Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2015 | 12:00

Aliss hæðist að vexti Kim

Peter Aliss, 84 ára golffréttaskýrandi BBC varð sér til skammar á s.l. Opna breska með tveimur kommentum, sem m.a. voru túlkuð sem kynferðislega lítilsvirðandi við þá sem hann hafði orðin um.

A.m.k. þóttu komment hans óviðeigandi

Í fyrra skiptið sagði hann um áhugamanninn írska Peter Dunne sem stóð sig afar vel í mótinu, þegar hann faðmaði móður sína „að hann væri fyrir eldri konur.“

Í seinna skiptið sagði hann um eiginkonu Zach Johnson þegar hún fagnaði sigri hans að nú „hugsaði hún líklega að nú fengi hún nýja eldhúsinnréttingu.“

Nú hefir hann bætt um betur hæðist að vaxtarlagi bandaríska kylfingsins Christinar Kim í því þegar hann segir: „ „built for comfort, not speed“, eh?  (lausleg þýðing: hún er byggð fyrir þægindi en ekki hraða, eh?)

Ýmsir hafa komið Kim til varnar í grein þar sem greint er frá nýjasta kommenti Peter Aliss – Sjá með því að  SMELLA HÉR: