Aron lauk keppni T-15
Aron Snær Júlíusson, GKG, stóð sig best Íslendinganna sem kepptu í Austurríki. Hann lauk keppni T-15 á 2015 Inter. Amateur Meisterschaft Herren mótinu. Ragnar Már lauk keppni T-24 og Emil Þór T-42. Sigurvegari í mótinu varð Ítalinn Michele Ortolani. Sjá má heilldaúrslit mótsins með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Andrésdóttir – 2. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Þórunn Andrésdóttir. Þórunn er fædd 2. ágúst 1970 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins, til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Þórunn Andrésdóttir (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fay Crocker, (f. 2. ágúst 1914 – d. 1983 – frá Úrúgvæ, lék á LPGA); Eyþór Árnason, 2. ágúst 1954 (61 árs); Bill Murchison Jr, 2. ágúst 1958 (57 ára); Caroline Pierce, 2. ágúst 1963 (52 ára), Jeff Bloom, 2. ágúst 1963 (52 ára); Þórunn Andrésdóttir, 2. ágúst 1970 (45 ára); Jonathan Andrew Kaye, 2. ágúst Lesa meira
Tiger uppsker eins og hann sáir
Í NY Times er áhugaverð grein sem ber fyrirsögnina „Tiger Plays like he Practiced – Poorly“ Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR: Þar er gert að umtalsefni slakt gengi Tigers á 3. hring Quicken Loans í gær og viðbrögð hans við hring sínum – en Tiger virðist bara vera nokkuð sáttur. Hann hafi verið í heldur óvenjulegri stöðu, a.m.k. upp á síðkastið, þ.e. að vera meðal efstu. Eftir ágætt gengi fyrstu tvo hringina sem Tiger spilaði undir 70 (68 66) átti hann arfalélegan hring upp á 74 og hrasaði niður í 42. sætið. Spennandi að sjá hvað gerist í kvöld!
PGA: Chappell og Merritt efstir e. 3. dag Quicken Loans mótsins
Tveir deila efsta sætinu á PGA móti vikunnar Quicken Loans. Það eru Bandaríkjamennirnir Troy Merritt og Kevin Chappell. Þeir eru báðir búnir á spila á samtals 14 undir pari. Aðeins 1 höggi á eftir er Rickie Fowler, búinn að spila á samtals 13 undir pari. Hópur 4 kylfinga deilir síðan 4. sætinu, þeir: David Lingmerth, Whee Kim, Jason Bohn og Charles Howell III. Sjá má stöðuna á Quicken Loans mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ko og Lu leiða e. 3. dag Opna breska
Það eru þær Jin Young Ko frá S-Kóreu og Teresa Lu frá Tapei sem eru efstar og jafnar eftir 3. dag Opna breska kvenrisatmótsins. Þær hafa báðar spilað á samtals 8 undir pari, 208 höggum; Ko (68 71 69) og Lu (68 71 69). Ein í 3. sæti og aðeins 1 höggi á eftir er Suzann Pettersen þ.e. á samtals 7 undir pari (68 69 72). Í 4. sæti er japanski kylfingurinn Mika Miyazato á samtals 6 undir pari og 3 deila 5. sæti á samtals 5 undir pari, en það eru: Lydia Ko, Minjee Lee og Inbee Park. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna breska kvenrisamótsins Lesa meira
PGA: Ótrúlegur fugl Rickie Fowler
Á par-4 4. holu á 3. hring Quicken Loans mótsins setti Rickie Fowler niður alveg hreint ótrúlegan fugl. Af 70 feta (21 metra) færi!!! Sjá má glæsifugl Fowler með því að SMELLA HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Ha Na Jang (40/45)
Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 9.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Nú er komið að því að kynna þær sem urðu T-6 þ.e. Sei Young Kim frá S-Kóreu, Simin Feng, frá Kína og Ha Na Jang frá S-Kóreu. Fyrsttöldu 2 hafa verið kynntar og í dag er röðin komin að hinni Ha Na Jang frá S-Kóreu. Ha Na Jang lék á samtals 7 undir pari, 353 höggum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Nökkvi Gunnarsson – 1. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Nökkvi Gunnarsson. Nökkvi er fæddur 1. ágúst 1976 og því 39 ára í dag. Nökkvi er í Nesklúbbnum, er útskrifaður PGA golfkennari klúbbsins og Íslandsmeistari 35+, árið 2012. Nökkvi sigraði þetta ár, þ.e. 2012 í mörgum opnum mótum, m.a. BYKO vormótinu á Nesinu, 1. maí mótinu á Hellu og 60 ára afmælismóti GHR. Eins tók Nökkvi þátt í mótum erlendis 2012; t.a.m. varð hann í 18. sæti ásamt bróður sínum, Steini Baugi, á sterku móti áhugamanna í Belgíu sem fram fór á Royal Waterloo golfvellinum, þ.e. 4Ball Club Trophy, í apríl 2012. Árið 2013 og 2014 varði Nökkvi titil sinn í BYKO vomótinu á Nesinu og 2013 Lesa meira
Af hverju Spieth verður aldrei Tiger
Joseph Zapata skrifaði ágætis grein á ProGolfNow, sem ber fyrirsögnina „Af hverju Jordan Spieth verður aldrei Tiger Woods.“ Í upphafi segir Zapata að hann ætli ekki að fara út í umræðu á borð við LeBron verður aldrei eins góður og Michael Jordan.“ Í greininni segir hann m.a. að sér þyki Jordan hálf litlaus, hvítur karlmaður sem dragi ólíka kynþætti aldrei í jafnmiklum mæli að sjónvarpstækjum sínum að fylgjast með golfi líkt og Tiger gerði á sínum tíma. Í greininni segir m.a. að sjónvarpsáhorf á golf hafi aukist milli ára, árið sem Tiger var að koma fram 1997-1998 um yfir 5 milljónir áhorfenda, úr 10.2 milljónum í 15.8 milljónir….. Nokkuð sem Lesa meira
Aliss hæðist að vexti Kim
Peter Aliss, 84 ára golffréttaskýrandi BBC varð sér til skammar á s.l. Opna breska með tveimur kommentum, sem m.a. voru túlkuð sem kynferðislega lítilsvirðandi við þá sem hann hafði orðin um. A.m.k. þóttu komment hans óviðeigandi Í fyrra skiptið sagði hann um áhugamanninn írska Peter Dunne sem stóð sig afar vel í mótinu, þegar hann faðmaði móður sína „að hann væri fyrir eldri konur.“ Í seinna skiptið sagði hann um eiginkonu Zach Johnson þegar hún fagnaði sigri hans að nú „hugsaði hún líklega að nú fengi hún nýja eldhúsinnréttingu.“ Nú hefir hann bætt um betur hæðist að vaxtarlagi bandaríska kylfingsins Christinar Kim í því þegar hann segir: „ „built for Lesa meira










