Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2015 | 12:00

Kaddý Allenby neitar því að brottrekstur hans hafi átt sér stað eins og Allenby sagði frá

Í gær greindi Golf 1 frá því að ástralski kylfingurinn Robert Allenby, sem er orðinn þekktur að endemum, hafi rekið kaddý sinn í miðjum hring. Kaddý Allenby, Mike Middlemo neitar því hins vegar að atburðarrásin hafi verið eins og Allenby greindi frá. Sjá má hlið kaddýsins Middlemo með því að SMELLA HÉR:  Meðal þess sem Middlemo segir er eftirfarandi: „Ég bara óska mér að þetta hefði aldrei farið svona langt. En hann notar bara fjölmiðlana aftur til þess að láta sjálfan sig líta út eins og fórnarlamb.“

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2015 | 10:00

PGA: Campbell leiðir e. 2. dag í Kanada

Það er Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell sem leiðir á RBC Canadian Open á samtals 14 undir pari. Í 2. sæti er Brian Harman aðeins 1 höggi á eftir. Kanadamaðurinn David Hearn og Johnson Wagner frá Bandaríkjunum deila síðan 3. sæti. Til þess að sjá stöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: Willett efstur í Sviss

Það er Englendingurinn Danny Willett, sem er í efsta sæti í hálfleik á Omega European Masters í Crans-sur-Sierre, í Sviss. Hann er búinn að spila á 13 undir pari, 127 höggum (65 62). Aðeins 1 höggi á eftir Willett eru YE Yang frá Suður-Kóreu og Seukhuyn Baek frá Tapei, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á 12 undir pari, hvor. Í 4. sæti er síðan Marcus Kinhult frá Svíþjóð á 9 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 22:00

Steinn Auðunn sigraði í Læknagolfi

Steinn Auðunn Jónsson, læknir sigraði í Læknagolfi, móti sem fram fór á Brautarholtsvelli, miðvikudaginn 22. júlí s.l. Þátttakendur voru 22 læknar og þar af aðeins 1 kvenkylfingur, Alma Eir Svavarsdóttir. Keppnisformið voru Stableford punktar. Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:  1. sæti Steinn Auðunn Jónsson, GÖ, 30 punktar. 2. sæti Þorvaldur Magnússon, GL,  28 punktar. 3. sæti Snorri Einarsson, GKG,  27 punktar.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 21:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur komst ekki gegnum niðurskurð

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í Le Vaudreuil Golf Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram í Vaudreuil í Frakklandi. Birgi  Leif tókst ekki að komast í gegnum niðurskurð, en einungis munaði 1 höggi! Ekki munaði miklu að Birgi Leif tækist að komast í gegn aðeins 1 höggi og sárt að sjá hann næstan fyrir neðan niðurskurðarlínuna, en hann lék á samtals sléttu pari, 142 höggum (70 72). Til þess að sjá stöðuna í Vaudreuil Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 20:00

Kristján Benedikt T-7 e. 2. dag á European Young Masters

Það eru 4 ungmenni sem taka þátt fyrir Íslands hönd á European Young Masters: Kristján Benedikt Sveinsson, GA; Ólöf María Einarsdóttir, GHD; Arnór Snær Guðmundsson, GHD og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR. Leikið er í Domain Impérial, í Sviss og eru keppendur 54 annars vegar í piltaflokki og hins vegar í stúlknaflokki. Sá sem staðið hefir sig langbest er Kristján Benedikt Sveinsson en hann er T-7 eftir 2 keppnisdaga; búinn að spila á samtals  2 yfir pari, 146 höggum (75 71).   Hann lék á 1 undir pari í dag. Arnór Snær er T-47 á 17 yfir pari (79 82). Ólöf María er T-39 í móti stúlkna og Gerður Hrönn T-47. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Axel leiðir í hálfleik

Axel Bóasson, GK, hefir 2 högga forystu í hálfleik á Íslandsmótinu í höggleik. Hann er búinn að leika Garðavöll samtals á glæsilegum 6 undir pari, 138 höggum (69 69). Í 2. sæti eru jafnir Þórður Rafn Gissurarson, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG. Báðir hafa leikið á samtals 4 undir pari, hvor. Þrír kylfingar deila 4. sætinu, en þeir hafa allir leikið á samtals 1 undir pari, hver: Ólafur Björn Loftsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson og Aron Snær Júlíusson. Sjá má stöðuna í hálfleik á Íslandsmótinu í höggleik með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 17:15

Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Sunna m/ 4 högga forskot í hálfleik

Sunna Víðisdóttir úr GR með fjögurra högga forskot í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Garðavelli á Akranesi. Sunna, sem fagnaði þessum titli árið 2013 er á einu höggi undir pari vallar eftir 36 holur en Signý Arnórsdóttir (GK) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru á +3 samtals. „Þetta var ágætt að mestu – en ég var með tvö þrípútt og tvö léleg högg. Fjórir skollar en engin stór vandamál í gangi hjá mér. Ég tók eitt víti á hringnum en það er nóg eftir og ég er bjartsýn á framhaldið,“ sagði Signý Arnórsdóttir eftir hringinn í dag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig staðan er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jordi Garcia del Moral – 24. júlí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jordi Garcia del Moral. Jordi fæddist 24. júlí 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Jordi hefir spilað á Evróputúrnum og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Sanders, 24. júlí 1933 (82 ára); Einar Bergmundur, 24. júlí 1960 (55 ára); Sigurjón R. Hrafnkelsson, 24. júlí 1963 (52 ára); Björn Ólafur Ingvarsson, 24. júlí 1969 (46 ára);  Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (42 ára – japanskur spilar aðallega á japanska PGA);  …… og …….. Axel Þórarinn Þorsteinsson Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 14:00

GK: Framkvæmdir hafnar við endurgerð seinni 9 hola Hvaleyrarvallar

Golfklúbburinn Keilir og Hafnarfjarðarbær skrifuðu undir samning um 1. áfanga í endurgerð Hvaleyrarvallar nú í Meistaramótsvikunni samkvæmt skýrslu Tom Mackenzie frá því 2013. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðar uppá 49.490.099 krónur, hlutur Hafnarfjarðarbæjar er 39.592.079 og hlutur Keilis 9.898.020 og verður unnin að mestu leyti nú í sumar. Um er að ræða holur 10-11 og 12 í endanlegu skipulagi (eftir áfangana 3) og stendur til að opna þær holur á afmælisárinu 2017. Þær holur sem verða aflagðar við breytinguna eru núverandi holur 13-14 og 16. Þegar fyrsti áfangi verður opnaður mun völlurinn verða leikinn sem hér segir: 10. hola par 3 óbreytt 11. hola par 4 óbreytt 12. hola par 4 óbreytt Lesa meira