). Því má ekki gleyma að ekkert leit of vel út í byrjun fyrir Spieth sem var í 101. sæti eftir 1. dag og hefir því unnið sig upp um 100 sæti í það 1. sem hann er í fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í kvöld. Skorið á 3. hring í gær upp á 10 undir pari, 61 högg er besta skor á ferli Spieth til þessa. Sigurvegari síðustu viku Danny Lee frá Nýja-Sjálandi, er í 2. sæti, átti ekki Lesa meira
GKB: Brynhildur og Hjalti klúbbmeistarar 2015
Brynhildur Sigursteinsdóttir varð klúbbmeistari GKB annað árið í röð, en keppni lauk á Kiðjabergsvelli í gær, 11. júlí 2015 en meistaramót GKB stóð dagana 8.-11. júlí 2015. Þátttakendur í ár voru 74. Hjalti Atlason sigraði í karlaflokki, var fjórum höggum á undan meistaranum frá síðasta ári, Rúnari Óla Einarssyni og Birni Þór Hilmarssyni. Rúnar og Björn fóru í bráðabana um annað sætið og vann Björn á fyrstu holu í bráðabana og hreppti því annað sætið. Brynhildur var með forystu í kvennaflokki frá fyrsta hring og sýndi mikið öryggi í leik sínum og vann með 12 högga mun. Grétar Viðar Grétarsson sigraði í forgjafarflokki karla (7,6-14,4). Gunnar Þorláksson, sem var með Lesa meira
GHD: Arnór Snær og Ólöf María klúbbmeistarar 2015
Meistaramót GHD fór fram dagana 6.-11. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 33. Klúbbmeistarar GHD 2015 eru Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir. Arnór Snær lék á samtals 9 yfir pari, 289 höggum (73 70 74 72). Sigurskor Ólafar Maríu var 27 yfir pari, 307 höggum (78 70 81 78). Sjá má heildarúrslitin í meistaramóti GHD hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Arnór Snær Guðmundsson GHD -2 F 35 37 72 2 73 70 74 72 289 9 2 Andri Geir Viðarsson GHD 4 F 41 38 79 9 84 77 84 79 324 44 3 Sigurður Jörgen Óskarsson GHD 10 F 40 37 77 7 83 83 83 Lesa meira
GK: Benedikt og Tinna klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Keilis fór fram dagana 5.-11. júlí 2015. Klúbbmeistarar Keilis eru Benedikt Sveinsson og Tinna Jóhannsdóttir, en þetta er 2. árið í röð sem Tinna verður klúbmeistari. Sigurskor Benedikts var samtals slétt par pari, 284 högg (67 76 75 66) og fór Benedikt m.a. holu í höggi. Tinna lék á samtals 5 yfir pari, 289 höggum ( 71 76 73 69). Þátttakendur í meistaramóti Keilis í ár voru 321. Heildarúrslit í meistaramóti Keilis urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla 1 Benedikt Sveinsson GK 2 F 33 33 66 -5 67 76 75 66 284 0 2 Sigurþór Jónsson GK 2 F 35 34 69 -2 72 72 72 69 285 1 3 Lesa meira
GOS: Ástmundur fékk ás!
Ástmundur Sigmarsson fór holu í höggi á 3. hring í Meistaramóti GOS. Ásinn kom á 4. holu Svarfhólsvallar, sem er par-3 153 m af gulum teigum, en þetta var á seinni 9 hjá Ástmundi þannig að í raun kom ásinn á 13. holu. Golf 1 óskar Ástmundi til hamingju með draumahöggið!










