Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 19:30

Aron sigraði í Einvíginu á Nesinu!

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, fór fram í dag, 3. ágúst 2015,  á Nesvellinum. Aron Snær Júlíusson klúbbmeistari úr GKG stóð uppi sem sigurvegari en fjöldi fólks fylgdist með gangi mála í veðurblíðunni á Seltjarnarnesi. Venju samkvæmt var 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og í mótslok afhenti fulltrúi DHL á Íslandi BUGL (barna og unglingageðdeild Landspítalans) eina milljón kr. Mótið var með hefðbundnu sniði þar sem einn kylfingur féll úr leik á herri holu, þar til tveir stóðu eftir á teig á lokaholunni. Aron og Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, stóðu tveir eftir á 9. teig þar sem úrslitin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Líney, Ragnar og Regína – 3. ágúst 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír Regína Sveinsdóttir, Líney Óladóttir og  Ragnar Már Garðarsson. Regína er fædd 3. ágúst 1955 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Kiðjabergs og mörgum að góðu kunn. Líney Óladóttir er fædd 3. ágúst 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Ragnar Már er fæddur 3. ágúst 1995 og er 20 ára í dag.  Ragnar Már er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann er einn af okkar bestu kylfingum, eins og m.a. sjást í fyrra þar sem hann sigraði tvívegis á Eimskipsmótaröðinni. Eins er hann í bandaríska háskólagolfinu og leikur með golfliði McNeese. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim  til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Troy Merritt?

Troy Merritt sigraði í gær, 2. ágúst 2015  á Quicken Loans National mótinu sem fram fór í Rober Trent Jones GC í Gainesville, í Prince Willams County í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Hann átti 3 högg á þann sem næstur kom, þ.e. Rickie Fowler; lék á hreint frábæru skori samtals 18 undir pari. Hér má sjá viðtal við Merritt eftir sigurinn og eins og sjá má er hann mjög viðkunnanlegur SMELLIÐ HÉR:  Merritt sagðist m.a. í viðtalinu aldrei gefast upp og gefa sig 100% í hvert högg sama hvar á skortöflunni hann sé. Segja má að sigurinn hafi verið verðskuldaður því Merritt var í dúndurstuði á 3. degi þegar hann átti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 10:30

LET Access: Ólafía lauk leik í 15. sæti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk keppni í 15. sæti á CreditGate24 GolfSeries Hamburg Open mótinu í Hamborg Þýskalandi en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið fór fram í Treudelberg Golf & Country Club dagana 30. júlí – 1. ágúst 2015. Ólafía Þórun lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (74 73 71).  Það var finnska stúlkan Krista Bakker sem sigraði á 9 undir pari. Með þessum góða árangri hlýtur Ólafía Þórunn  1.530 stig og er í 17. sæti á stigalista LET Access, sem er geysigóður árangur á 1. ári á LET Access – vonandi kemst Ólafía Þórunn síðan strax á LET!!!  Sjá má stöðulista LET Access með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 10:00

PGA: Merrritt sigraði á Quicken!

Troy Merritt vann sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni með sigri sínum í gær á Quicken Loans mótinu í Robert Trent Jones GC í Gainesville, Virginíu. Merritt lék á samtals 18 undir pari, 266 höggum (70 68 61 67). Í 2. sæti varð Rickie Fowler heilum 3 höggum á eftir Merritt á 15 undir pari, 269 höggum (67 65 68 69). Í 3. sæti var svo Svíinn David Lingmerth á samtals 14 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Quicken Loans National með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 08:30

PGA: Tiger T-18 á Quicken Loans

Tiger Woods fannst sjálfum að hann hefði tekið stór skref fram á við í Quicken Loans mótinu, sem lauk í gær. Hann varð T-18, sem er þó altént topp-20 árangur. Tiger lauk keppni á samtals 8 undir pari, 276 höggum (68 66 74 68) og átti glæsilokahring upp á 68 högg. Árangur hans hefir þó aldrei verið metinn með sömu mælistiku og annarra – þegar Tiger er annars vegar gera allir kröfu um 1. sætið! Sigurvegarinn Troy Merritt lék á samtals 18 undir pari – þannig að Tiger var heilum 10 höggum frá sigri í mótinu. Hefði hann ekki átt þennan lélega 3. hring upp á 74 júmbóhögg og verið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 08:00

20 ríkustu kvenkylfingar heims

Hver skyldi nú vera ríkasti kvenkylfingur heims? Er það hin 26 ára Inbee Park sem var nú í gær að vinna 7. risatitil sinn? Eða er það hinn nýkvænti „bleiki pardus“ Paula Creamer? Eða einhver allt önnur? Svarið má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 07:30

Inbee Park sigraði á Opna breska

Það var nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna breska kvenrisamótinu, sem lauk í gær. Inbee lék samtals á 12 undir pari, 276 höggum (69 73 69 65). Það var einkum glæsilegur lokahringur Inbee upp á 7 undir pari, 65 högg, sem leiddi til sigurs hennar. Jin Young Ko, sem fann lyktina af sigrinum á risamóti í fyrsta sinn náði ekki að halda haus og átti ekkert svar við glæsileik Inbee, lék á 71 höggi, sem ekki dugði – Inbee átti 3 högg á hana og sigraði sannfærandi. Þriðja sætinu deildu síðan Lydia Ko og enn ein stúlkan frá Suður-Kóreu, So Yeon Ryu, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 07:00

GB: Auðunn Fannar, Elísabet, Sigurþór og Stefanía sigruðu í Opna Borgarnes 2015

Í gær, 2. ágúst 2015 fór fram Opna Borgarnesmótið 2015. Þátttakendur voru 185 og luku 180 keppni þar af 47 kvenkylfingar. Helstu úrslit í mótinu urðu eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf – karlar 1 Auðunn Fannar Hafþórsson GS 46 pkt 2 Pétur Þórðarson GB 43 pkt 3 Lárus B Sigurbergsson GB 43 pkt 4 Ágúst Jónsson GVG 41 pkt 5 Einar Georgsson GÁ 40 pkt 6 Helgi Jóhannesson GKG 40 pkt 7 Ómar Örn Ragnarsson GB 39 pkt Punktakeppni með forgjöf – konur 1 Elísabet Böðvarsdóttir GKG 42 pkt 2 Annabella Albertsdóttir GB 40 pkt 3 Íris Jónasdóttir GJÓ 40 pkt 4 Sigríður Björk Guðmundsd NK 40 pkt 5 Júlíana Jónsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 07:00

GBO: Janusz og Petrína klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbs Bolungarvíkur fór fram á Syðridalsvelli Þátttakendur þetta árið voru 10 og 9, sem luku keppni, þar af 2 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar GBO 2015 eru Janusz Pawel Duszak og Petrína Freyja Sigurðardóttir Spilaðir voru 2 hringir og var Janusz á samtals 150 höggum (74 76) en Petrína Freyja á samtals 201 höggi (95 106). Heildarúrslit í Meistaramóti Golfklúbbs Bolungarvíkur 2015 eru eftirfarandi: 1 Janusz Pawel Duszak GBO 1 F 38 38 76 5 74 76 150 8 2 Elías Jónsson GBO 2 F 40 38 78 7 76 78 154 12 3 Weera Khiansanthiah GBO 6 F 38 38 76 5 79 76 155 13 4 Runólfur Kristinn Pétursson GBO 6 F Lesa meira