Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2015 | 10:00

Góða verslunarmannahelgi!!!

Í dag laugardag Verslunarmannahelgarinnar 2015 eru í boði mörg áhugaverð mót. Alls eru mótið 11, sem fram fara í dag, víða í tengslum við Verslunarmannahátíðarhöld:  01.08.15 GKB Gull Styrktarmót GKB Texas scramble 1 Almennt 01.08.15 GOS VIKING CLASSIC OPEN Almennt 1 Almennt 01.08.15 GSS Opna Steinullarmótið – Norðvesturþrenna II Annað – sjá lýsingu 1 Almennt 01.08.15 GVG Kaupfélagsstjórinn Almennt 1 Almennt 01.08.15 GÖ Stóra GÖ – innanfélagsmót og gestir – betri bolti Annað – sjá lýsingu 1 Almennt 01.08.15 GHD Dalvíkurskjálftinn Punktakeppni 1 Almennt 01.08.15 GKS Sigló Open Punktakeppni 1 Almennt 01.08.15 GBB VIÐ SEM HEIMA SITJUM BARA GAMAN Punktakeppni 1 Almennt 01.08.15 GN NEISTAFLUG GN og SÍLDARVINNSLUNNAR h.f. Almennt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2015 | 09:00

Aron bestur Íslendinganna í Austurríki

Aron Snær Júlíusson, GKG stendur sig best af Íslendingunum sem þátt taka í 2015 Inter. Amateur Meisterschaft Herren mótinu í Schönborn, Austurríki. Aron Snær er búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 151 höggi (78 73) og er T-26 eftir 2. dag. Ragnar Már Garðarsson og Emil Þór Ragnarsson eru T-41; báðir búnir að spila á 8 yfir pari. Efstur í mótinu er Riccardo Cellerino frá Ítalíu á samtals 3 undir pari (69 74). Til þess að sjá stöðuna í mótinu í Austurríki SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2015 | 08:00

PGA: Ishikawa efstur í hálfleik

Það er japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa sem er efstur í hálfleik á Quicken Loans National. Ishikawa er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 131 höggi (63 68). Í 2. sæti eru Rickie Fowler og Kevin Chappell, aðeins 1 höggi á eftir. David Lingmerth er einn í 4. sæti á samtals 9 undir pari og síðan deila 9 kylfingar 5. sætinu þ.á.m. Tiger Woods, en þeir kylfingar hafa allir leikið á samtals 8 undir pari, hver. Tiger lék á frábærum 5 undir pari, 66 höggum í gær. Til þess að fylgjast með stöðunni á Quicken Loans National SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 21:45

GJÓ: Magnús Lárusson klúbbmeistari 2015

Meistaramót Snillinganna fór fram hjá Golfklúbbnum Jökli á Ólafsvík 9. júlí s.l. Þátttakendur að þessu sinni voru 17 og enginn kvenkylfingur. Klúbbmeistari GJÓ 2015 er Magnús Lárusson. Hann lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (73 70 66). Sjá má heildarúrslitin í Meistaramóti GJÓ 2015 hér að neðan: 1 Magnús Lárusson GJÓ -5 F 34 32 66 -6 73 70 66 209 -7 2 Rögnvaldur Ólafsson GJÓ -3 F 38 33 71 -1 76 71 71 218 2 3 Guðlaugur Rafnsson GJÓ -2 F 35 37 72 0 75 75 72 222 6 4 Birgir Guðjónsson GJÓ -4 F 38 38 76 4 86 71 76 233 17 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 21:00

Evróputúrinn: Staðan e. 2. dag

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Saltire Energy Paul Lawrie holukeppnin. Mótið fer fram á golfvelli Murcar linksarans í Aberdeen, Skotlandi. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 20:00

Suzann Pettersen efst í hálfleik á Opna breska – Wie dró sig úr mótinu

Það er norska frænka okkar Suzann Pettersen sem er efst í hálfleik á Opna breska kvenrisamótinu, sem fram fer í Turnberry í Skotlandi. Pettersen er búin að spila 7 undir pari, 137 höggum (68 69). Í 2. sæti eru jafnar þær Teresa Lu frá Tapei, Jin Young Ko og So Yeon Ryu frá S-Kóreu og Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, en þær hafa allar spilað á 5 undir pari 139 höggum. Skorið var niður við skor upp á samtals 5 yfir pari – þær sem voru á samtals 6 yfir pari komust ekki í gegnum niðurskurð. Þeirra á meðal voru Morgan Pressel, Paula Creamer, Natalie Gulbis, frægðarhallar golfdrottningin Laura Davies, Jessica Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 18:00

PGA: 2 efstir e. 1. dag Quicken Loans

Þeir sem voru mest umtalaðir í gær á Quicken Loans mótinu voru þeir Rickie, Ryo og Retief. Það eru þeir Retief Goosen og Ryo Ishikawa sem deila forystunni eftir 1. dag Quicken Loans mótsins, sem hófst í gær. Báðir léku þeir á 8 undi pari, 63 höggum. Þriðja sætinu deildu 3 kylfingar, sem allir léku á 7 undir pari, 64 höggum: Ernie Els, Justin Leonard og Kevin Chappel. Rickie Fowler átti högg dagsins á PGA, á 1. hring Quicken Loans, en hann fór holu í höggi. Til þess að fylgjast með stöðunni á Quicken Loans, SMELLIÐ HÉR:                             Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Helgi Birkir Þórisson og Víðir Jóhannsson – 31. júlí 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru Víðir Jóhannsson og  Helgi Birkir Þórisson. Helgi Birkir er fæddur 31. júlí 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Helgi Birkir er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Sjá má viðtal Golf1 við Helga Birki með því að SMELLA HÉR: Víðir og eiginkona hans, Laila, eru mörgum kylfingum að góðu kunn en þau eru eigendur Golfklúbbsins Þverár að Hellishólum (GÞH) og reka þar ferðaþjónustu. Víðir er fæddur 31. júlí 1055 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þorvaldur Í Þorvaldsson 31. júlí 1957 (58 ára);  Peter Albert Charles Senior, 31. júlí 1959 (56 ára); Hss Handverk (49 ára), Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 14:00

Einvígið á Nesinu n.k. mánudag

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 19. skipti á Nesvellinum mánudaginn 3. ágúst nk. Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu BUGL (barna og unglingageðdeild Landspítalans). Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið (shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. DHL Express á Íslandi hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 12:00

GR: Kvennasveit GR valin sem keppir á Hellis- hólum 14.-16. ágúst n.k. í Sveitakeppni GSÍ

Sveitakeppni GSÍ í kvennaflokki fer fram dagana 14.-16. ágúst á Hellishólum. Eftirtaldar konur hafa verið valdar til að spila fyrir hönd GR: Ásgerður Sverrisdóttir Ásta Óskarsdóttir Guðrún Garðars Margrét Geirsdóttir Jóhanna Bárðardóttir Rakel Kristjánsdóttir Stefanía Margrét Jónsdóttir Steinunn Sæmundsdóttir Liðsstjóri: Jóhanna Ingólfsdóttir