Allenby rak kaddýinn sinn á miðjum hring
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby virðist ætla að eiga ár að endemum. Í byrjun árs vakti Allenby athygli á sér eftir að hann var að eiginn sögn fyrir árás, mannráni auk þess sem öllu verðmætu var stolið af honum og hann barinn. Síðar komu í ljós ýmsir hnökrar í frásögn Allenby og hefir í raun aldrei neitt komið út úr málinu annað en að hann var skrámaður í andliti og maður var handtekinn fyrir að nota kreditkort Allenby og taka út af þeim stórar fjárhæðir. Nú á móti vikunnar á PGA mótaröðinni, RBC Canadian Open, rak hann kaddýinn sinn í miðjum 1. hring. Það hófst á því að Allenby var að slá Lesa meira
PGA: Grillo leiðir e. 1. dag
Það er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo sem leiðir eftir 1. hring RBC Canadian Open, sem fram fer í Ontario, Kanada. Grillo lék á 8 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti eru bandarísku kylfingarnir Brian Harman og Vaughn Taylor; en báðir léku á 65 höggum. Fjórir kylfingar deila 3. sætinu: bandarísku kylfingarnir Erik Compton og Steve Wheatcroft, Tyrone van Aswegen frá Suður-Afríku og Ástralinn Ryan Ruffels. Til þess að sjá stöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Havret efstur e. 1. dag í Sviss
Frakkinn Grégory Havret átti glæsihring upp á 7 undir pari, 63 högg á 1. degi Omega European Masters, sem hófst í Crans-sur-Sierre í Sviss í gær. Hann er efstur eftir 1. keppnisdag. Gaman að sjá Havret aftur ofarlega á skortöflu en lítið hefir borið á Havret frá því að hann náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu á Opna bandaríska 2010. Í 2. sæti er Daninn Lasse Jensen á 6 undir pari, 64 höggum. Þriðja sætinu deila hvorki fleiri né færri kylfingar en 12, sem allir léku á 5 undir pari, 70 höggum, m.a. Englendingurinn Danny Willett, sem gekk svo vel á Opna breska í síðustu viku. Sjá má hápunkta 1. Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Signý og Sunna efstar í kvennaflokki e. 1. dag
Signý Arnórsdóttir, GK og Sunna Víðisdóttir, GR eru efstar og jafnar eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik, þ.e. 5. mót Eimskipsmótaraðarinnar, sem hófst í dag á Garðavelli á Akranesi. Signý lék á 1 undir pari, 71 höggi – spilaði jafnt og gott golf og fékk 1 fugl á par-3 18. holuna. Sunna lék einnig á 1 undir pari, 71 höggi en fékk 3 fugla og 2 skolla á 1. hring. Í 3. sæti er heimakonan Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, 2 höggum á eftir forystukonunum, lék Garðavöll á 1 yfir pari. Í 4. sæti er síðan sú sem á titil að verja Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún lék fyrsta hring á Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Þórður Rafn efstur e. 1. dag í karlaflokki
Íslandsmótið í höggleik þ.e. 5. mótið á Eimskipsmótaröðinni hófst á Garðavelli á Akranesi í dag, 23. júlí 2015. Eftir 1. dag er Þórður Rafn Gissurarson, GR efstur á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum. Á hringnum fékk Þórður Rafn 7 fugla og 2 skolla. Í 2. sæti á ekki síðri flottum 3 undir pari, 69 höggum, er Íslandsmeistarinn í holukeppni Axel Bóasson, GK. Í 3. sæti er síðan Ragnar Már Garðarsson, GKG á 2 undir pari, 70 höggum. Tveir deila 4. sæti þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Andri Már Óskarsson, GHR en báðir léku á 1 undir pari, 71 höggi. Ofangreindir 5 kylfingar eru þeir einu sem léku 1. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Mikko Korhonen – 23. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er finnski kylfingurinn Mikko Korhonen. Mikko er fæddur 23. júlí 1980 og er því 35 ára í dag. Mikko varð m.a. nr. 1 í Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfvellinum 2014 og var fyrsti finnski kylfingurinn til þess að ná þeim árangri. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Korhonen með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (57 ára); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (43 ára); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (42 ára); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (34 ára); Kiradech Aphibarnrat, 23. júlí 1989 (26 ára); Harris English, 23. júlí 1989 (26 ára) Lesa meira
Watson: „Það er auðveld leið til fyrir Tiger“
Tom Watson trúir því að Tiger Woods geti snúið aftur til fyrri hæða frægðar sinnar ef hann þróar „sveiflu, sem hann getur treyst.“ Tiger, sem verður 40 ára í desember hefir ekki sigrað á móti síðan í ágúst 2013 og komst í 3. sinn ekki í gegnum Opna breska. En Watson, 65 ára vísar bara til sinna eigin vandræða, sem hann átti í milli 1988 og 1995 og segir að Tiger geti lært af því. „Það er auðveld leið tilbaka fyrir Tiger“ sagði Watson í aðdraganda Senior Open Championship í Sunningdale. „Hann verður að þróa sveiflu sem hann getur treyst það er aðalatriðið.“ „Ég tala af reynslu,“ bætti Watson við. „Ég var Lesa meira
GÖ: Björn Andri og Ásgerður klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness fór fram dagana 9.-11. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 85 talsins. Klúbbmeistarar GÖ 2015 eru Björn Andri Bergsson og Ásgerður Sverrisdóttir. Sjá má heildarúrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Björn Andri Bergsson GÖ 6 F 38 32 70 -1 73 79 70 222 9 2 Þórir Baldvin Björgvinsson GÖ 1 F 37 41 78 7 72 76 78 226 13 Meistaraflokkur kvenna: 1 Ásgerður Sverrisdóttir GR 4 F 40 36 76 5 79 75 76 230 17 2 Kristín Guðmundsdóttir GÖ 12 F 44 45 89 18 88 93 89 270 57 Karlar 55+ (0-36) 1 Þorsteinn Þorsteinsson GÖ 4 F 38 Lesa meira
GKG: Formaðurinn fékk ás!
Guðmundur Oddsson formaður GKG gerði sér lítið fyrir nú á dögunum og sló draumahöggið þegar hann fór fjórðu brautina í Leirdalnum á holu í höggi. Fyrr um daginn hafði hann dregið fram golfbolta og derhúfu sem hann fékk í gjöf frá afabarni sínu og nafna. Bæði boltinn og húfan eru kyrfilega merkt liði þeirra í enska boltanum. Óneitanlega kryddar sú staðreynd viðburðinn og blasti Chelsea merkið við formanninum þegar hann teigði sig eftir boltanum. Golf 1 óskar við Guðmundi innilega til hamingju með draumahöggið!
Afmæliskylfingur dagsins: Þór Einarsson ——- 22. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Þór Einarsson. Þór er fæddur 22. júlí 2000 og er því 15 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan: Þór Einarsson (15 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Berning, 22. júlí 1941 (74 ára); Valur Valdimarsson, 22. júlí 1950 (65 ára); Carl Suneson, 22. júlí 1967 (48 ára); Rassar Í Sveit, 22. júlí 1967 (48 ára); Kristofer Helgason 22. júlí 1970 (45 ára); Kríla-peysur Fríðudóttir, 22. júlí 1973 (42 ára) Brendon Todd, 22. júlí 1985 (30 ára stórafmæli!!!)…… og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira










